Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lítil von að samningar náist fyrir áramót

Fund­að er alla daga frá morgni til kvölds en að­il­ar vinnu­mark­að­ar­ins telja ólík­legt að gerð kjara­samn­inga ljúki á þeim níu virku dög­um sem eru til ára­móta.

Lítil von að samningar náist fyrir áramót

Aðilar vinnumarkaðarins funda alla daga frá morgni til kvölds en litlar líkur virðast vera á því að gerð kjarasamninga klárist fyrir áramót. Samningar á hinum almenna vinnumarkaði renna út í lok árs. Morgunblaðið greinir frá.

„Við erum búin að vera að funda nokkuð stíft síðustu vikurnar og munum funda næstu tvær vikur fram að jólum en mér finnst ólíklegt að við náum fundi milli jóla og nýárs,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. „Við munum nota tímann ef við erum að tala um eitthvað sem skiptir máli en mér sýnist augljóst að við séum varla að fara að ná samningum fyrir áramót miðað við hvernig staðan er.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur í sama streng og segir ólíklegt að það takist að ljúka samningum á þeim níu virku dögum sem eru til áramóta. „Auðvitað eru menn að reyna að vera lausnamiðaðir en þetta er bara í vinnslu og erfitt að tjá sig um stöðuna að öðru leyti en því að það er ekkert farið að sjá til lands í neinum af þess um stóru málum en þau eru þó öll í vinnslu,“ segir hann.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist ekki telja ólíklegt að stjórnvöld stígi inn til að greiða fyrir gerð samninga á lokametrum viðræðna. Nú standi yfir að meta vinnustundir og yfirvinnutíma fyrir hvert og eitt stéttarfélag og meta kostnað og áhrif af einstaka breytingum.

„Ég hef ekki farið í grafgötur með það að stóra tækifærið í þessum kjarasamningum er að draga úr þeim mikla yfirvinnukúltúr sem er á Íslandi og það skapar þá grunn fyrir hækkun dagvinnulauna,“ segir Halldór. „Þar erum við stödd í vinnunni eins og sakir standa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár