Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lítil von að samningar náist fyrir áramót

Fund­að er alla daga frá morgni til kvölds en að­il­ar vinnu­mark­að­ar­ins telja ólík­legt að gerð kjara­samn­inga ljúki á þeim níu virku dög­um sem eru til ára­móta.

Lítil von að samningar náist fyrir áramót

Aðilar vinnumarkaðarins funda alla daga frá morgni til kvölds en litlar líkur virðast vera á því að gerð kjarasamninga klárist fyrir áramót. Samningar á hinum almenna vinnumarkaði renna út í lok árs. Morgunblaðið greinir frá.

„Við erum búin að vera að funda nokkuð stíft síðustu vikurnar og munum funda næstu tvær vikur fram að jólum en mér finnst ólíklegt að við náum fundi milli jóla og nýárs,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. „Við munum nota tímann ef við erum að tala um eitthvað sem skiptir máli en mér sýnist augljóst að við séum varla að fara að ná samningum fyrir áramót miðað við hvernig staðan er.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur í sama streng og segir ólíklegt að það takist að ljúka samningum á þeim níu virku dögum sem eru til áramóta. „Auðvitað eru menn að reyna að vera lausnamiðaðir en þetta er bara í vinnslu og erfitt að tjá sig um stöðuna að öðru leyti en því að það er ekkert farið að sjá til lands í neinum af þess um stóru málum en þau eru þó öll í vinnslu,“ segir hann.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist ekki telja ólíklegt að stjórnvöld stígi inn til að greiða fyrir gerð samninga á lokametrum viðræðna. Nú standi yfir að meta vinnustundir og yfirvinnutíma fyrir hvert og eitt stéttarfélag og meta kostnað og áhrif af einstaka breytingum.

„Ég hef ekki farið í grafgötur með það að stóra tækifærið í þessum kjarasamningum er að draga úr þeim mikla yfirvinnukúltúr sem er á Íslandi og það skapar þá grunn fyrir hækkun dagvinnulauna,“ segir Halldór. „Þar erum við stödd í vinnunni eins og sakir standa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár