Framsóknarflokkurinn fékk rúma 3,1 milljón króna í styrki frá kvótaeigendum í fyrra og Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn báðir á þriðju milljón króna. Alls voru styrkir útgerðarinnar tæpur þriðjungur þeirrar upphæðar sem lögaðilar styrktu stjórnmálaflokka um á síðasta ári.
Upplýsingar um styrki lögaðila og einstaklinga til stjórnmálaflokka koma fram í endurskoðuðum ársreikningum stjórnmálaflokka á vef Ríkisendurskoðunar. Í heild styrktu lögaðilar flokkana um tæpar 48 milljónir króna í fyrra. Þar af námu styrkir fyrirtækja sem eiga fiskveiðikvóta rúmum 13 milljónum króna. Séu fyrirtæki í fiskeldi, vinnslu fisks og útflutningi hans tekin með nær upphæðin yfir 15 milljónir.
Styrkir kvótaeigenda árið 2016 voru um 16 milljónir króna, en mikil umræða stóð yfir fyrir alþingiskosningar það árið um uppboð fiskveiðiheimilda og gjaldtöku í sjávarútvegi. Kosið var óvænt til Alþingis ári síðar eftir að slitnaði upp úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar.
Við tók ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Katrínar Jakobsdóttir. Hinn 11. …
Athugasemdir