Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kvótaeigendur styrktu stjórnmálaflokka um 13 milljónir í fyrra

Tæp­ur þriðj­ung­ur allra styrkja lög­að­ila til stjórn­mála­flokka í fyrra kom frá fyr­ir­tækj­um í sjáv­ar­út­vegi. Rík­is­stjórn­in lækk­aði veiði­gjöld um 4 millj­arða króna í des­em­ber. Eig­end­ur Morg­un­blaðs­ins styrktu stjórn­mála­flokka um rúm­ar 2 millj­ón­ir.

Kvótaeigendur styrktu stjórnmálaflokka um 13 milljónir í fyrra

Framsóknarflokkurinn fékk rúma 3,1 milljón króna í styrki frá kvótaeigendum í fyrra og Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn báðir á þriðju milljón króna. Alls voru styrkir útgerðarinnar tæpur þriðjungur þeirrar upphæðar sem lögaðilar styrktu stjórnmálaflokka um á síðasta ári.

Upplýsingar um styrki lögaðila og einstaklinga til stjórnmálaflokka koma fram í endurskoðuðum ársreikningum stjórnmálaflokka á vef Ríkisendurskoðunar. Í heild styrktu lögaðilar flokkana um tæpar 48 milljónir króna í fyrra. Þar af námu styrkir fyrirtækja sem eiga fiskveiðikvóta rúmum 13 milljónum króna. Séu fyrirtæki í fiskeldi, vinnslu fisks og útflutningi hans tekin með nær upphæðin yfir 15 milljónir.

Styrkir kvótaeigenda árið 2016 voru um 16 milljónir króna, en mikil umræða stóð yfir fyrir alþingiskosningar það árið um uppboð fiskveiðiheimilda og gjaldtöku í sjávarútvegi. Kosið var óvænt til Alþingis ári síðar eftir að slitnaði upp úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar.

Við tók ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Katrínar Jakobsdóttir. Hinn 11. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár