Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru

Seg­ist hafa lagt mikla áherslu á að gang­ast við hegð­un sinni. Kenn­ir ólíkri upp­lif­un þeirra tveggja um mis­ræmi í frá­sögn­um. Bára lýsti því að Ág­úst hefði dreg­ið veru­lega úr at­burð­um í sinni yf­ir­lýs­ingu.

Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru
Segist ekki hafa ætlað að draga úr sínum hlut Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað að draga úr sínum hlut þegar kom að lýsingum á ósæmilegri hegðun hans í garð Báru Huldar Beck.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa ætlað að rengja frásögn Báru Huldar Beck eða draga úr sínum hlut varðandi áreitni í hennar garð. Misræmi í frásögnum þeirra megi rekja til ólíkrar upplifunar.

Bára Huld birti fyrr í dag svar við yfirlýsingu Ágústs frá því fyrir helgi, þar sem Ágúst hafði greint frá því að hann hefði verið áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa hegðað sér ósæmilega við Báru, sem hann nafngreindi ekki þá.

„Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun“

Í svari Báru í dag kemur fram að Ágúst hafi að hennar mati dregið verulega úr atburðum. Þannig hafi Ágúst ítrekað reynt að kyssa hana, en ekki tvívegis eins og hann hafi lýst, og það þrátt fyrir hún hafi alltaf neitað honum og sett skýr mörk. Þá hafi hann niðurlægt hana með orðum um útlit hennar og gáfnafar. Bára segir hafi upplifað þvingandi áreitni, varnarleysi og niðurlægingu af hendi Ágústs.

Ágúst segir í nýjustu yfirlýsingu sinni að ætlun hans hafi aldrei verið að rengja frásögn Báru eða draga úr sínum hlut. „Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli.

Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár