Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

Bára Huld Beck, blaða­mað­ur á Kjarn­an­um, er kon­an sem um ræð­ir. Bára lýs­ir upp­lif­un sinni á tals­vert ann­an hátt en Ág­úst. Upp­lifði þving­andi áreitni, varn­ar­leysi og nið­ur­læg­ingu.

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
Stígur fram og lýsir áreitni Ágústs Ólafs Bára Hulda Beck, blaðamaður á Kjarnanum, stígur fram og gerir verulegar athugasemdir við lýsingu Ágústs Ólafs Ágústssonar á samskiptum þeirra. Lýsing Ágústs sé skrumskæling á því sem raunverulega gerðist. Mynd: Bára Huld Beck

Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, hefur stigið fram og lýst því að hún sé konan sem Ágúst Ólafur Ágústsson áreitti í byrjun síðasta sumars. Ágústi var veitt áminning af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar í síðustu viku vegna málsins og kaus hann að greina frá málinu á Facebook-síðu sinni í kjölfarið. Bára segir að í þeirri yfirlýsingu hafi hann dregið verulega úr málavöxtum, geri minna úr atvikinu en hann hafi áður gengist við, og að hans lýsing sé ekki í samræmi við hennar upplifun. Bára tekur einnig fram að það hafi ekki verið hennar vilji að málið yrði gert opinbert en þá ákvörðun hafi Ágúst tekið úr hennar höndum með því að greina frá málinu á Facebook, og það ekki með réttum hætti.

Gekk yfir mörk Báru og niðurlægði hana

Bára segir í yfirlýsingu sem hún birtir á Kjarnanum að Ágúst Ólafur hafi ekki reynt að kyssa hana tvívegis, eins og hann hélt fram í yfirlýsingu sinni, heldur ítrekað. „Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.“

„Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti“

Bára greinir ennfremur frá því að Ágúst Ólafur hafi ekki yfirgefið skrifstofu Kjarnans, þangað sem þau fóru saman, þegar hún hafi beðið um það. Hún hafi að endingu fylgt honum út með þeim orðum að hún treysti sér ekki til að vera í sama rými og hann. „Hann lét samt ekki segj­ast og hélt þving­andi áreitni sinni áfram í lyft­unni á leið­inni út.“

Upplifði algjört varnarleysi

 Bára segir að Ágústi Ólafi hafi mátt vera fullljóst að hún hefði eingöngu áhuga á að eiga við hann áframhaldandi spjall eftir að þau yfirgáfu barinn sem þau höfðu hist á. Hann hefði ekki átt að geta misskilið umræddar aðstæður. „Mín upp­lifun af þessum aðstæðum var algjört varn­ar­leysi. Það orsak­að­ist af því að ég varð fyrir ítrek­aðri áreitni af hálfu ann­ars ein­stak­lings. Það orsak­að­ist af því að ég var blaða­maður sem varð fyrir áreitni af hálfu þing­manns. Það orsak­að­ist af því að ég var starfs­maður fyr­ir­tækis sem varð fyrir áreitni af hálfu fyrr­ver­andi hlut­hafa í því fyr­ir­tæki. Allt þetta gerði það að verkum að ég hugs­aði að mögu­lega væri starf mitt í hættu. Að ég gæti ekki lengur unnið við það sem ég vinn við þar sem að þarna væri á ferð­inni áhrifa­maður í valda­stöðu.“

„Mín upp­lifun af þessum aðstæðum var algjört varn­ar­leysi“

Þá hafi Ágúst Ólafur niðurlægt Báru ítrekað með ummælum um vitsmuni hennar og útlit. Því hafi hún fundið fyrir kvíða og vanlíðan eftir á og hafi sú líðan varða næstu mánuði, og geri raunar enn að vissu leyti. Því hafi henni þótt sem hún þyrfti að skila þessum afleiðingum til gerandans, Ágústs. Hún hafi sent honum tölvupóst í vikunni eftir atvikið en hann hafi ekki svarað og ekki heldur þegar Bára hafi ítrekað þann póst. Loks níu dögum eftir atvikið hafi hann hins vegar hringt og beðist afsökunar á hegðun sinni. 

„Seinna um sum­arið ákváðum við að hitt­ast í vitna við­ur­vist og ræða saman um það sem átt hafði sér stað. Ég útskýrði þar fyrir honum líðan mína og áhrifin sem þetta hefði haft á mig. Hann rengdi ekki frá­sögn mína af atvik­inu með neinum hætti og baðst aftur afsök­un­ar. Þar varð mér einnig ljóst að hann virt­ist ekki ætla að segja neinum frá þessu atviki.

Mér fannst það ekki í lagi að ég væri ein með vit­neskju um þessa hegðun hans og þar með ábyrgð vegna henn­ar. Ég gat ekki hugsað mér að annar ein­stak­lingur myndi síðar lenda í við­líka atviki með hon­um. Því væri eðli­legt að skilja vit­neskj­una um atvikið eftir ann­ars stað­ar. Sér­stak­lega í ljósi þess að um mann í vald­stöðu var að ræða.

„Þetta var ekki bara mis­heppnuð við­reynsla, heldur ítrekuð áreitni og nið­ur­læg­ing“

Ég hafði því sam­band við Loga Ein­ars­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og greindi honum frá mála­vöxt­um. Hann benti mér á að senda inn erindi til trún­að­ar­nefndar Sam­fylk­ing­ar­innar en hún hafði þá nýlega hafið störf. Ég gerði það þann 19. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.“

Braut gegn fjölda greina í siðareglum Samfylkingarinnar

Bára greinir frá því að trúnaðarnefndin hafi skilað niðurstöðu sinni 27. nóvember síðastliðinn. Sú niðurstaða hafi verið skýr og afgerandi: „Ágúst Ólafur Ágústs­son sæti áminn­ingu fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck með eft­ir­far­andi hætti: Með því að reyna end­ur­tekið og í óþökk þol­anda að kyssa hana á starfs­stöð Kjarn­ans 20. júní 2018 og varðar það við reglu 3.1.3. Með því að nið­ur­lægja og auð­mýkja þol­anda meðal ann­ars með nið­ur­lægj­andi og móðg­andi athuga­semdum um útlit hennar og vits­muni þegar til­raunir hans báru ekki árangur og varðar það við reglu 3.1.2. Þá telur nefndin að Ágúst Ólafur hafi með fram­komu sinni gegn þol­anda snið­gengið stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar gegn ein­elti og áreitni og bakað félögum sínum í Sam­fylk­ing­unni tjón með því að virða ekki 1., 4. og 11. gr. siða­reglna flokks­ins. Ákvörð­unin styðst við verk­lags­reglur 6.1.3 um mót­töku og með­ferð umkvart­ana á sviði ein­eltis og áreitn­i.“

Yfirlýsing Ágústar ekki í samræmi við málavexti

Bára segir að hún hyggist ekki taka nokkra afstöðu til þess hvort eða hvernig Ágúst Ólafur geri sinnt stöfum sínum að ferli þessu loknu. Fyrir henni hafi einungis vakað að fá viðurkenningu frá gerandi á því sem átti stað. Þá hafi hún ekki ætlað sér að gera málið opinbert. „Það er ábyrgð­ar­hlutur að senda frá sér yfir­lýs­ingu um mál sem þessi, eins og Ágúst Ólafur gerði. En ef slík yfir­lýs­ing er skrum­skæld á ein­hvern hátt er hætt við að röng og jafn­vel var­huga­verð skila­boð séu send út í sam­fé­lag­ið. Yfir­lýs­ing Ágústar Ólafs er ekki í sam­ræmi við mála­vexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en til­efni var til. Þetta var ekki bara mis­heppnuð við­reynsla, heldur ítrekuð áreitni og nið­ur­læg­ing.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár