Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

Bára Huld Beck, blaða­mað­ur á Kjarn­an­um, er kon­an sem um ræð­ir. Bára lýs­ir upp­lif­un sinni á tals­vert ann­an hátt en Ág­úst. Upp­lifði þving­andi áreitni, varn­ar­leysi og nið­ur­læg­ingu.

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
Stígur fram og lýsir áreitni Ágústs Ólafs Bára Hulda Beck, blaðamaður á Kjarnanum, stígur fram og gerir verulegar athugasemdir við lýsingu Ágústs Ólafs Ágústssonar á samskiptum þeirra. Lýsing Ágústs sé skrumskæling á því sem raunverulega gerðist. Mynd: Bára Huld Beck

Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, hefur stigið fram og lýst því að hún sé konan sem Ágúst Ólafur Ágústsson áreitti í byrjun síðasta sumars. Ágústi var veitt áminning af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar í síðustu viku vegna málsins og kaus hann að greina frá málinu á Facebook-síðu sinni í kjölfarið. Bára segir að í þeirri yfirlýsingu hafi hann dregið verulega úr málavöxtum, geri minna úr atvikinu en hann hafi áður gengist við, og að hans lýsing sé ekki í samræmi við hennar upplifun. Bára tekur einnig fram að það hafi ekki verið hennar vilji að málið yrði gert opinbert en þá ákvörðun hafi Ágúst tekið úr hennar höndum með því að greina frá málinu á Facebook, og það ekki með réttum hætti.

Gekk yfir mörk Báru og niðurlægði hana

Bára segir í yfirlýsingu sem hún birtir á Kjarnanum að Ágúst Ólafur hafi ekki reynt að kyssa hana tvívegis, eins og hann hélt fram í yfirlýsingu sinni, heldur ítrekað. „Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.“

„Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti“

Bára greinir ennfremur frá því að Ágúst Ólafur hafi ekki yfirgefið skrifstofu Kjarnans, þangað sem þau fóru saman, þegar hún hafi beðið um það. Hún hafi að endingu fylgt honum út með þeim orðum að hún treysti sér ekki til að vera í sama rými og hann. „Hann lét samt ekki segj­ast og hélt þving­andi áreitni sinni áfram í lyft­unni á leið­inni út.“

Upplifði algjört varnarleysi

 Bára segir að Ágústi Ólafi hafi mátt vera fullljóst að hún hefði eingöngu áhuga á að eiga við hann áframhaldandi spjall eftir að þau yfirgáfu barinn sem þau höfðu hist á. Hann hefði ekki átt að geta misskilið umræddar aðstæður. „Mín upp­lifun af þessum aðstæðum var algjört varn­ar­leysi. Það orsak­að­ist af því að ég varð fyrir ítrek­aðri áreitni af hálfu ann­ars ein­stak­lings. Það orsak­að­ist af því að ég var blaða­maður sem varð fyrir áreitni af hálfu þing­manns. Það orsak­að­ist af því að ég var starfs­maður fyr­ir­tækis sem varð fyrir áreitni af hálfu fyrr­ver­andi hlut­hafa í því fyr­ir­tæki. Allt þetta gerði það að verkum að ég hugs­aði að mögu­lega væri starf mitt í hættu. Að ég gæti ekki lengur unnið við það sem ég vinn við þar sem að þarna væri á ferð­inni áhrifa­maður í valda­stöðu.“

„Mín upp­lifun af þessum aðstæðum var algjört varn­ar­leysi“

Þá hafi Ágúst Ólafur niðurlægt Báru ítrekað með ummælum um vitsmuni hennar og útlit. Því hafi hún fundið fyrir kvíða og vanlíðan eftir á og hafi sú líðan varða næstu mánuði, og geri raunar enn að vissu leyti. Því hafi henni þótt sem hún þyrfti að skila þessum afleiðingum til gerandans, Ágústs. Hún hafi sent honum tölvupóst í vikunni eftir atvikið en hann hafi ekki svarað og ekki heldur þegar Bára hafi ítrekað þann póst. Loks níu dögum eftir atvikið hafi hann hins vegar hringt og beðist afsökunar á hegðun sinni. 

„Seinna um sum­arið ákváðum við að hitt­ast í vitna við­ur­vist og ræða saman um það sem átt hafði sér stað. Ég útskýrði þar fyrir honum líðan mína og áhrifin sem þetta hefði haft á mig. Hann rengdi ekki frá­sögn mína af atvik­inu með neinum hætti og baðst aftur afsök­un­ar. Þar varð mér einnig ljóst að hann virt­ist ekki ætla að segja neinum frá þessu atviki.

Mér fannst það ekki í lagi að ég væri ein með vit­neskju um þessa hegðun hans og þar með ábyrgð vegna henn­ar. Ég gat ekki hugsað mér að annar ein­stak­lingur myndi síðar lenda í við­líka atviki með hon­um. Því væri eðli­legt að skilja vit­neskj­una um atvikið eftir ann­ars stað­ar. Sér­stak­lega í ljósi þess að um mann í vald­stöðu var að ræða.

„Þetta var ekki bara mis­heppnuð við­reynsla, heldur ítrekuð áreitni og nið­ur­læg­ing“

Ég hafði því sam­band við Loga Ein­ars­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og greindi honum frá mála­vöxt­um. Hann benti mér á að senda inn erindi til trún­að­ar­nefndar Sam­fylk­ing­ar­innar en hún hafði þá nýlega hafið störf. Ég gerði það þann 19. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.“

Braut gegn fjölda greina í siðareglum Samfylkingarinnar

Bára greinir frá því að trúnaðarnefndin hafi skilað niðurstöðu sinni 27. nóvember síðastliðinn. Sú niðurstaða hafi verið skýr og afgerandi: „Ágúst Ólafur Ágústs­son sæti áminn­ingu fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck með eft­ir­far­andi hætti: Með því að reyna end­ur­tekið og í óþökk þol­anda að kyssa hana á starfs­stöð Kjarn­ans 20. júní 2018 og varðar það við reglu 3.1.3. Með því að nið­ur­lægja og auð­mýkja þol­anda meðal ann­ars með nið­ur­lægj­andi og móðg­andi athuga­semdum um útlit hennar og vits­muni þegar til­raunir hans báru ekki árangur og varðar það við reglu 3.1.2. Þá telur nefndin að Ágúst Ólafur hafi með fram­komu sinni gegn þol­anda snið­gengið stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar gegn ein­elti og áreitni og bakað félögum sínum í Sam­fylk­ing­unni tjón með því að virða ekki 1., 4. og 11. gr. siða­reglna flokks­ins. Ákvörð­unin styðst við verk­lags­reglur 6.1.3 um mót­töku og með­ferð umkvart­ana á sviði ein­eltis og áreitn­i.“

Yfirlýsing Ágústar ekki í samræmi við málavexti

Bára segir að hún hyggist ekki taka nokkra afstöðu til þess hvort eða hvernig Ágúst Ólafur geri sinnt stöfum sínum að ferli þessu loknu. Fyrir henni hafi einungis vakað að fá viðurkenningu frá gerandi á því sem átti stað. Þá hafi hún ekki ætlað sér að gera málið opinbert. „Það er ábyrgð­ar­hlutur að senda frá sér yfir­lýs­ingu um mál sem þessi, eins og Ágúst Ólafur gerði. En ef slík yfir­lýs­ing er skrum­skæld á ein­hvern hátt er hætt við að röng og jafn­vel var­huga­verð skila­boð séu send út í sam­fé­lag­ið. Yfir­lýs­ing Ágústar Ólafs er ekki í sam­ræmi við mála­vexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en til­efni var til. Þetta var ekki bara mis­heppnuð við­reynsla, heldur ítrekuð áreitni og nið­ur­læg­ing.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár