Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

Bára Huld Beck, blaða­mað­ur á Kjarn­an­um, er kon­an sem um ræð­ir. Bára lýs­ir upp­lif­un sinni á tals­vert ann­an hátt en Ág­úst. Upp­lifði þving­andi áreitni, varn­ar­leysi og nið­ur­læg­ingu.

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
Stígur fram og lýsir áreitni Ágústs Ólafs Bára Hulda Beck, blaðamaður á Kjarnanum, stígur fram og gerir verulegar athugasemdir við lýsingu Ágústs Ólafs Ágústssonar á samskiptum þeirra. Lýsing Ágústs sé skrumskæling á því sem raunverulega gerðist. Mynd: Bára Huld Beck

Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, hefur stigið fram og lýst því að hún sé konan sem Ágúst Ólafur Ágústsson áreitti í byrjun síðasta sumars. Ágústi var veitt áminning af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar í síðustu viku vegna málsins og kaus hann að greina frá málinu á Facebook-síðu sinni í kjölfarið. Bára segir að í þeirri yfirlýsingu hafi hann dregið verulega úr málavöxtum, geri minna úr atvikinu en hann hafi áður gengist við, og að hans lýsing sé ekki í samræmi við hennar upplifun. Bára tekur einnig fram að það hafi ekki verið hennar vilji að málið yrði gert opinbert en þá ákvörðun hafi Ágúst tekið úr hennar höndum með því að greina frá málinu á Facebook, og það ekki með réttum hætti.

Gekk yfir mörk Báru og niðurlægði hana

Bára segir í yfirlýsingu sem hún birtir á Kjarnanum að Ágúst Ólafur hafi ekki reynt að kyssa hana tvívegis, eins og hann hélt fram í yfirlýsingu sinni, heldur ítrekað. „Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.“

„Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti“

Bára greinir ennfremur frá því að Ágúst Ólafur hafi ekki yfirgefið skrifstofu Kjarnans, þangað sem þau fóru saman, þegar hún hafi beðið um það. Hún hafi að endingu fylgt honum út með þeim orðum að hún treysti sér ekki til að vera í sama rými og hann. „Hann lét samt ekki segj­ast og hélt þving­andi áreitni sinni áfram í lyft­unni á leið­inni út.“

Upplifði algjört varnarleysi

 Bára segir að Ágústi Ólafi hafi mátt vera fullljóst að hún hefði eingöngu áhuga á að eiga við hann áframhaldandi spjall eftir að þau yfirgáfu barinn sem þau höfðu hist á. Hann hefði ekki átt að geta misskilið umræddar aðstæður. „Mín upp­lifun af þessum aðstæðum var algjört varn­ar­leysi. Það orsak­að­ist af því að ég varð fyrir ítrek­aðri áreitni af hálfu ann­ars ein­stak­lings. Það orsak­að­ist af því að ég var blaða­maður sem varð fyrir áreitni af hálfu þing­manns. Það orsak­að­ist af því að ég var starfs­maður fyr­ir­tækis sem varð fyrir áreitni af hálfu fyrr­ver­andi hlut­hafa í því fyr­ir­tæki. Allt þetta gerði það að verkum að ég hugs­aði að mögu­lega væri starf mitt í hættu. Að ég gæti ekki lengur unnið við það sem ég vinn við þar sem að þarna væri á ferð­inni áhrifa­maður í valda­stöðu.“

„Mín upp­lifun af þessum aðstæðum var algjört varn­ar­leysi“

Þá hafi Ágúst Ólafur niðurlægt Báru ítrekað með ummælum um vitsmuni hennar og útlit. Því hafi hún fundið fyrir kvíða og vanlíðan eftir á og hafi sú líðan varða næstu mánuði, og geri raunar enn að vissu leyti. Því hafi henni þótt sem hún þyrfti að skila þessum afleiðingum til gerandans, Ágústs. Hún hafi sent honum tölvupóst í vikunni eftir atvikið en hann hafi ekki svarað og ekki heldur þegar Bára hafi ítrekað þann póst. Loks níu dögum eftir atvikið hafi hann hins vegar hringt og beðist afsökunar á hegðun sinni. 

„Seinna um sum­arið ákváðum við að hitt­ast í vitna við­ur­vist og ræða saman um það sem átt hafði sér stað. Ég útskýrði þar fyrir honum líðan mína og áhrifin sem þetta hefði haft á mig. Hann rengdi ekki frá­sögn mína af atvik­inu með neinum hætti og baðst aftur afsök­un­ar. Þar varð mér einnig ljóst að hann virt­ist ekki ætla að segja neinum frá þessu atviki.

Mér fannst það ekki í lagi að ég væri ein með vit­neskju um þessa hegðun hans og þar með ábyrgð vegna henn­ar. Ég gat ekki hugsað mér að annar ein­stak­lingur myndi síðar lenda í við­líka atviki með hon­um. Því væri eðli­legt að skilja vit­neskj­una um atvikið eftir ann­ars stað­ar. Sér­stak­lega í ljósi þess að um mann í vald­stöðu var að ræða.

„Þetta var ekki bara mis­heppnuð við­reynsla, heldur ítrekuð áreitni og nið­ur­læg­ing“

Ég hafði því sam­band við Loga Ein­ars­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og greindi honum frá mála­vöxt­um. Hann benti mér á að senda inn erindi til trún­að­ar­nefndar Sam­fylk­ing­ar­innar en hún hafði þá nýlega hafið störf. Ég gerði það þann 19. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.“

Braut gegn fjölda greina í siðareglum Samfylkingarinnar

Bára greinir frá því að trúnaðarnefndin hafi skilað niðurstöðu sinni 27. nóvember síðastliðinn. Sú niðurstaða hafi verið skýr og afgerandi: „Ágúst Ólafur Ágústs­son sæti áminn­ingu fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck með eft­ir­far­andi hætti: Með því að reyna end­ur­tekið og í óþökk þol­anda að kyssa hana á starfs­stöð Kjarn­ans 20. júní 2018 og varðar það við reglu 3.1.3. Með því að nið­ur­lægja og auð­mýkja þol­anda meðal ann­ars með nið­ur­lægj­andi og móðg­andi athuga­semdum um útlit hennar og vits­muni þegar til­raunir hans báru ekki árangur og varðar það við reglu 3.1.2. Þá telur nefndin að Ágúst Ólafur hafi með fram­komu sinni gegn þol­anda snið­gengið stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar gegn ein­elti og áreitni og bakað félögum sínum í Sam­fylk­ing­unni tjón með því að virða ekki 1., 4. og 11. gr. siða­reglna flokks­ins. Ákvörð­unin styðst við verk­lags­reglur 6.1.3 um mót­töku og með­ferð umkvart­ana á sviði ein­eltis og áreitn­i.“

Yfirlýsing Ágústar ekki í samræmi við málavexti

Bára segir að hún hyggist ekki taka nokkra afstöðu til þess hvort eða hvernig Ágúst Ólafur geri sinnt stöfum sínum að ferli þessu loknu. Fyrir henni hafi einungis vakað að fá viðurkenningu frá gerandi á því sem átti stað. Þá hafi hún ekki ætlað sér að gera málið opinbert. „Það er ábyrgð­ar­hlutur að senda frá sér yfir­lýs­ingu um mál sem þessi, eins og Ágúst Ólafur gerði. En ef slík yfir­lýs­ing er skrum­skæld á ein­hvern hátt er hætt við að röng og jafn­vel var­huga­verð skila­boð séu send út í sam­fé­lag­ið. Yfir­lýs­ing Ágústar Ólafs er ekki í sam­ræmi við mála­vexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en til­efni var til. Þetta var ekki bara mis­heppnuð við­reynsla, heldur ítrekuð áreitni og nið­ur­læg­ing.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár