Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri

Upp­ljóstr­ar­inn af Klaustri svar­aði kalli skrif­stofu Al­þing­is og af­henti frum­gögn­in í Klaust­urs­mál­inu til að auð­velda siðanefnd að fjalla um mál­ið.

Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri
Afhendir upptökur Bára Halldórsdóttir hefur afhent siðanefnd Alþingis upptökurnar sem hún gerði á Klaustri Bar, þar sem sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu með niðrandi hætti um konur, samkynhneigða og fatlaða. Mynd: Elín Edda Þorsteinsdóttir

Bára Halldórsdóttir, konan sem sat skammt frá sex þingmönnum á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn og hljóðritaði samskipti þeirra, hefur afhent skrifstofu Alþingi hljóðupptökurnar vegna umfjöllunar forsætisnefndar og siðanefndar Alþingis um málið. 

Forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis hafði samband við Stundina, DV og Kvennablaðið í síðustu viku og óskaði eftir gögnunum fyrir hönd þingforseta. Stundin greindi Báru frá beiðninni og ákvað hún nú um helgina, eftir að hafa stigið fram undir sínu rétta nafni í viðtali við Stundina, að afhenda hljóðupptökurnar til að siðanefndin gæti byggt vinnu sína á frumgögnum.

Forsætisnefnd Alþingis tók hátterni þingmannanna sex til umfjöllunar á fundi sínum þann 3. desember og samþykkti að leita álits hinnar ráðgefandi siðanefndar á grundvelli 16. gr. siðareglna alþingismanna. Í bókun forsætisnefndar er þingforseta og skrifstofu Alþingis falið að „ganga svo frá málum næstu daga að erindið fái sem skjótasta meðferð í siðanefndinni þannig að forsætisnefndin geti tekið endanlega afstöðu til málsins“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár