Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

Íbúa­sam­tök Norð­linga­holts kröfð­ust lög­banns sýslu­manns á vistheim­ili fyr­ir ung­menni með fíkni­vanda og fengu. Tug­ir íbúa hafa nú skrif­að und­ir yf­ir­lýs­ingu þar sem lög­bann­inu er mót­mælt.

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

Tugir íbúa í Norðlingaholti hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem lögbanni á vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda í hverfinu er mótmælt. Vilja þeir bjóða skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í hverfið.

Sýslumaður samþykkti fyrir viku lögbann á vistheimilið, en til stóð að starfsemi þess mundi hefjast á næstu vikum. Lögbannið var sett á að beiðni íbúa í nágrenninu sem höfðu samband undir nafni Íbúasamtaka Norðlingaholts.

Aðrir íbúar hafa nú tekið sig saman til að mótmæla lögbanninu. „Verst er að börnin sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda þurfa nú að bíða enn lengur vegna þessara harkalegu aðgerða,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. „Við vonum að viðkomandi íbúar sjái að sér og afturkalli lögbannskröfuna, og hvetjum Barnaverndarstofu til að finna úrræðinu annan stað í hverfinu, því við viljum geta boðið skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í fallega og friðsæla Norðlingaholtið okkar.“

Yfirlýsingin í heild sinni

Við undirrituð erum vonsvikin og sorgmædd yfir fréttum um að lögbann hafi verið sett á fyrirhugað vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda í Þingvaði í Norðlingaholti. Íbúasamtök Norðlingaholts, sem hafa mótmælt rekstri vistheimilisins, og þeir nágrannar sem kröfðust lögbanns á starfsemina tala ekki í okkar nafni.

Úrræði sem þessi eru mikilvægur þáttur í því að styðja við börn sem þurfa á aðstoð að halda til að komast aftur á beinu brautina. Samfélag sem vill hjálpa þeim sem hafa misstigið sig þarf að sýna það í verki, en ekki skilyrða samúðina við að hjálpin fari fram fjarri þeim sjálfum. Við tökum undir með Barnaverndarstofu að slík viðhorf lýsi sorglegri þröngsýni, og okkur þykir leiðinlegt að orðspor Norðlingaholts hafi beðið hnekki vegna frétta af þessu máli.

Verst er að börnin sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda þurfa nú að bíða enn lengur vegna þessara harkalegu aðgerða. Við vonum að viðkomandi íbúar sjái að sér og afturkalli lögbannskröfuna, og hvetjum Barnaverndarstofu til að finna úrræðinu annan stað í hverfinu, því við viljum geta boðið skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í fallega og friðsæla Norðlingaholtið okkar.

Salvar Þór Sigurðarson, Rauðavaði

Hulda Gísladóttir, Rauðavaði

Kolbrún Sara Aðalsteinsdóttir, Bjallavaði 1

Vala Ragna Ingólfsdóttir, Sandavaði 3

Berglind Ósk B. Filippíudóttir, Lindarvaði

Arnþór Kristjánsson, Lindarvaði

Steinunn Arnórsdóttir, Hestavaði 3

Marta Ruth Guðlaugsdóttir, Bjallavaði

Guðný Maja Riba, Selvaði 3

Óskar Barkarsson, Selvaði 3

Guðlaug Pálsdóttir, Ferjuvaði

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, Hólmvaði 2

Jóhanna Birna Hrólfsdóttir, Selvaði 1

Aníta Lára Ólafsdóttir, Helluvaði 1

Dóra Sveinsdóttir, Selvaði

Berglind Fanndal Káradóttir, Helluvaði 1

Berglind Karlsdóttir, Selvaði 1

Helena Guðlaugsdóttir, Þingvaði 57

Finnur Dellsén, Rauðavaði

Ásrún Björg, Bjallavaði 15

Sigurður Hákon, Bjallavaði 15

Rakel Jana Arnfjörð, Hestavaði 5

Ósk Elísdóttir, Hólmvaði 8

Unnur Sigurþórsdóttir, Sandavaði 9

Hinrik Carl Ellertsson, Bjallavaði 7

Hlín Ólafsdóttir, Kambavaði 1

Ásdís Thelma Fanndal Torfadóttir, Ferjuvaði 1

Trausti Sigurbjörnsson, Ferjuvaði 1

Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir, Selvaði 3

Anna G. Ingvarsdóttir, Hólavaði 5

Stella Kristín Hallgrímsdóttir, Hestavaði

Katrín Klara Þorleifsdóttir, Krókavaði

Sigríður Eyjólfsdóttir, Rauðavaði

Guðrún Matthildur Arnardóttir, Hólavaði

Hjörtur Logi Dungal, Hestavaði

Stefanía Reynisdóttir, Lækjarvaði

Dagný Guðjónsdóttir, Hólavaði 51

Ásgerður Friðbjarnardóttir, Bjallavaði 7

Matthildur Þ. Gunnarsdóttir, Árvaði 1

Björgvin Freyr, Bjallavaði

Harpa F. Johansen, Bjallavaði 7

Þórður Friðbjarnarson, Rauðavaði 9

Hafdís Bárudóttir, Rauðavaði 25

Helena Drífa Þorleifsdóttir, Hólavaði

Grétar Örn Jóhannsson, Krókavaði

Haraldur Theodórsson, Selvaði 1

Klara Hansdóttir, Selvaði

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár