Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

Íbúa­sam­tök Norð­linga­holts kröfð­ust lög­banns sýslu­manns á vistheim­ili fyr­ir ung­menni með fíkni­vanda og fengu. Tug­ir íbúa hafa nú skrif­að und­ir yf­ir­lýs­ingu þar sem lög­bann­inu er mót­mælt.

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

Tugir íbúa í Norðlingaholti hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem lögbanni á vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda í hverfinu er mótmælt. Vilja þeir bjóða skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í hverfið.

Sýslumaður samþykkti fyrir viku lögbann á vistheimilið, en til stóð að starfsemi þess mundi hefjast á næstu vikum. Lögbannið var sett á að beiðni íbúa í nágrenninu sem höfðu samband undir nafni Íbúasamtaka Norðlingaholts.

Aðrir íbúar hafa nú tekið sig saman til að mótmæla lögbanninu. „Verst er að börnin sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda þurfa nú að bíða enn lengur vegna þessara harkalegu aðgerða,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. „Við vonum að viðkomandi íbúar sjái að sér og afturkalli lögbannskröfuna, og hvetjum Barnaverndarstofu til að finna úrræðinu annan stað í hverfinu, því við viljum geta boðið skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í fallega og friðsæla Norðlingaholtið okkar.“

Yfirlýsingin í heild sinni

Við undirrituð erum vonsvikin og sorgmædd yfir fréttum um að lögbann hafi verið sett á fyrirhugað vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda í Þingvaði í Norðlingaholti. Íbúasamtök Norðlingaholts, sem hafa mótmælt rekstri vistheimilisins, og þeir nágrannar sem kröfðust lögbanns á starfsemina tala ekki í okkar nafni.

Úrræði sem þessi eru mikilvægur þáttur í því að styðja við börn sem þurfa á aðstoð að halda til að komast aftur á beinu brautina. Samfélag sem vill hjálpa þeim sem hafa misstigið sig þarf að sýna það í verki, en ekki skilyrða samúðina við að hjálpin fari fram fjarri þeim sjálfum. Við tökum undir með Barnaverndarstofu að slík viðhorf lýsi sorglegri þröngsýni, og okkur þykir leiðinlegt að orðspor Norðlingaholts hafi beðið hnekki vegna frétta af þessu máli.

Verst er að börnin sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda þurfa nú að bíða enn lengur vegna þessara harkalegu aðgerða. Við vonum að viðkomandi íbúar sjái að sér og afturkalli lögbannskröfuna, og hvetjum Barnaverndarstofu til að finna úrræðinu annan stað í hverfinu, því við viljum geta boðið skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í fallega og friðsæla Norðlingaholtið okkar.

Salvar Þór Sigurðarson, Rauðavaði

Hulda Gísladóttir, Rauðavaði

Kolbrún Sara Aðalsteinsdóttir, Bjallavaði 1

Vala Ragna Ingólfsdóttir, Sandavaði 3

Berglind Ósk B. Filippíudóttir, Lindarvaði

Arnþór Kristjánsson, Lindarvaði

Steinunn Arnórsdóttir, Hestavaði 3

Marta Ruth Guðlaugsdóttir, Bjallavaði

Guðný Maja Riba, Selvaði 3

Óskar Barkarsson, Selvaði 3

Guðlaug Pálsdóttir, Ferjuvaði

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, Hólmvaði 2

Jóhanna Birna Hrólfsdóttir, Selvaði 1

Aníta Lára Ólafsdóttir, Helluvaði 1

Dóra Sveinsdóttir, Selvaði

Berglind Fanndal Káradóttir, Helluvaði 1

Berglind Karlsdóttir, Selvaði 1

Helena Guðlaugsdóttir, Þingvaði 57

Finnur Dellsén, Rauðavaði

Ásrún Björg, Bjallavaði 15

Sigurður Hákon, Bjallavaði 15

Rakel Jana Arnfjörð, Hestavaði 5

Ósk Elísdóttir, Hólmvaði 8

Unnur Sigurþórsdóttir, Sandavaði 9

Hinrik Carl Ellertsson, Bjallavaði 7

Hlín Ólafsdóttir, Kambavaði 1

Ásdís Thelma Fanndal Torfadóttir, Ferjuvaði 1

Trausti Sigurbjörnsson, Ferjuvaði 1

Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir, Selvaði 3

Anna G. Ingvarsdóttir, Hólavaði 5

Stella Kristín Hallgrímsdóttir, Hestavaði

Katrín Klara Þorleifsdóttir, Krókavaði

Sigríður Eyjólfsdóttir, Rauðavaði

Guðrún Matthildur Arnardóttir, Hólavaði

Hjörtur Logi Dungal, Hestavaði

Stefanía Reynisdóttir, Lækjarvaði

Dagný Guðjónsdóttir, Hólavaði 51

Ásgerður Friðbjarnardóttir, Bjallavaði 7

Matthildur Þ. Gunnarsdóttir, Árvaði 1

Björgvin Freyr, Bjallavaði

Harpa F. Johansen, Bjallavaði 7

Þórður Friðbjarnarson, Rauðavaði 9

Hafdís Bárudóttir, Rauðavaði 25

Helena Drífa Þorleifsdóttir, Hólavaði

Grétar Örn Jóhannsson, Krókavaði

Haraldur Theodórsson, Selvaði 1

Klara Hansdóttir, Selvaði

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár