Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

Íbúa­sam­tök Norð­linga­holts kröfð­ust lög­banns sýslu­manns á vistheim­ili fyr­ir ung­menni með fíkni­vanda og fengu. Tug­ir íbúa hafa nú skrif­að und­ir yf­ir­lýs­ingu þar sem lög­bann­inu er mót­mælt.

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

Tugir íbúa í Norðlingaholti hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem lögbanni á vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda í hverfinu er mótmælt. Vilja þeir bjóða skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í hverfið.

Sýslumaður samþykkti fyrir viku lögbann á vistheimilið, en til stóð að starfsemi þess mundi hefjast á næstu vikum. Lögbannið var sett á að beiðni íbúa í nágrenninu sem höfðu samband undir nafni Íbúasamtaka Norðlingaholts.

Aðrir íbúar hafa nú tekið sig saman til að mótmæla lögbanninu. „Verst er að börnin sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda þurfa nú að bíða enn lengur vegna þessara harkalegu aðgerða,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. „Við vonum að viðkomandi íbúar sjái að sér og afturkalli lögbannskröfuna, og hvetjum Barnaverndarstofu til að finna úrræðinu annan stað í hverfinu, því við viljum geta boðið skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í fallega og friðsæla Norðlingaholtið okkar.“

Yfirlýsingin í heild sinni

Við undirrituð erum vonsvikin og sorgmædd yfir fréttum um að lögbann hafi verið sett á fyrirhugað vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda í Þingvaði í Norðlingaholti. Íbúasamtök Norðlingaholts, sem hafa mótmælt rekstri vistheimilisins, og þeir nágrannar sem kröfðust lögbanns á starfsemina tala ekki í okkar nafni.

Úrræði sem þessi eru mikilvægur þáttur í því að styðja við börn sem þurfa á aðstoð að halda til að komast aftur á beinu brautina. Samfélag sem vill hjálpa þeim sem hafa misstigið sig þarf að sýna það í verki, en ekki skilyrða samúðina við að hjálpin fari fram fjarri þeim sjálfum. Við tökum undir með Barnaverndarstofu að slík viðhorf lýsi sorglegri þröngsýni, og okkur þykir leiðinlegt að orðspor Norðlingaholts hafi beðið hnekki vegna frétta af þessu máli.

Verst er að börnin sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda þurfa nú að bíða enn lengur vegna þessara harkalegu aðgerða. Við vonum að viðkomandi íbúar sjái að sér og afturkalli lögbannskröfuna, og hvetjum Barnaverndarstofu til að finna úrræðinu annan stað í hverfinu, því við viljum geta boðið skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í fallega og friðsæla Norðlingaholtið okkar.

Salvar Þór Sigurðarson, Rauðavaði

Hulda Gísladóttir, Rauðavaði

Kolbrún Sara Aðalsteinsdóttir, Bjallavaði 1

Vala Ragna Ingólfsdóttir, Sandavaði 3

Berglind Ósk B. Filippíudóttir, Lindarvaði

Arnþór Kristjánsson, Lindarvaði

Steinunn Arnórsdóttir, Hestavaði 3

Marta Ruth Guðlaugsdóttir, Bjallavaði

Guðný Maja Riba, Selvaði 3

Óskar Barkarsson, Selvaði 3

Guðlaug Pálsdóttir, Ferjuvaði

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, Hólmvaði 2

Jóhanna Birna Hrólfsdóttir, Selvaði 1

Aníta Lára Ólafsdóttir, Helluvaði 1

Dóra Sveinsdóttir, Selvaði

Berglind Fanndal Káradóttir, Helluvaði 1

Berglind Karlsdóttir, Selvaði 1

Helena Guðlaugsdóttir, Þingvaði 57

Finnur Dellsén, Rauðavaði

Ásrún Björg, Bjallavaði 15

Sigurður Hákon, Bjallavaði 15

Rakel Jana Arnfjörð, Hestavaði 5

Ósk Elísdóttir, Hólmvaði 8

Unnur Sigurþórsdóttir, Sandavaði 9

Hinrik Carl Ellertsson, Bjallavaði 7

Hlín Ólafsdóttir, Kambavaði 1

Ásdís Thelma Fanndal Torfadóttir, Ferjuvaði 1

Trausti Sigurbjörnsson, Ferjuvaði 1

Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir, Selvaði 3

Anna G. Ingvarsdóttir, Hólavaði 5

Stella Kristín Hallgrímsdóttir, Hestavaði

Katrín Klara Þorleifsdóttir, Krókavaði

Sigríður Eyjólfsdóttir, Rauðavaði

Guðrún Matthildur Arnardóttir, Hólavaði

Hjörtur Logi Dungal, Hestavaði

Stefanía Reynisdóttir, Lækjarvaði

Dagný Guðjónsdóttir, Hólavaði 51

Ásgerður Friðbjarnardóttir, Bjallavaði 7

Matthildur Þ. Gunnarsdóttir, Árvaði 1

Björgvin Freyr, Bjallavaði

Harpa F. Johansen, Bjallavaði 7

Þórður Friðbjarnarson, Rauðavaði 9

Hafdís Bárudóttir, Rauðavaði 25

Helena Drífa Þorleifsdóttir, Hólavaði

Grétar Örn Jóhannsson, Krókavaði

Haraldur Theodórsson, Selvaði 1

Klara Hansdóttir, Selvaði

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár