Aðeins einn þingmaður sem Fréttablaðið ræddi við vill að Klaustursþingmennirnir sex segi ekki af sér. 31 þingmaður vill að þeir víki.
Fréttablaðið reyndi að ná sambandi við alla 57 þingmennina sem ekki sátu að sumbli á Klaustri bar þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Af þeim sem tóku afstöðu vildu nánast allir að þingmennirnir segðu af sér.
Átján þingmenn vildu ekki svara fyrirspurn Fréttablaðsins, þó margir væru búnir að gera upp hug sinn. Sögðust sumir þeirra bíða niðurstöðu siðanefndar Alþingis.
Rætt hefur verið um að þingmenn yfirgefi þingsalinn þegar þessir sex þingmenn stíga í ræðustól. En ekki eru allir sammála um hvaða aðferðum skuli beita. Lýstu þingmenn stöðunni á þingi sem þrúgandi og andrúmsloftinu eitruðu.
Athugasemdir