Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigmundur Davíð segist særður vegna orða Lilju um „ofbeldismenn“: „Lilja er vinur minn“

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son seg­ist hafa far­ið mörg­um fögr­um orð­um um Lilju Al­freðs­dótt­ur og ekki haft um hana ljót orð. Á upp­töku má heyra hann segja Lilju spila á karl­menn „eins og kven­fólk kann,“ eft­ir að hún er köll­uð „hel­vít­is tík“.

Sigmundur Davíð segist særður vegna orða Lilju um „ofbeldismenn“: „Lilja er vinur minn“
Segist hafa farið fögrum orðum um Lilju Sigmundur Davíð segist hafa farið mörgum fögrum orðum um Lilju Alfreðsdóttur á Klaustri Bar. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að ekkert sem sagt hafi verið um hann í pólitík hafi sært hann eins mikið og þau orð Lilju Alfreðsdóttur að hann væri ofbeldismaður.

Lilja, sem kölluð var „helvítis tík“, sem hægt væri að „ríða“, í samtali Miðflokksmannanna Sigmundar Davíðs, Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þar sem Sigmundur sagði að henni væri ekki treystandi og að hún „spilaði á karlmenn eins og kona kann“, vegna þess að hún hafði ekki samband við Miðflokksmenn til að „tengjast við þá“, kom fram í viðtali við Kastljósið í gærkvöldi og sagðist upplifa þá sem ofbeldismenn, sem ættu ekki að hafa dagskrárvald.

„Lilja er vinur minn,“ segir Sigmundur Davíð í dag, „og það sem hefur reynst mér erfiðast við þau mál sem hafa verið til umræðu að undanförnu var að særa vini mína. Ég skil því vel reiði Lilju.“

Þá segist Sigmundur hafa særst mikið við þessa lýsingu Lilju. „Ég hef verið kallaður fleiri ljótum nöfnum en ég hef tölu á. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kallaður ofbeldismaður. Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið.“

Hann segir sér þykja erfiðast við Klaustur-málið hafi verið að hafa sært hana. „Ég skil því vel reiði Lilju.“

Segir samhengið hafa riðlast

Þetta kemur fram í færslu sem Sigmundur Davíð birtir á Facebook-síðu sinni. Þar heldur Sigmundur því fram að heildarmynd og samhengi umræðunnar sem átti sér stað á Klaustri Bar hafi riðlast sökum þess að bútar hafi verið klipptir úr upptökunni og birtir. Hann hafi farið mörgum fögrum orðum um Lilju, kallað hana frábæra og þeir sem réðu málum í Framsóknarflokknum létu hana ekki njóta sannmælis. Rétt er að geta þess að við þetta kannast blaðamenn sem hlustað hafa á upptökurnar ekki, en þó er ekki allt samtalið greinanlegt. Vel heyrist hins vegar þegar Gunnar Bragi Sveinsson hrópar: „Hjólum í helvítis tíkina!“

Sigmundur segir líka að honum þyki leitt að sjá Lilju halda því fram að hann hafi ekki haft samband við hana eftir að greint var frá því hvernig talað var um hana. „Ég sendi henni skeyti með afsökunarbeiðni til að reyna að koma á samskiptum. Þegar ekki barst svar við því bað ég aðra manneskju að láta hana vita hvernig mér liði vegna þess sem gerst hefði og að mig langaði að hitta hana. Hún afþakkaði það boð að sinni.“

Segist ekki hafa notað ljót orð

Sigmundur segist aðeins hafa sagt að Lilju væri ekki treystandi pólitískt og hann gæti sjálfum sér kenntu um að hafa skipað hana að Framsóknarflokkurinn hafi með því fengið líflínu. Hann hafi ekki haft ljót orð um hana og sagði það miður að hann hefði ekki atyrt menn fyrir að nota ljót orð um Lilju. Fyrir það skammist hann sín.

Rétt er að benda á að Sigmundur tók undir atyrði sessunauta sinna í garð Lilju. Þá sagði hann meðal annars, eftir að þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason höfðu lýst því yfir að hægt væri að „ríða“ henni: „Ég er mjög ánægður að heyra að þið séuð komnir að sameiginlegri niðurstöðu með þetta.“ Einnig sagði Sigmundur að Lilja notaði kynþokkann og „hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár