Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni fundaði nýlega með Guðlaugi og Sigmundi um kosti Gunnars Braga

Bjarni Bene­dikts­son bar vitni um kosti Gunn­ars Braga Sveins­son­ar á fundi með Sig­mundi Dav­íð og Guð­laugi Þór. Gunn­ar Bragi hef­ur sjálf­ur lýst því hvernig hann skip­aði Geir H. Haar­de sendi­herra ár­ið 2014 í von um að fá bitling síð­ar.

Bjarni fundaði nýlega með Guðlaugi og Sigmundi um kosti Gunnars Braga

B

jarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og flokksfélaga sinn, um mannkosti Gunnars Braga Sveinssonar á fundi sem þeir sátu með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins og þingmanni í stjórnarandstöðu, fyrir fáeinum vikum. 

Þetta staðfesti Sigmundur Davíð í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Haft var eftir honum að Bjarni hefði setið fundinn til að bera vitni um kosti Gunnars Braga. 

„Hann var ekki að sjá um greiðslu á einhverju loforði. Hann einfaldlega gaf þau skilaboð að Gunnar Bragi væri með mikilvæga reynslu og hann þekkti hann úr ríkisstjórninni og það ætti að virða það við hann, en ekki neitt annað,“ sagði Sigmundur. 

Eins og Stundin, DV og Kvennablaðið greindu frá í síðustu viku liggur fyrir hljóðupptaka þar sem Gunnar Bragi og Sigmundur tala opinskátt um að Gunnar Bragi hafi skipað Geir H. Haarde sem sendiherra í von um að fá sjálfur bitling í utanríkisþjónustunni einhvern tímann seinna. 

Fullyrðir Sigmundur Davíð á upptökunni að Bjarni Benediktsson hafi fallist á að ef Geir yrði sendiherra ætti Gunnar Bragi „inni hjá Sjálfstæðisflokknum“ og þeir hafi fundað með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, núverandi utanríkisráðherra, um hvernig mætti fylgja málinu eftir.

Af upptökunni má ráða að Bjarni hafi gefið Guðlaugi skilaboð um að vilji hans væri sá að Gunnar Bragi yrði skipaður sendiherra. Stundin hefur árangurslaust óskað eftir svörum frá Guðlaugi um þetta efni en hann ekki séð ástæðu til að svara þrátt fyrir að ráðuneytið hafi boðað svör í gærkvöldi.

Nú í kvöld staðfesti hins vegar Sigmundur Davíð að Bjarni hefði borið Gunnari Braga gott orð á fundinum, og að Bjarni hefði beinlínis setið fundinn til þess að „bera vitni um kosti Gunnars Braga“.

Eftir að fluttar voru fréttir byggðar á upptökunum hafa allir hlutaðeigandi neitað því að um gagnkvæma greiðasemi hafi verið að ræða, þ.e. að Gunnar Bragi hafi átt inni hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir það að hafa skipað Geir Haarde sem sendiherra.

Hins vegar bendir ekkert í frásögn þeirra Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs af sendiherrakapalnum á Klaustri til þess að þeir séu að fara með gamanmál eða báðir að skrökva. 

Í 128. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um að ef opinber starfsmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi sem hann á ekki tilkall til í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skuli viðkomandi sæta sektum eða fangelsi allt að 6 árum. Samkvæmt 139. gr. sömu laga varðar það sektum eða fangelsi alltað 2 árum ef opinber starfsmaður misnotar stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings. 

Í lögum um ráðherraábyrgð kemur fram að ákvæði almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi taki til ráðherra eftir því sem við getur átt. Ráðherraábyrgðarlögin leggja blátt bann við því að ráðherrar misbeiti stórlega valdi sínu, líka þótt ráðherra „hafi ekki beinlínis farið út fyrir embættistakmörk sín“. 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vakti máls á því í gær hvort Alþingi þyrfti ekki að skoða nýjar upplýsingar um skipun sendiherra með tilliti til ráðherraábyrgðarlaga og laga um landsdóm. 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í morgun að kalla þá Bjarna Benediktsson, Guðlaug Þór Þórðarson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Braga Sveinsson á fund nefndarinnar vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár