Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Næring fyrir aðventuandann

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 7.–20. des­em­ber.

Næring fyrir aðventuandann

Á hverju ári sprettur upp ógrynni af fjölskylduvænum viðburðum í kringum hátíðarnar, allt frá jólamörkuðum til jólatónleika. Því mælum við á Stundinni sérstaklega með því að lesendur líti við á Ingólfstorgi þar sem auk jólabása er hægt að kíkja á skautasvell í boði Nova alla daga til jóla. Einnig hefur árlegi jólamarkaðurinn í Heiðmörk og Jólaþorpið í Hafnarfirði snúið aftur, en þau eru bæði opin allar helgar til jóla.

Hatari, Andrea Jónsdóttir

Hvar? Dillon
Hvenær? 7. desember kl. 22.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Í aðdraganda fögnuðar sameiningartákns allra Íslendinga, neysluhyggjunnar, eru til fáar hljómsveitir sem fanga stemninguna jafn vel og Hatari. Þessi gjörningasveit afhjúpar botnlausa tómhyggju samfélagsins og hræsni ráðamanna okkar með tilþrifamiklum og rafmögnuðum pönktónum sem eru fluttir af þrímenningum í fasista-BDSM-búningum. Andrea Jónsdóttir þeytir skífum að loknum tónleikunum.

Jóla Drag-Súgur

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 7. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Dragdrottningarnar (og konungarnir) í kabaretthópnum Drag-Súgur fagna jólunum snemma með sérstakri sýningu þar sem þemað er ljótar jólapeysur. Búast má við gríni og glensi, metnaðarfullum tilþrifum sem RPDR mætti taka sér til fyrirmyndar, og gordjöss dans- og söngatriðum.

Jólin tala tungum: Filippeyskt jólaföndur og leiðsögn

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 8. desember kl. 13.00–15.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Haldin verður sérstök fjölskylduleiðsögn á sýningu Kjarvals, … lífgjafi stórra vona, bæði á íslensku og filippeysku. Að henni lokinni er gestum boðið upp á jólasmiðju fyrir fjölskyldur með filippseysku jólaföndri. Eftir smiðjuna mun Múltíkúltíkórinn – fjölþjóðlegur sönghópur kvenna syngja jólalög á nokkrum tungumálum, þar á meðal filippeysku og íslensku. Börn og fullorðnir eru hvattir til að taka þátt í söngnum.

Jólaföndur: Gamalt verður nýtt

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 8. desember kl. 13.00–15.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Fyrir nokkrum árum vaknaði áhugi Málfríðar Finnbogadóttur á því að vinna úr afskrifuðu efni sem féll til frá bókasafni og úr varð sýning sem fór víða um land. Nú býr hún gjarnan til jólaskraut úr afskrifuðu efni og kennir gestum Norræna húsins hvernig má gera slíkt þennan dag. Viðburðurinn er opinn öllum frá 7 ára aldri.

Elísabet Brynhildardóttir & Selma Hreggviðsdóttir: Desiring Solid Things

Hvar? Kling & Bang
Hvenær? 8. des.–20. jan.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningunni beina listamennirnir sjónum að þránni, lönguninni og þeim flóknu tilfinningum sem manneskjan hefur til hlutarins og efnisins. Elísabet og Selma hafa um langt skeið unnið saman bæði að sýningum, útgáfum og öðrum myndlistartengdum verkefnum. Sérstakt opnunarhóf verður haldið 8. des kl. 17.00.

dj. flugvél og geimskip

Hvar? Mengi
Hvenær? 8. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Dj. flugvél og geimskip er hliðarsjálf listakonunnar Steinunnar Eldflaugar, en í því hlutverki flytur Steinunn lög um töfróttan raunveruleika þar sem viti bornar skepnur eiga flókið tilfinningalíf. Bæði hinn ytri geimur og hafsbotn færast nær í lögum hennar, en þar að auki mætast fjarlæg fortíð og furðuleg framtíð á tónleikum hennar.

Ævintýrið um Augastein

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 9.–23. desember
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Þetta jólaævintýri fyrir alla fjölskylduna hefur verið sýnt reglulega í kringum aðventuna, en leikritið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða. Nú eru það jólasveinarnir sem reyna að bjarga drengnum Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð.

Svartir Sunnudagar: Koyaanisqatsi

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 9. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Koyaanisqatsi er fyrsta myndin í qatsi-þríleik hans Godfrey Reggio, en hún er mynd án söguþráðar og tals sem samanstendur af myndskeiðum sem sýna hraða nútímasamfélagsins, fjöldaframleiðsluna, mengunina og eyðileggingu náttúrunnar sem neysla mannsins hefur skapað. Draumkennda tónlist Philip Glass leiðir áhorfendur í gegnum þessi mögnuðu en oft átakanlegu myndskeið.

D35 Leifur Ýmir Eyjólfsson: Handrit

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? Til 27. janúar
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Leifur Ýmir setur fram handrit sem er handskrifað og innbrennt á rúmlega 250 leirplötur sem stillt er upp um alla sýningarveggi rýmisins. Á hverri plötu standa einfaldar setningar eða orð, en Leifur hefur sérstakt dálæti á því sem kemur dags daglega fyrir í samskiptum á milli fólks án þess að því fylgi sérstök merking. 

Útgáfutónleikar Röggu Holm

Hvar? Húrra
Hvenær? 12. desember
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Ragga Holm varð fyrst þjóðþekkt þegar hún gekk til liðs við Reykjavíkurdætur og rappaði við lagið „Reppa heiminn“. Síðan þá hefur hún komið víða við, en hún gaf nýverið út plötuna Bipolar sem Ragga segir að sé samin í geðhvörfum og rokkar á milli oflætis, þunglyndis og ástarsorgar. Platan er tilnefnd til Kraumverðlauna.

Prins Jóló

Hvar? Gamla bíó
Hvenær? 15. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.990 kr.

Á þessum sérstöku jólatónleikum umbreytist Prins Póló í Prins Jóló er hann kemur fram með hljómsveit og góðkunningjum sínum. Saman ætla þau að leika skástu lög Prinsins í hátíðlegum útgáfum og dusta rykið af nokkrum þolanlegum jólalögum úr eigin smiðju.

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hvar? Harpa
Hvenær? 15. & 16. desember kl. 14.00 & 16.00
Aðgangseyrir: Frá 2.700 kr.

Á þessum hátíðlegu fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður skyggnst inn í íslensku baðstofuna þar sem gömlu jólasveinarnir og jólakötturinn hafa hreiðrað um sig. Einnig verður jólatónlist Jórunnar Viðar í forgrunni en tónskáldið hefði fagnað 100 ára afmæli á þessu ári.

Ólafur Arnalds

Hvar? Harpa
Hvenær? 18. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 8.990 kr.

Ólafur gaf nýverið út plötuna re:member sem hefur víðs vegar hlotið lof, en Ólafur er meðal fremstu nýklassísku tónskáldum Norðurlanda og var eitt af aðalatriðum Airwaves-hátíðarinnar í ár. Á tónleikunum, sem eru fyrstu tónleikar Ólafs á Íslandi í þrjú ár, kemur listamaðurinn fram með mennskri hljómsveit og tveimur sjálfspilandi píanóum.

Umbra: Sólhvörf

Hvar? Háteigskirkja
Hvenær? 20. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Umbra hefur nú um árabil sérhæft sig í flutningi fornrar og nýrrar tónlistar og í þeirri list að vekja forn þjóðlög eða gleymda lagboða til lífsins. Hópurinn mun halda árlega jólatónleika sína í Laugarneskirkju, en á efnisskránni verða meðal annars sjaldheyrð jólalög frá miðöldum, íslensk og erlend, og eru öll lög í útsetningum Umbru. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
5
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár