Bretland minnir stundum á frændann sem setur á sig smekk en missir allt ofan á buxurnar og endar með því að stinga sjálfan sig í augað með gafflinum. Hvað varð um þetta stolta veldi sem bjargaði heiminum í seinni heimsstyrjöld og komst hársbreidd frá því að sigra í þorskastríðunum? Á mánudaginn fer fram tímamótakosning í breska þinginu um Brexit-samninginn. Erfitt er að spá fyrir um úrslit, en það eina sem er víst er að sama hvernig fer verða flestir óánægðir.
Það sló þögn á mannskapinn í spjallþætti á Sky í vikunni þegar einn viðmælenda sagðist vera hlynntur samningnum sem Theresa May gerði við Brussel um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Fram að því höfðu pallborðsþátttakendur hamast við að hallmæla samningnum þótt þeir væru sammála um fátt annað. Hvernig dytti nokkrum í hug að segja nokkuð gott um hann? En rökstuðningurinn var einfaldur. Ef hægt er að koma Brexit frá, sama hvernig …
Athugasemdir