Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Álit siðanefndar ráðgefandi og „Alþingi getur því í raun mjög lítið gert“

For­dæma­laust ástand er kom­ið upp þar sem siðanefnd Al­þing­is hef­ur ver­ið köll­uð sam­an vegna Klaust­urs­máls­ins, að mati stjórn­mála­fræð­ings. Al­þingi hef­ur ekk­ert vald til að víkja þing­mönn­um, sama þó álit nefnd­ar­inn­ar verði þeim óhag­stætt.

Álit siðanefndar ráðgefandi og „Alþingi getur því í raun mjög lítið gert“
Alþingi í gær Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað í gær þjóðina afsökunar á framferði þingmannanna sem náðust á upptöku. Mynd: Pressphotos

Álit siðanefndar Alþingis er einungis ráðgefandi og þingið hefur ekkert vald til þess að víkja þingmönnum úr sæti ef álitið er þeim óhagstætt. Þetta segir Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, við Morgunblaðið í dag.

Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað máli þingmannanna sem náðust á upptöku á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn til siðanefndar Alþingis. Siðanefndina skipa Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður og fyrrverandi forseti Alþingis, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, doktor í heimspeki og umboðsmaður barna.

Ólafur segir þetta fordæmalaust ástand þar sem svona mál hefur ekki komið upp áður. „Það er þó ekki að sjá að hægt verði að gera mikið með það álit,“ segir hann. „Þetta er bara ráðgefandi álit og þótt það verði þeim mjög óhagstætt breytir það ekki því að það eru þingmennirnir sjálfir sem ákveða hvort þeir segja af sér eða ekki.“

Siðanefndin var skipuð í febrúar í fyrra, en þingsályktun um siðareglur Alþingis hafði verið samþykkt ári fyrr. „Alþingi getur því í raun mjög lítið gert,“ segir Ólafur. „En ef úrskurður siðanefndar verður umræddum þingmönnum óhagstæður er það auðvitað áfellisdómur yfir þeim. Það mun þó ekki hafa neinar beinar afleiðingar varðandi stöðu þeirra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár