Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni um Gunnar Braga sem sendiherra: „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði á Al­þingi í dag að hann hefði tek­ið því fagn­andi þeg­ar Gunn­ar Bragi Sveins­son, þá ut­an­rík­is­ráð­herra, hafi til­kynnt hon­um um skip­an Geirs H. Haar­de sem sendi­herra. Ekk­ert hafi kom­ið fram á fund­um þeirra Gunn­ars sem hefði getað gef­ið hon­um vænt­ing­ar um að verða sjálf­ur skip­að­ur sendi­herra síð­ar.

Bjarni um Gunnar Braga sem sendiherra: „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi kannski haft „væntingar í ljósi reynslu sinnar“ um að verða skipaður sendiherra.

Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi rétt í þessu spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, út í skipan Gunnars Braga á Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sendiherra í Bandaríkjunum. Á Klaustursupptökunum kom fram að Gunnar Bragi hafi talið sig eiga von á að verða sjálfur skipaður sendiherra af Bjarna sem endurgjald fyrir skipanina. Hafi Bjarni lofað honum þessu.

„Átti hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, fund, samtal eða nokkur skonar samskipti, formleg eða óformleg, með Gunnari Braga Sveinssyni þar sem skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum var rædd?“ spurði Þórhildur Sunna.

Bjarni sagðist hafa átt ótal fundi með Gunnari Braga. „Á einum fundinum sem ég sat með honum tilkynnti hann mér að hann hyggðist skipa Geir H. Haarde sem sendirherra,“ sagði Bjarni. „Honum fannst það við hæfi þar sem um var að ræða fyrrverandi formann flokks míns og ég tók því fagnandi.“

Þórhildur Sunna spurði í framhaldinu hvort Bjarni vissi um eitthvað sem gæti hafa gefið Gunnari Braga væntingar um endurgjald vegna skipaninnar.

Sagði Bjarni að stutta svarið við spurningunni væri nei. „Almenna svarið við þessu er að háttvirtur þingmaður er fyrrverandi utanríkisrðaherra og margir slíkir hafa endað í utanríkisþjónustunni einhvers staðar.“

Bætti Bjarni því við að ekkert hefði komið fram á fundum þeirra Gunnars Braga sem gefið hafi tilefni fyrir hann að búast við slíkri endurgreiðslu. „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar,“ sagði Bjarni loks og taldi upp fyrrverandi stjórnmálamenn og utanríkisráðherra sem nú gegna störfum fyrir utanríkisþjónustuna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu