Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni um Gunnar Braga sem sendiherra: „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði á Al­þingi í dag að hann hefði tek­ið því fagn­andi þeg­ar Gunn­ar Bragi Sveins­son, þá ut­an­rík­is­ráð­herra, hafi til­kynnt hon­um um skip­an Geirs H. Haar­de sem sendi­herra. Ekk­ert hafi kom­ið fram á fund­um þeirra Gunn­ars sem hefði getað gef­ið hon­um vænt­ing­ar um að verða sjálf­ur skip­að­ur sendi­herra síð­ar.

Bjarni um Gunnar Braga sem sendiherra: „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi kannski haft „væntingar í ljósi reynslu sinnar“ um að verða skipaður sendiherra.

Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi rétt í þessu spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, út í skipan Gunnars Braga á Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sendiherra í Bandaríkjunum. Á Klaustursupptökunum kom fram að Gunnar Bragi hafi talið sig eiga von á að verða sjálfur skipaður sendiherra af Bjarna sem endurgjald fyrir skipanina. Hafi Bjarni lofað honum þessu.

„Átti hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, fund, samtal eða nokkur skonar samskipti, formleg eða óformleg, með Gunnari Braga Sveinssyni þar sem skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum var rædd?“ spurði Þórhildur Sunna.

Bjarni sagðist hafa átt ótal fundi með Gunnari Braga. „Á einum fundinum sem ég sat með honum tilkynnti hann mér að hann hyggðist skipa Geir H. Haarde sem sendirherra,“ sagði Bjarni. „Honum fannst það við hæfi þar sem um var að ræða fyrrverandi formann flokks míns og ég tók því fagnandi.“

Þórhildur Sunna spurði í framhaldinu hvort Bjarni vissi um eitthvað sem gæti hafa gefið Gunnari Braga væntingar um endurgjald vegna skipaninnar.

Sagði Bjarni að stutta svarið við spurningunni væri nei. „Almenna svarið við þessu er að háttvirtur þingmaður er fyrrverandi utanríkisrðaherra og margir slíkir hafa endað í utanríkisþjónustunni einhvers staðar.“

Bætti Bjarni því við að ekkert hefði komið fram á fundum þeirra Gunnars Braga sem gefið hafi tilefni fyrir hann að búast við slíkri endurgreiðslu. „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar,“ sagði Bjarni loks og taldi upp fyrrverandi stjórnmálamenn og utanríkisráðherra sem nú gegna störfum fyrir utanríkisþjónustuna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár