Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni um Gunnar Braga sem sendiherra: „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði á Al­þingi í dag að hann hefði tek­ið því fagn­andi þeg­ar Gunn­ar Bragi Sveins­son, þá ut­an­rík­is­ráð­herra, hafi til­kynnt hon­um um skip­an Geirs H. Haar­de sem sendi­herra. Ekk­ert hafi kom­ið fram á fund­um þeirra Gunn­ars sem hefði getað gef­ið hon­um vænt­ing­ar um að verða sjálf­ur skip­að­ur sendi­herra síð­ar.

Bjarni um Gunnar Braga sem sendiherra: „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi kannski haft „væntingar í ljósi reynslu sinnar“ um að verða skipaður sendiherra.

Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi rétt í þessu spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, út í skipan Gunnars Braga á Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sendiherra í Bandaríkjunum. Á Klaustursupptökunum kom fram að Gunnar Bragi hafi talið sig eiga von á að verða sjálfur skipaður sendiherra af Bjarna sem endurgjald fyrir skipanina. Hafi Bjarni lofað honum þessu.

„Átti hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, fund, samtal eða nokkur skonar samskipti, formleg eða óformleg, með Gunnari Braga Sveinssyni þar sem skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum var rædd?“ spurði Þórhildur Sunna.

Bjarni sagðist hafa átt ótal fundi með Gunnari Braga. „Á einum fundinum sem ég sat með honum tilkynnti hann mér að hann hyggðist skipa Geir H. Haarde sem sendirherra,“ sagði Bjarni. „Honum fannst það við hæfi þar sem um var að ræða fyrrverandi formann flokks míns og ég tók því fagnandi.“

Þórhildur Sunna spurði í framhaldinu hvort Bjarni vissi um eitthvað sem gæti hafa gefið Gunnari Braga væntingar um endurgjald vegna skipaninnar.

Sagði Bjarni að stutta svarið við spurningunni væri nei. „Almenna svarið við þessu er að háttvirtur þingmaður er fyrrverandi utanríkisrðaherra og margir slíkir hafa endað í utanríkisþjónustunni einhvers staðar.“

Bætti Bjarni því við að ekkert hefði komið fram á fundum þeirra Gunnars Braga sem gefið hafi tilefni fyrir hann að búast við slíkri endurgreiðslu. „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar,“ sagði Bjarni loks og taldi upp fyrrverandi stjórnmálamenn og utanríkisráðherra sem nú gegna störfum fyrir utanríkisþjónustuna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár