Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni um Gunnar Braga sem sendiherra: „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði á Al­þingi í dag að hann hefði tek­ið því fagn­andi þeg­ar Gunn­ar Bragi Sveins­son, þá ut­an­rík­is­ráð­herra, hafi til­kynnt hon­um um skip­an Geirs H. Haar­de sem sendi­herra. Ekk­ert hafi kom­ið fram á fund­um þeirra Gunn­ars sem hefði getað gef­ið hon­um vænt­ing­ar um að verða sjálf­ur skip­að­ur sendi­herra síð­ar.

Bjarni um Gunnar Braga sem sendiherra: „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi kannski haft „væntingar í ljósi reynslu sinnar“ um að verða skipaður sendiherra.

Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi rétt í þessu spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, út í skipan Gunnars Braga á Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sendiherra í Bandaríkjunum. Á Klaustursupptökunum kom fram að Gunnar Bragi hafi talið sig eiga von á að verða sjálfur skipaður sendiherra af Bjarna sem endurgjald fyrir skipanina. Hafi Bjarni lofað honum þessu.

„Átti hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, fund, samtal eða nokkur skonar samskipti, formleg eða óformleg, með Gunnari Braga Sveinssyni þar sem skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum var rædd?“ spurði Þórhildur Sunna.

Bjarni sagðist hafa átt ótal fundi með Gunnari Braga. „Á einum fundinum sem ég sat með honum tilkynnti hann mér að hann hyggðist skipa Geir H. Haarde sem sendirherra,“ sagði Bjarni. „Honum fannst það við hæfi þar sem um var að ræða fyrrverandi formann flokks míns og ég tók því fagnandi.“

Þórhildur Sunna spurði í framhaldinu hvort Bjarni vissi um eitthvað sem gæti hafa gefið Gunnari Braga væntingar um endurgjald vegna skipaninnar.

Sagði Bjarni að stutta svarið við spurningunni væri nei. „Almenna svarið við þessu er að háttvirtur þingmaður er fyrrverandi utanríkisrðaherra og margir slíkir hafa endað í utanríkisþjónustunni einhvers staðar.“

Bætti Bjarni því við að ekkert hefði komið fram á fundum þeirra Gunnars Braga sem gefið hafi tilefni fyrir hann að búast við slíkri endurgreiðslu. „Hann hefur kannski væntingar í ljósi reynslu sinnar,“ sagði Bjarni loks og taldi upp fyrrverandi stjórnmálamenn og utanríkisráðherra sem nú gegna störfum fyrir utanríkisþjónustuna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár