Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn íhuga mótmæli gegn Klausturshópnum

Fyrsti þing­fund­ur eft­ir að Klaust­urs­upp­tök­urn­ar urðu op­in­ber­ar verð­ur sett­ur í dag. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þing­is, mun lesa yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins og þing­menn hafa rætt að­gerð­ir til að hvetja þing­menn sem náð­ust á upp­töku til af­sagn­ar.

Þingmenn íhuga mótmæli gegn Klausturshópnum

Þingmenn hafa rætt sín á milli ýmsar hugmyndir um hvernig þeir geti komið þeim þingmönnum sem náðust á upptökur á Klaustri bar í skilning um að nærveru þeirra sé ekki óskað á Alþingi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Stundin birti á miðvikudag fréttir upp úr upptöku af samskiptum sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar 20. nóvember. Voru þingmennirnir háværir og vakti hegðun þeirra athygli í vitna viðurvist.

Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, hyggjast fara í tímabundið leyfi frá þingstörfum vegna málsins. Þá voru Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson reknir úr þingflokki Flokks fólksins, en munu sitja áfram á þingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir úr Miðflokknum hafa ekki tilkynnt um annað en áframhaldandi þingsetu.

Að því sem fram kemur í Fréttablaðinu íhuga ýmsir þingmenn mótmæli til þess að sannfæra þingmennina um að ekki sé vilji til að vinna með þeim og að þeir þurfi að víkja sem fyrst. Ein hugmynd hefur verið að yfirgefa þingsalinn þegar þingmennirnir taka til máls til þess að þrýsta á afsögn þeirra.

Einn þingmaður sagðist ekki koma til greina að þeir sem talað var illa um á upptökunum þurfi að sitja nefndarfundi með þingmönnunum sem um ræðir.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir þingfund ekki munu hefjast með hefðbundnum hætti.

„Við erum að undirbúa ýmislegt og eitt af því er upphaf fundarins og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé líklegt að hann byrji án þess að þetta á einhvern hátt komi við sögu,“ segir Steingrímur. „Þetta er upphaf fyrsta fundar eftir að þetta hefur gengið yfir. Einnig verða forsætisnefndarfundur og fundur með formönnum þingflokka svo það mun líklegast eitthvað gerast þar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár