Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Karl Gauti og Ólafur halda áfram sem þingmenn þrátt fyrir að hafa verið reknir úr flokknum

Báð­ir þing­menn Flokks fólks­ins, sem rekn­ir hafa ver­ið úr flokkn­um eft­ir þátt­töku þeirra í gróf­um um­ræð­um um aðra þing­menn og formann flokks­ins, ætla að halda áfram þing­störf­um, þrátt fyr­ir brottrekst­ur­inn. Karl Gauti seg­ir ann­an en hann hafa kall­að Eygló Harð­ar­dótt­ur „galna kerl­ing­ark­lessu“.

Karl Gauti og Ólafur halda áfram sem þingmenn þrátt fyrir að hafa verið reknir úr flokknum

K

Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, brottreknir þingmenn Flokks fólksins, ætla báðir að halda áfram þingstörfum, þrátt fyrir að hafa verið reknir úr flokknum fyrir þátttöku sína í meiðandi umræðum um formann flokksins og fleiri stjórnmálakonur- og menn. Þetta kemur fram í yfirlýsingum þeirra í dag.

Karl Gauti fullyrðir jafnframt að þau orð sem höfð eru eftir honum um Eygló Harðardóttur, fyrrverandi ráðherra, að hún sé „galin kerlingarklessa“ og að það sé „ekkert í henni“ séu annars en sín. 

Stundin og fleiri fjölmiðlar sögðu í gær frá því að Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, hefði kallað Eygló Harðardóttur, fyrrverandi ráðherra, „galna kerlingarklessu“ á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn.

Í yfirlýsingu segir Karl Gauti að orðfærið í viðkomandi ummælum sé ekki hans. „Upp­tak­an er afar óskýr en það vefst samt ekki fyr­ir fjöl­miðlum að greina ann­ars veg­ar hvað er sagt og hins veg­ar hver talaði. Sjálf­ur get ég hvor­ugt eft­ir að hafa marg­hlustað á þetta brot úr upp­tök­unni. Ég þekki hins veg­ar mitt orðfæri og mína rödd. Þessi orð voru ekki mín og sú rödd sem tal­ar er það ekki held­ur.“

Erfitt er að greina endanlega á upptökunni hvort Karl Gauti eða Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, lætur orðin falla. Karl Gauti er úr Vestmannaeyjum, eins og Eygló, en Gunnar Bragi var samráðherra Eyglóar í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem einnig var viðstaddur umræðurnar. Gunnar Bragi hefur sjálfur sagt að hann muni lítið eftir því sem hann sagði í umræðunum og sé hissa á þeim orðum sem hann hefur heyrst segja.

„Það var ekkert að frétta hjá þessari konu. Galin kerlingarklessa.“

„Hún bjó í Vestmannaeyjum, þess vegna studdi hana enginn,“ heyrist á upptökunni. „Það var ekkert í henni, það var ekkert í henni. Það var ekkert að frétta hjá þessari konu. Galin kerlingarklessa.“

„Galin kerlingarklessa“Stundin og fleiri fjölmiðlar hafa greint frá því að ummæli um Eygló Harðardóttur hafi verið Karls Gauta Hjaltasonar. Sjálfur vísar hann á aðra.

„Fjöl­miðlar hafa að rang­lega eignað mér setn­ingu úr upp­tök­unni sem svo mjög hef­ur verið í frétt­um að und­an­förnu. Þar fara þeir ein­fald­lega manna­villt og von­andi kemst það álíka vel til skila eins og upp­slátt­ur­inn um það sem ég átti að hafa sagt um Eygló Harðardótt­ur,“ segir í yfirlýsingu Karls Gauta.

„Sjálf­ur lagði ég ekk­ert það orð í belg sem tal­ist get­ur siðferðis­lega ámæl­is­vert.“

„Það er ekki hægt að gera at­huga­semd­ir við að fjöl­miðlar birti efni úr upp­töku af þessu tagi úr því að hún er til. Það er hins veg­ar mik­il­vægt að þeir nálg­ist slíka end­ur­sögn af var­færni og lág­marks­krafa er að þeir viti ná­kvæm­lega hver sagði hvað þegar þeir velja sér upp­sláttar­fyr­ir­sagn­ir um ein­stak­ar setn­ing­ar.

Mér þykir leitt að hafa setið þenn­an fund alltof lengi en sjálf­ur lagði ég ekk­ert það orð í belg sem tal­ist get­ur siðferðis­lega ámæl­is­vert. Ákvörðun stjórn­ar Flokks fólks­ins mun engu breyta um áhersl­ur mín­ar í áfram­hald­andi störf­um mín­um sem þingmaður. Ég gaf kjós­end­um mín­um fyr­ir­heit um áhersl­ur og við þau mun ég standa,“ segir í yfirlýsingu Karls Gauta.

Karl Gauti sagði meðal annars í umræðunum á Klaustri að formaður flokksins hans, Inga Sæland, „gæti grenjað en ekki stjórnað“. Þá gerði hann enga athugasemd þegar sessunautur hans, Bergþór Ólafson, þingmaður Miðflokksin, kallaði Ingu „klikkaða kuntu“.

„Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla“

Ólafur Ísleifsson segir í sinni yfirlýsingu að það séu mistök að reka hann úr flokknum. „Vonandi er að þeir sem eftir eru standist þær siðferðiskröfur sem til þeirra hljóta héðan í frá að vera gerðar. Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð. Með þátttöku minni í þessu samsæti gerði ég ámælisverð mistök sem ég biðst afsökunar á. Ákvörðunin um brottrekstur er hins vegar stjórnarinnar og mér er til efs að þar hafi framtíðarhagsmunir flokksins verið hafðir að leiðarljósi. Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla. Í störfum mínum sem óháður þingmaður utan flokka mun ég halda áfram baráttu fyrir þeim málefnum og áherslum sem ég lofaði kjósendum í aðdraganda alþingiskosninganna 2017.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu