Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Á þriðja hundrað sagt upp þrátt fyrir björgun WOW

Fé­lag­ið Indigo Partners hyggst fjár­festa í WOW air sam­kvæmt til­kynn­ingu Skúla Mo­gensen til Sam­göngu­stofu og stjórn­valda. Í gær var 237 manns var sagt upp hjá Airport Associa­tes í Reykja­nes­bæ.

Á þriðja hundrað sagt upp þrátt fyrir björgun WOW

Félagið Indigo Partners hyggst kaupa í flugfélaginu WOW air, en Skúli Mogensen verður áfram stærsti hluthafi, samkvæmt tilkynningu beggja félaga í gærkvöldi. Hætt hafði verið við kaup Icelandair á WOW í gærmorgun og var framtíð flugfélagsins tvísýn.

Indigo er leiðandi fjárfestir í hinu ungverska Wizz air, lággjaldaflugfélagi sem flogið hefur á milli Íslands og Póllands. Þá fjárfestir Indigo í flugiðnaði víða um heim.

Í tilkynningunni segist Skúli vera sannfærður um að þessi ákvörðun sé sú rétta fyrir starfsfólk WOW air og farþegana. Frekari skilmálar viðskiptanna hafa ekki verið gefnir upp.

Tilkynningin um kaupin kemur eftir að 237 manns var sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið er helsti þjónustuaðili WOW air og er þetta stærsta hópuppsögnin í Reykjanesbæ síðan varnarlið bandaríska hersins fór árið 2006, samkvæmt Víkurfréttum.

„Það er óhægt að segja að þetta sé svartur fimmtudagur.  Okkur er verulega brugðið en við munum þjónusta þessa starfsmenn eftir fremsta megni,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður VSFK.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flugvallarmál

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár