Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Á þriðja hundrað sagt upp þrátt fyrir björgun WOW

Fé­lag­ið Indigo Partners hyggst fjár­festa í WOW air sam­kvæmt til­kynn­ingu Skúla Mo­gensen til Sam­göngu­stofu og stjórn­valda. Í gær var 237 manns var sagt upp hjá Airport Associa­tes í Reykja­nes­bæ.

Á þriðja hundrað sagt upp þrátt fyrir björgun WOW

Félagið Indigo Partners hyggst kaupa í flugfélaginu WOW air, en Skúli Mogensen verður áfram stærsti hluthafi, samkvæmt tilkynningu beggja félaga í gærkvöldi. Hætt hafði verið við kaup Icelandair á WOW í gærmorgun og var framtíð flugfélagsins tvísýn.

Indigo er leiðandi fjárfestir í hinu ungverska Wizz air, lággjaldaflugfélagi sem flogið hefur á milli Íslands og Póllands. Þá fjárfestir Indigo í flugiðnaði víða um heim.

Í tilkynningunni segist Skúli vera sannfærður um að þessi ákvörðun sé sú rétta fyrir starfsfólk WOW air og farþegana. Frekari skilmálar viðskiptanna hafa ekki verið gefnir upp.

Tilkynningin um kaupin kemur eftir að 237 manns var sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið er helsti þjónustuaðili WOW air og er þetta stærsta hópuppsögnin í Reykjanesbæ síðan varnarlið bandaríska hersins fór árið 2006, samkvæmt Víkurfréttum.

„Það er óhægt að segja að þetta sé svartur fimmtudagur.  Okkur er verulega brugðið en við munum þjónusta þessa starfsmenn eftir fremsta megni,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður VSFK.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flugvallarmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár