Líklegasta skýringin á því að til er hljóðupptaka af orðaskiptum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins þar sem þeir úthúða stjórnmálakonum og ræða pólitísk hrossakaup sín á milli, er sú að óprúttnir aðilar brutust inn í síma einhvers þeirra áður en fundurinn hófst, eða kom þar fyrir sérstökum hlerunarbúnaði. Atvikið er svo alvarlegt að grípa verður til aðgerða gegn fjölmiðlum. Verði það ekki gert, eru íslensk stjórnmál og íslenskt samfélag gjörbreytt. Þetta er sú sýn sem birtist í yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins og fyrrum formanns Framsóknarflokksins, á Facebook í gærkvöldi, í kjölfar uppljóstrana Stundarinnar og DV, sem sýna fram á að hann og kollegar hans úr Miðflokki og Flokki fólksins töluðu með niðrandi hætti um ýmsar stjórnmálakonur og státuðu sig af því að hafa skipað sendiherra í skiptum fyrir greiða í framtíðinni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigmundur Davíð leggur samsæriskenningar á borð þjóðarinnar til …
Athugasemdir