Hópur þingmanna hefur sent forsætisnefnd Alþingi erindi þar sem þess er óskað að nefndin taki upp mál þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem viðhöfðu niðrandi ummæli og háttsemi í garð samþingkvenna sinna.
Í erindi þingmannanna kemur fram að þess sé óskað að forsætisnefnd vísi erindinu til siðanefndar Alþingis, þar að háttsemi þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. „Það þarf ekki að tíunda ástæðu erindis okkar frekar,“ segir í erindinu sem lesa má hér að neðan.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag, að ummælin væru óafsakanleg og óverjandi. „Sérstaklega finnst mér það sárt að svona skuli hafa verið talað um konur. Ég er eiginlega orðlaus yfir því og verður mér þó ekki oft orða vant,“ segir forseti þingsins. Bað hann um skilning á því að það tæki tíma að fara yfir það hvernig ætti að taka á málum innan viðeigandi stofnana þingsins, en málið væri á dagskrá funda með formönnnum þingflokka og forsætisnefnd á mánudag.
Háttsemi sem stangast á við siðareglur
Erindi hóps þingmanna til forsætisnefndar.
Við undirrituð óskum eftir því að forsætisnefnd taki upp mál er varðar niðrandi ummæli og háttsemi þingmannahóps sem fjölmiðlar hafa verið að fjalla um síðastliðinn sólarhring.
Þess er óskað að forsætisnefnd vísi þessu erindi til siðanefndar þar sem ummælin og háttsemin stangast á við 5. og 7. reglur siðareglna þingmanna og óski eftir að siðanefnd fjalli um málið og skili forsætisnefnd niðurstöðum hið fyrsta.
Það þarf ekki að tíunda ástæðu erindis okkar frekar.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Andrés Ingi Jónsson
Ágúst Ólafur Ágústsson
Hanna Katrín Friðriksson
Helga Vala Helgadóttir
Helgi Hrafn Gunnarsson
Jón Steindór Valdimarsson
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Þorsteinn Víglundsson
Athugasemdir