Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti eigandi útgerðarfélagsins Samherja, á tæplega 40 milljarða króna eignir í eignarhaldsfélaginu sínu sem heldur utan um hlutabréfaeign hans í fyrirtækinu. Stærstu eignir félagsins eru hlutabréf í Samherja og tengdum félögum. Á móti þessum eignum eru engar skuldir. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækis Þorsteins Más, Eignarhaldsfélagsins Steins, fyrir árið 2017.
Þorsteinn á félagið ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Helgu S. Guðmundsdóttur. Félagið skilaði 5,8 milljarða hagnaði í fyrra. Á hverju ári taka Þorsteinn Már og Helga hundruð milljóna út úr umræddu félagi með bókhaldslega flóknum, og að því er virðist fullkomlega löglegum, hætti án þess að þetta útstreymi fjár sé skilgreint sem arðgreiðslur.
Samherji er langstærsta útgerðarfélag Íslands og er einungis um 1/3 hluti starfseminnar á Íslandi. Útgerðin er annars næststærsti kvótaeigandi á Íslandi, á eftir HB Granda, en sú staðreynd segir hins vegar bara hluta sögunnar um umsvif Samherja þar sem svo mikill hluti …
Athugasemdir