Á undanförnum vikum hefur auglýsing frá matvöruversluninni Iceland í Bretlandi vakið mikla athygli á netinu. Auglýsingin er teiknimynd sem fjallar um órangútaninn Rang-tan sem heimsækir svefnherbergi lítillar stúlku á Bretlandi. Hún varpar ljósi á þá sorglegu staðreynd að órangútanar eru nærri útdauðir og má að miklu leyti rekja vanda þeirra til vinnslu á pálmaolíu á búsvæðum tegundarinnar.
Pálmaolía í fjölda matvæla
Pálmaolía er jurtaolía sem unnin er úr aldinkjöti ávaxtar olíupálma. Olíuna er að finna í fjöldanum öllum af matvælum, til dæmis súkkulaði, ís, smjörlíki, hnetusmjöri og morgunkorni. Þau lönd sem framleiða …
Athugasemdir