Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun

Eini tal­meina­fræð­ing­ur lands­ins sem veit­ir pólsk­um börn­um tal­þjálf­un fær ekki starfs­leyfi. Hef­ur hún kært ákvörð­un­ina til um­boðs­manns Al­þing­is. Ráð­herra boð­ar breyt­ing­ar í mála­flokkn­um.

Synjað um leyfi til að veita pólskum börnum talþjálfun

Eini talmeinafræðingur landsins sem veitir börnum af pólskum uppruna talþjálfun á eigin móðurmáli fær ekki starfsréttindi á Íslandi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Justyna Gotthardt er skólastjóri Pólska skólans, en velferðarráðuneytið hefur staðfest synjun Landlæknis á veitingu starfsleyfis. Hún hefur nú kært ákvörðunina til umboðsmanns Alþingis, en hún hefur sérstakt leyfi frá pólskum stjórnvöldum til að veita þjónustuna.

 „Það ætti í rauninni allt að vinna með mér,“ segir Justyna. Ég hef bæði rétta menntun, mikla starfsreynslu í Póllandi og öll leyfi og réttindi frá pólskum yfirvöldum, Þar að auki er mjög mikil þörf fyrir þessa þjónustu hér á Íslandi.“

Justyna segir talþjálfun á móðurmálinu mjög mikilvæga og sé undistaða fyrir að börn geti lært annað tungumál, íslensku. „Ég hef fengið börn til mín sem eru í rauninni alls ekki talandi vegna þess að þau hafa ekki fengið viðeigandi aðstoð á pólsku en því betur sem börnunum gengur með sitt eigið móðurmál, því betur mun þeim ganga að læra íslenskuna,“ segir hún.

Segist Justyna reið yfir áhugaleysi stjórnvalda á börnum af pólskum uppruna. „Það er ekki bara ég í þessum vandræðum heldur skilst mér að aðrar starfstéttir hafi líka lent í vandræðum með að fá starfsréttindi sín viðurkennd hér,“ segir Justyna. Nefnir hún námsráðgjafa, sálfræðinga og sjúkraþjálfara til dæmis.

Í Fréttablaðinu kemur fram að lagafrumvarp sé í undirbúningi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra segir að staða Justynu ætti að breytast verði frumvarpið að lögum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Meðlimur siðanefndar segir viðbrögð rektors ósanngjörn og ala á skoðanakúgun
FréttirMenntamál

Með­lim­ur siðanefnd­ar seg­ir við­brögð rektors ósann­gjörn og ala á skoð­anakúg­un

„Brottrekst­ur aka­demísks starfs­manns í kjöl­far þess að hann tjá­ir sig á innri vef eig­in stofn­un­ar er til þess fall­ið að grafa und­an grund­vall­ar­gildi há­skóla­sam­fé­lags­ins um frelsi til hugs­un­ar og tján­ing­ar,“ seg­ir í bréfi Jóns Ás­geirs Kalm­ans­son­ar til rektors Land­bún­að­ar­há­skól­ans vegna fyr­ir­hug­aðr­ar upp­sagn­ar pró­fess­ors vegna harð­orðr­ar gagn­rýni henn­ar.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár