Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsvíg á einum degi

Tíðni sjálfs­víga í ár er sú sama og í fyrra, sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur nú. Full­yrt var í vin­sælli grein í síð­ustu viku að fjór­ir karl­menn hefðu tek­ið eig­ið líf sama dag­inn.

Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsvíg á einum degi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannast ekki við að fjórir karlmenn hafi svipt sig lífi sama daginn í október, eins og haldið hefur verið fram á netinu. Tíðni sjálfsvíga virðist svipuð og í fyrra, samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan hefur.

Pistill eftir Hafdísi Björgu Kristjánsdóttur, einkaþjálfara og fitnessmeistara, þar sem femínismi er tengdur við sjálfsvíg karlmanna, fór eins og eldur í sinu um internetið í síðustu viku. Hafdís sagðist hafa frétt af fjórum sjálfsvígum ungra karlmanna mánudagskvöldið 29. október. Einn þeirra hafi verið góður vinur hennar. Í samtali við Stundina í síðustu viku sagðist Hafdís telja að stór ástæða fyrir vanlíðan ungra karlmanna sé orðræðan í samfélaginu. Beindi hún spjótum sínum sérstaklega að femínistum.

„Á mánudagskvöldinu voru FJÖGUR sjálfsvíg sem að áttu sér stað, FJÖGUR sem að ég hef heyrt af. Þetta eina kvöld…. Og allt voru þetta karlmenn!“ skrifaði Hafdís í greininni.

Hvorki embætti landlæknis né lögreglan á höfuðborgarsvæðinu getur staðfest fullyrðingu Hafdísar um fjölda sjálfsvíga. „Út frá okkar tölum passar þetta ekki, allavega ekki út frá þeim upplýsingum sem ég hef,“ segir Rannveig Þórisdóttir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Rannveig bendir þó á að það taki nokkurn tíma að fá úr dánarorsökum skorið. Þær upplýsingar fengust einnig hjá embætti landlæknis að of stuttur tími sé liðinn frá umræddri dagsetningu til að fá úr þessu skorið með uppflettingu í dánarmeinaskrá.

„Fjögur sjálfsvíg á einum degi væri mjög mikið frávik frá venjulegri tíðni.“

„Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég tók saman voru sextán sjálfsvíg á höfuðborgarsvæðinu það sem af var ári,“ segir Rannveig. „Það er svipaður fjöldi og á sama tímabili í fyrra. Þetta er það sem við vitum í dag. Fjögur sjálfsvíg á einum degi væri mjög mikið frávik frá venjulegri tíðni.“

Heyrði töluna frá aðstandendum

Hafdís Björg Kristjánsdóttir

Í samtali við Stundina segir Hafdís að hún hafi fengið upplýsingarnar um sjálfsvíg fjögurra karlmanna sama kvöld frá aðstandendum vinar síns, sem lést í Reykjavík umrætt kvöld. „Aðstandendur fengu að heyra það frá lögreglumönnum sem komu á staðinn að þetta hefði verið eitt erfiðasta kvöldið sem hefur verið,“ segir Hafdís.

Grein Hafdísar vakti mikla athygli í síðustu viku og segir hún marga hafa haft samband við sig vegna hennar. „Ég fæ tölvupósta þar sem fólk opnar sig um hluti sem það hefur ekki þorað að segja,“ segir hún. „Sögur af því sem fólk hefur verið að upplifa. Mér finnst ég upplifa þetta í gegnum karlmennina í kringum mig, en karlmenn hafa sent persónulegar sögur. Og líka konur sem hafa varið eitthvað eða staðið með karlmönnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár