Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsvíg á einum degi

Tíðni sjálfs­víga í ár er sú sama og í fyrra, sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur nú. Full­yrt var í vin­sælli grein í síð­ustu viku að fjór­ir karl­menn hefðu tek­ið eig­ið líf sama dag­inn.

Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsvíg á einum degi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannast ekki við að fjórir karlmenn hafi svipt sig lífi sama daginn í október, eins og haldið hefur verið fram á netinu. Tíðni sjálfsvíga virðist svipuð og í fyrra, samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan hefur.

Pistill eftir Hafdísi Björgu Kristjánsdóttur, einkaþjálfara og fitnessmeistara, þar sem femínismi er tengdur við sjálfsvíg karlmanna, fór eins og eldur í sinu um internetið í síðustu viku. Hafdís sagðist hafa frétt af fjórum sjálfsvígum ungra karlmanna mánudagskvöldið 29. október. Einn þeirra hafi verið góður vinur hennar. Í samtali við Stundina í síðustu viku sagðist Hafdís telja að stór ástæða fyrir vanlíðan ungra karlmanna sé orðræðan í samfélaginu. Beindi hún spjótum sínum sérstaklega að femínistum.

„Á mánudagskvöldinu voru FJÖGUR sjálfsvíg sem að áttu sér stað, FJÖGUR sem að ég hef heyrt af. Þetta eina kvöld…. Og allt voru þetta karlmenn!“ skrifaði Hafdís í greininni.

Hvorki embætti landlæknis né lögreglan á höfuðborgarsvæðinu getur staðfest fullyrðingu Hafdísar um fjölda sjálfsvíga. „Út frá okkar tölum passar þetta ekki, allavega ekki út frá þeim upplýsingum sem ég hef,“ segir Rannveig Þórisdóttir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Rannveig bendir þó á að það taki nokkurn tíma að fá úr dánarorsökum skorið. Þær upplýsingar fengust einnig hjá embætti landlæknis að of stuttur tími sé liðinn frá umræddri dagsetningu til að fá úr þessu skorið með uppflettingu í dánarmeinaskrá.

„Fjögur sjálfsvíg á einum degi væri mjög mikið frávik frá venjulegri tíðni.“

„Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég tók saman voru sextán sjálfsvíg á höfuðborgarsvæðinu það sem af var ári,“ segir Rannveig. „Það er svipaður fjöldi og á sama tímabili í fyrra. Þetta er það sem við vitum í dag. Fjögur sjálfsvíg á einum degi væri mjög mikið frávik frá venjulegri tíðni.“

Heyrði töluna frá aðstandendum

Hafdís Björg Kristjánsdóttir

Í samtali við Stundina segir Hafdís að hún hafi fengið upplýsingarnar um sjálfsvíg fjögurra karlmanna sama kvöld frá aðstandendum vinar síns, sem lést í Reykjavík umrætt kvöld. „Aðstandendur fengu að heyra það frá lögreglumönnum sem komu á staðinn að þetta hefði verið eitt erfiðasta kvöldið sem hefur verið,“ segir Hafdís.

Grein Hafdísar vakti mikla athygli í síðustu viku og segir hún marga hafa haft samband við sig vegna hennar. „Ég fæ tölvupósta þar sem fólk opnar sig um hluti sem það hefur ekki þorað að segja,“ segir hún. „Sögur af því sem fólk hefur verið að upplifa. Mér finnst ég upplifa þetta í gegnum karlmennina í kringum mig, en karlmenn hafa sent persónulegar sögur. Og líka konur sem hafa varið eitthvað eða staðið með karlmönnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár