Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsvíg á einum degi

Tíðni sjálfs­víga í ár er sú sama og í fyrra, sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur nú. Full­yrt var í vin­sælli grein í síð­ustu viku að fjór­ir karl­menn hefðu tek­ið eig­ið líf sama dag­inn.

Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsvíg á einum degi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannast ekki við að fjórir karlmenn hafi svipt sig lífi sama daginn í október, eins og haldið hefur verið fram á netinu. Tíðni sjálfsvíga virðist svipuð og í fyrra, samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan hefur.

Pistill eftir Hafdísi Björgu Kristjánsdóttur, einkaþjálfara og fitnessmeistara, þar sem femínismi er tengdur við sjálfsvíg karlmanna, fór eins og eldur í sinu um internetið í síðustu viku. Hafdís sagðist hafa frétt af fjórum sjálfsvígum ungra karlmanna mánudagskvöldið 29. október. Einn þeirra hafi verið góður vinur hennar. Í samtali við Stundina í síðustu viku sagðist Hafdís telja að stór ástæða fyrir vanlíðan ungra karlmanna sé orðræðan í samfélaginu. Beindi hún spjótum sínum sérstaklega að femínistum.

„Á mánudagskvöldinu voru FJÖGUR sjálfsvíg sem að áttu sér stað, FJÖGUR sem að ég hef heyrt af. Þetta eina kvöld…. Og allt voru þetta karlmenn!“ skrifaði Hafdís í greininni.

Hvorki embætti landlæknis né lögreglan á höfuðborgarsvæðinu getur staðfest fullyrðingu Hafdísar um fjölda sjálfsvíga. „Út frá okkar tölum passar þetta ekki, allavega ekki út frá þeim upplýsingum sem ég hef,“ segir Rannveig Þórisdóttir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Rannveig bendir þó á að það taki nokkurn tíma að fá úr dánarorsökum skorið. Þær upplýsingar fengust einnig hjá embætti landlæknis að of stuttur tími sé liðinn frá umræddri dagsetningu til að fá úr þessu skorið með uppflettingu í dánarmeinaskrá.

„Fjögur sjálfsvíg á einum degi væri mjög mikið frávik frá venjulegri tíðni.“

„Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég tók saman voru sextán sjálfsvíg á höfuðborgarsvæðinu það sem af var ári,“ segir Rannveig. „Það er svipaður fjöldi og á sama tímabili í fyrra. Þetta er það sem við vitum í dag. Fjögur sjálfsvíg á einum degi væri mjög mikið frávik frá venjulegri tíðni.“

Heyrði töluna frá aðstandendum

Hafdís Björg Kristjánsdóttir

Í samtali við Stundina segir Hafdís að hún hafi fengið upplýsingarnar um sjálfsvíg fjögurra karlmanna sama kvöld frá aðstandendum vinar síns, sem lést í Reykjavík umrætt kvöld. „Aðstandendur fengu að heyra það frá lögreglumönnum sem komu á staðinn að þetta hefði verið eitt erfiðasta kvöldið sem hefur verið,“ segir Hafdís.

Grein Hafdísar vakti mikla athygli í síðustu viku og segir hún marga hafa haft samband við sig vegna hennar. „Ég fæ tölvupósta þar sem fólk opnar sig um hluti sem það hefur ekki þorað að segja,“ segir hún. „Sögur af því sem fólk hefur verið að upplifa. Mér finnst ég upplifa þetta í gegnum karlmennina í kringum mig, en karlmenn hafa sent persónulegar sögur. Og líka konur sem hafa varið eitthvað eða staðið með karlmönnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár