Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsvíg á einum degi

Tíðni sjálfs­víga í ár er sú sama og í fyrra, sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur nú. Full­yrt var í vin­sælli grein í síð­ustu viku að fjór­ir karl­menn hefðu tek­ið eig­ið líf sama dag­inn.

Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsvíg á einum degi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannast ekki við að fjórir karlmenn hafi svipt sig lífi sama daginn í október, eins og haldið hefur verið fram á netinu. Tíðni sjálfsvíga virðist svipuð og í fyrra, samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan hefur.

Pistill eftir Hafdísi Björgu Kristjánsdóttur, einkaþjálfara og fitnessmeistara, þar sem femínismi er tengdur við sjálfsvíg karlmanna, fór eins og eldur í sinu um internetið í síðustu viku. Hafdís sagðist hafa frétt af fjórum sjálfsvígum ungra karlmanna mánudagskvöldið 29. október. Einn þeirra hafi verið góður vinur hennar. Í samtali við Stundina í síðustu viku sagðist Hafdís telja að stór ástæða fyrir vanlíðan ungra karlmanna sé orðræðan í samfélaginu. Beindi hún spjótum sínum sérstaklega að femínistum.

„Á mánudagskvöldinu voru FJÖGUR sjálfsvíg sem að áttu sér stað, FJÖGUR sem að ég hef heyrt af. Þetta eina kvöld…. Og allt voru þetta karlmenn!“ skrifaði Hafdís í greininni.

Hvorki embætti landlæknis né lögreglan á höfuðborgarsvæðinu getur staðfest fullyrðingu Hafdísar um fjölda sjálfsvíga. „Út frá okkar tölum passar þetta ekki, allavega ekki út frá þeim upplýsingum sem ég hef,“ segir Rannveig Þórisdóttir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Rannveig bendir þó á að það taki nokkurn tíma að fá úr dánarorsökum skorið. Þær upplýsingar fengust einnig hjá embætti landlæknis að of stuttur tími sé liðinn frá umræddri dagsetningu til að fá úr þessu skorið með uppflettingu í dánarmeinaskrá.

„Fjögur sjálfsvíg á einum degi væri mjög mikið frávik frá venjulegri tíðni.“

„Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég tók saman voru sextán sjálfsvíg á höfuðborgarsvæðinu það sem af var ári,“ segir Rannveig. „Það er svipaður fjöldi og á sama tímabili í fyrra. Þetta er það sem við vitum í dag. Fjögur sjálfsvíg á einum degi væri mjög mikið frávik frá venjulegri tíðni.“

Heyrði töluna frá aðstandendum

Hafdís Björg Kristjánsdóttir

Í samtali við Stundina segir Hafdís að hún hafi fengið upplýsingarnar um sjálfsvíg fjögurra karlmanna sama kvöld frá aðstandendum vinar síns, sem lést í Reykjavík umrætt kvöld. „Aðstandendur fengu að heyra það frá lögreglumönnum sem komu á staðinn að þetta hefði verið eitt erfiðasta kvöldið sem hefur verið,“ segir Hafdís.

Grein Hafdísar vakti mikla athygli í síðustu viku og segir hún marga hafa haft samband við sig vegna hennar. „Ég fæ tölvupósta þar sem fólk opnar sig um hluti sem það hefur ekki þorað að segja,“ segir hún. „Sögur af því sem fólk hefur verið að upplifa. Mér finnst ég upplifa þetta í gegnum karlmennina í kringum mig, en karlmenn hafa sent persónulegar sögur. Og líka konur sem hafa varið eitthvað eða staðið með karlmönnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár