Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Femínistum kennt um sjálfsvíg karla: „Einhliða frásagnir kvenna í fjölmiðlum stúta þeim“

Fjöldi fólks tek­ur und­ir hug­mynd­ir um að aukna sjálfs­morðs­tíðni ungra karla megi með­al ann­ars rekja til femín­isma.

Femínistum kennt um sjálfsvíg karla: „Einhliða frásagnir kvenna í fjölmiðlum stúta þeim“

Pistill eftir Hafdísi Björgu Kristjánsdóttur, einkaþjálfara og fitnessmeistara, þar sem femínismi er tengdur við sjálfsvíg karlmanna, hefur farið eins og eldur í sinu um internetið undanfarna daga.

Hafdís Björg Kristjánsdóttir

Hafdís segist hafa frétt af fjórum sjálfsvígum ungra karlmanna mánudagskvöldið 29. október. Einn þeirra sem tóku líf sitt var góður vinur hennar, en Hafdís fylgdi honum til grafar í gær.

Í samtali við Stundina segist Hafdís telja að stór ástæða fyrir vanlíðan ungra karlmanna sé orðræðan í samfélaginu. Beinir hún spjótum sínum sérstaklega að femínistum. Í pistli sínum segist hún fá hroll þegar hún heyri minnst á femínisma og sjá fyrir sér „konu sem finnur fyrir þeirri þörf að rakka niður karlmenn til þess að upphefja okkur kvenmenn“. Hún veltir því svo upp hvort málflutningur femínista valdi karlmönnum vanlíðan og sé ef til vill ein skýringin á aukinni sjálfsmorðtíðni ungra karla. 

Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér en 6,6 þúsund manns hafa lækað frétt DV upp úr pistlinum. Á kommentakerfum og samfélagsmiðlum fara margir hörðum orðum um femínisma og kenna jafnvel nafngreindum konum um sjálfsvíg ótilgreindra karla.

„Ég ætla að fullyrða að fólk er dáið vegna þinna gjörða,“ skrifar Sigrún Dóra Jónsdóttir og taggar Hildi Lilliendahl Viggósdóttur sem talsvert hefur látið að sér kveða í kynjaumræðunni um árabil.  

Ingólfur Sigurðsson

Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður sem hefur vakið athygli fyrir að opna umræðuna um geðsjúkdóma og andleg veikindi íþróttafólks, leggur orð í belg og hvetur fólk til að lesa pistil Hafdísar.

„Við búum í samfélagi þar sem ungir karlar drepa sig, þar sem lítið er gert úr orðum þeirra vegna kyns, þar sem einhliða frásagnir kvenna í fjölmiðlum stúta þeim, þar sem misheppnað daður getur orðið að kynferðislegu áreiti,“ skrifar hann á Twitter.

„Þar sem þeir þora ekki að berjast fyrir sjálfa sig, þar sem þeir líða fyrir karllæga menningu og kvenfyrirlitningu fyrir þeirra tíma. Ólæsir, ómenntaðir, láglaunaðir, fangelsaðir, gerendur, geðsjúkir, hræddir. Það eru strákarnir okkar í dag. (…) Og þeir munu halda áfram að drepa sig, stundum fjórir á dag, stundum einn á viku, ef samfélagið býður þá ekki velkomna, ef samfélagið hlúir ekki að þeim. Það þarf að tala við strákana okkar, en ekki tala niður til þeirra.“

Þórólfur Júlían Dagsson, aðgerðasinni sem leiddi lista Pírata í Reykjanesbæ í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segist „tengja“ mjög við grein Hafdísar. „Ég var hræddur við það að deila þessu. Af hverju? Ég er hræddur við það að verða tekin fyrir. Búin að lenda í því einusinni og langar ekkert að lenda í því aftur. En þá er ég að gefast upp. Ég er sammála því sem hún segir. Þessu andlega ofbeldi gagnvart karlmönnum verður að linna.“

„Þessu andlega ofbeldi gagnvart
karlmönnum verður að linna“

Skrifin um femínisma og sjálfsvíg hafa þó einnig sætt harðri gagnrýni. Knuz.is birtir pistil eftir Eygló Árnadóttur þar sem hún bendir á að femínistahreyfingar hafa leikið lykilhlutverk í því að vinna gegn skaðlegum staðalímyndum um karlmennsku, t.d. „hugmyndum um að „alvöru karlmaður“ sé harður og kaldur, lokaður og tilfinningalaus, tali ekki um tilfinningar og leiti sér ekki hjálpar“. Hún segir það að fækka sjálfsvígum karla vera „eitt af stóru verkefnum femínista“ og að sárt sé að sjá öðru haldið fram. 

Í gærkvöldi birti Stundin svo grein eftir Önnu Bentínu Hermansen þar sem hún segir frá sjálfsvígi bróður síns og áréttar mikilvægi þess að ræða sjálfsvíg af virðingu og án sleggjudóma. „Það er harkalegt að lesa grein um sjálfsvíg karla sem kennir femínistum um sjálfsvíg þeirra. Ég er sjálf femínisti og bróðir minn heitinn var það líka. Hann þoldi ekki óréttlæti og að fólki væri troðið í fyrirfram ákveðið form eftir kyni, kynþætti, kynhneigð eða öðru slíku. Hann grét oft og talaði um vanlíðan sína, það dugði hinsvegar ekki til,“ skrifar Anna.

Í hinum vest­ræna heimi eru ung­ir karl­menn þris­var til fjór­um sinn­um lík­legri en konur til að fremja sjálfs­víg. Hins vegar er algengara að konur geri sjálfsvígstilraunir sem enda ekki með dauða og séu lagðar inn á spítala vegna sjálfsskaða. Á vef landlæknisembættisins er bent á að sjálfsvígstíðni karla undir 25 ára aldri hefur aukist undanfarna áratugi, ekki bara á Íslandi, heldur víða um heim. „Orsakir eru óljósar og eflaust margþættar, en ekki er ólíklegt að örar félagslegar breytingar, jafnvel breytingar á samfélagslegri stöðu karlmanna kunni að valda einhverju þar um,“ segir á vefnum. 

Halldór Auðar Svansson

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, bendir á að textinn sé frá 2007 sem sýni að umræðan um samfélagslega stöðu ungra karlmanna sem áhrifavald sjálfsvíga er ekki beint ný af nálinni. „Það er hins vegar rosalega ósanngjarnt og ógagnlegt að stilla henni upp þannig að femínisma sé um að kenna. Ég held að sú nálgun hjálpi nákvæmlega engum,“ skrifar hann. „En vitiði hvað væri kannski sniðugt? Að gefa ungum karlmönnum sjálfum rödd og rými til að tjá sig opinskátt um sinn veruleika. Slíkt hefur oftast gefist ágætlega í gegnum söguna, að hópar skilgreini og tali sjálfir um sín baráttumál og áskoranir. Gætu ekki allir sameinast um það?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár