Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins

Formað­ur Sjó­manna­fé­lags Ís­lands var með hátt í tvær millj­ón­ir í mán­að­ar­tekj­ur ár­ið 2016. Laun hans meira en hálfri millj­ón hærri en for­manns Al­þýðu­sam­bands Ís­lands.

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins
Með hátt í tvær milljónir í laun Jónas Garðarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, var með hátt í tvær milljónir króna í mánaðarlaun árið 2016, sem gerir hann að launahæsta verkalýðsleiðtoga landsins. Mynd: Morgunblaðið/Hari

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, var með rúmlega 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2016. Það gerir hann að hæst launaðasta verkalýðsleiðtogi landsins. Til samanburðar var Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi formaður Alþýðusambands Íslands, með tæplega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun sama ár. Félagsmenn Alþýðusambandsins eru um 133 þúsund en félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands eru um 600 talsins. Jónas hefur ekki svarað fyrirspurn Stundarinnar þess efnis hvort tekjur hans komi alfarið frá Sjómannafélagi Íslands.

Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélagsins var með ríflega 1,2 milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2016. Árstekjur þeirra Jónasar og Bergs voru því rúmlega 38 milljónir króna árið 2016, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra sem nálgast má á vefsíðunni tekjur.is. Þrír starfa á skrifstofu félagsins, Jónas, Bergur og ritari.

Miklar deilur hafa staðið um Sjómannafélag Íslands að undanförnu eftir að Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingu var rekin úr félaginu á dögunum. Var Heiðveig sögð hafa skaðað hagsmuni félagsins með gagnrýni sinni á það og var henni vikið úr félaginu af trúnaðarmannaráði þess, af þeim sökum.

Ítarlega er fjallað um Sjómannafélag Íslands, deilurnar þar og formanninn Jónas Garðarsson í nýju tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár