Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins

Formað­ur Sjó­manna­fé­lags Ís­lands var með hátt í tvær millj­ón­ir í mán­að­ar­tekj­ur ár­ið 2016. Laun hans meira en hálfri millj­ón hærri en for­manns Al­þýðu­sam­bands Ís­lands.

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins
Með hátt í tvær milljónir í laun Jónas Garðarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, var með hátt í tvær milljónir króna í mánaðarlaun árið 2016, sem gerir hann að launahæsta verkalýðsleiðtoga landsins. Mynd: Morgunblaðið/Hari

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, var með rúmlega 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2016. Það gerir hann að hæst launaðasta verkalýðsleiðtogi landsins. Til samanburðar var Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi formaður Alþýðusambands Íslands, með tæplega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun sama ár. Félagsmenn Alþýðusambandsins eru um 133 þúsund en félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands eru um 600 talsins. Jónas hefur ekki svarað fyrirspurn Stundarinnar þess efnis hvort tekjur hans komi alfarið frá Sjómannafélagi Íslands.

Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélagsins var með ríflega 1,2 milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2016. Árstekjur þeirra Jónasar og Bergs voru því rúmlega 38 milljónir króna árið 2016, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra sem nálgast má á vefsíðunni tekjur.is. Þrír starfa á skrifstofu félagsins, Jónas, Bergur og ritari.

Miklar deilur hafa staðið um Sjómannafélag Íslands að undanförnu eftir að Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingu var rekin úr félaginu á dögunum. Var Heiðveig sögð hafa skaðað hagsmuni félagsins með gagnrýni sinni á það og var henni vikið úr félaginu af trúnaðarmannaráði þess, af þeim sökum.

Ítarlega er fjallað um Sjómannafélag Íslands, deilurnar þar og formanninn Jónas Garðarsson í nýju tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár