Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins

Formað­ur Sjó­manna­fé­lags Ís­lands var með hátt í tvær millj­ón­ir í mán­að­ar­tekj­ur ár­ið 2016. Laun hans meira en hálfri millj­ón hærri en for­manns Al­þýðu­sam­bands Ís­lands.

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins
Með hátt í tvær milljónir í laun Jónas Garðarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, var með hátt í tvær milljónir króna í mánaðarlaun árið 2016, sem gerir hann að launahæsta verkalýðsleiðtoga landsins. Mynd: Morgunblaðið/Hari

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, var með rúmlega 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2016. Það gerir hann að hæst launaðasta verkalýðsleiðtogi landsins. Til samanburðar var Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi formaður Alþýðusambands Íslands, með tæplega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun sama ár. Félagsmenn Alþýðusambandsins eru um 133 þúsund en félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands eru um 600 talsins. Jónas hefur ekki svarað fyrirspurn Stundarinnar þess efnis hvort tekjur hans komi alfarið frá Sjómannafélagi Íslands.

Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélagsins var með ríflega 1,2 milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2016. Árstekjur þeirra Jónasar og Bergs voru því rúmlega 38 milljónir króna árið 2016, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra sem nálgast má á vefsíðunni tekjur.is. Þrír starfa á skrifstofu félagsins, Jónas, Bergur og ritari.

Miklar deilur hafa staðið um Sjómannafélag Íslands að undanförnu eftir að Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingu var rekin úr félaginu á dögunum. Var Heiðveig sögð hafa skaðað hagsmuni félagsins með gagnrýni sinni á það og var henni vikið úr félaginu af trúnaðarmannaráði þess, af þeim sökum.

Ítarlega er fjallað um Sjómannafélag Íslands, deilurnar þar og formanninn Jónas Garðarsson í nýju tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu