Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heldur því fram að hækkun stýrivaxta auki verðbólgu

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, hafn­ar við­tekn­um sjón­ar­mið­um hag­fræð­inga og seðla­banka um að vaxta­hækk­an­ir séu til þess falln­ar að draga úr verð­bólgu.

Heldur því fram að hækkun stýrivaxta auki verðbólgu
Gagnrýnir vaxtahækkun Verkalýðsleiðtoginn telur að vaxtahækkanir Seðlabankans geti „einfaldlega leitt til aukinnar verðbólgu vegna aukins kostnaðar fyrirtækjanna“. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur að hækkun stýrivaxta sé til þess fallin að auka verðbólgu á Íslandi. Þetta kom fram í viðtali við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti bankans um 0,25 prósent.

Sagði Ragnar að vaxtahækkanir gætu „einfaldlega leitt til aukinnar verðbólgu vegna aukins kostnaðar fyrirtækjanna“ og að „þessi leið Seðlabankans til að reyna að draga úr verðbólgu [væri] svolítið eins og að pissa í skóinn“. 

Meðal hagfræðinga og seðlabanka heimsins er sú skoðun ráðandi að alla jafna sé hækkun stýrivaxta til þess fallin að halda aftur af verðbólgu, draga úr henni en ekki auka hana. Þótt hærra vaxtastig auki vissulega fjármagnskostnað fyrirtækja eru heildaráhrif vaxtahækkana á eftirspurn í hagkerfinu og verðbólgu neikvæð að öðru óbreyttu. 

Í fyrsta lagi leiðir hækkun stýrivaxta til þess að vextir á fjármálamarkaði hækka, hvort sem litið er til vaxta á sparnaði, vaxta á útistandandi skammtímaskuldum eða langtímaskuldum með breytilegum vöxtum. Fyrir vikið dragast saman þær tekjur sem heimili og fyrirtæki hafa til neyslu og fjárfestinga eftir greiðslu vaxta.

Í öðru lagi er vaxtahækkun til þess fallin að þrýsta upp gengi krónunnar; hærri vextir á innlendum verðbréfum ýta undir innstreymi fjármagns og auka eftirspurn eftir krónum. Gengisstyrkingin stuðlar svo að lægra innflutningsverði og beinir eftirspurninni að erlendum vörum frekar en innlendum, en hvort tveggja hefur áhrif á verðbólgu til lækkunar. Í þriðja lagi getur vaxtahækkun slegið á verðbólguvæntingar og í fjórða lagi hafa vaxtahækkanir neikvæð áhrif á eignaverð, meðal annars með því að auka fjármagnskostnað fyrirtækja og húsnæðis. 

Í þjóðhagslíkani Seðlabanka Íslands, sem svipar meðal annars til líkana sem seðlabankar Bretlands, Svíþjóðar og Ástralíu hafa notast við, er ekki gert ráð fyrir að vaxtahækkun geti leitt til aukningar verðbólgu vegna aukins jaðarkostnaðar fjármagns í fyrirtækjarekstri, enda eru slík atriði talin blikna í samanburði við þau áhrif vaxtahækkunar sem talin voru upp hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár