„Þetta er ekki einfalt mál,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene, þegar hann er spurður hver staðan sé á því að leita bóta fyrir Mehrawit á Íslandi og í Svíþjóð. Andemariam var fyrsti maðurinn í heiminum sem fékk græddan í sig plastbarka árið 2011 og dó hann í ársbyrjun 2014 eftir að hafa liðið sárar kvalir um langt skeið þar sem plastbarkinn í honum virkaði aldrei sem skyldi. Enda hafði aðgerðatæknin sem notuð var á Andemariam aldrei verið sannreynd og var Andemariam fyrsta lífveran sem fékk græddan í sig slíkan plastbarka. Aðgerðin var framkvæmd á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi af Paulo Macchiarini, Tómasi Guðbjartssyni og fleiri læknum en Tómas var læknir Andemariams á Íslandi.
Óljóst með skaðabótaábyrgðina
Sigurður segir að það sem er ekki einfalt í …
Athugasemdir