LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, lýsa yfir stuðningi allra stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis við afstöðu SHÍ, Stúdentaráðs Háskóla Íslands, gegn aldursgreiningum á hælisleitendum innan menntastofnana. Samtökin leggjast eindregið gegn því að aldursgreiningar á hælisleitendum eigi sér stað innan menntastofnana á Íslandi og hvetja Háskóla Íslands til þess að undirrita ekki þjónustusamning þess efnis, að því er fram kemur í tilkynningu sem birt er á vefsíðu samtakanna.
„Undanfarið hefur verið mikil umfjöllun um aldursgreiningar á hælisleitendum og aðkomu Háskóla Íslands að þeim. Unnið er nú að mögulegum þjónustusamningi Háskóla Íslands við Útlendingastofnun og verði hann samþykktur munu þessar greiningar fara opinberlega fram innan stærstu menntastofnunar Íslands,“ segir jafnframt í tilkynningu samtakanna. Þá segjast Landssamtök íslenskra stúdenta taka undir afstöðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að háskólar séu menntastofnanir.
„Unnið er nú að mögulegum þjónustusamningi Háskóla Íslands við Útlendingastofnun og verði hann samþykktur munu þessar greiningar fara opinberlega fram innan …
Athugasemdir