Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Algjör lúxus að vera vegan í dag

Sunna Ben neydd­ist til að læra að elda eft­ir að hún missti alla lyst á dýra­af­urð­um og varð veg­an. Fram­boð­ið af veg­an mat var þá miklu tak­mark­aðra en það er í dag. Í dag seg­ir Sunna að það sé í raun lúx­us að vera veg­an, það sé alltaf að aukast fram­boð og úr­val­ið af veg­an mat og hrá­efni sé al­veg fullt.

Algjör lúxus að vera vegan í dag
Missti alla lyst á dýraafurðum Sunna Ben segir að eftir að hún las bókina Animal Liberation eftir Peter Singer árið 2016 hafi hún ekki getað hugsað sér að borða meiri dýraafurðir og hafi gerst vegan. Það hafi líka þýtt að hún hafi fengið áhuga á matseld og uppskriftum. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er búin að vera grænmetisæta í þrettán ár. Ég var vegan þegar ég var í háskóla, í svona eitt ár, en mér gekk það ekki nógu vel því ég kunni ekki alveg að elda vegan mat. Þannig að ég gafst upp á því og fór bara aftur í að vera grænmetisæta, borðaði meira að segja fisk og egg. Svo árið 2016 las ég bókina Animal Liberation eftir Peter Singer og hún hafði djúpstæð áhrif á mig. Eftir að hafa lesið hana missti ég alla lyst á dýraafurðum og ég bara gat ekki meir, mælirinn varð bara fullur.“

Eftir að Sunna varð vegan aftur segir hún að hún hafi fengið miklu meiri áhuga á mat, eldamennsku og uppskriftum. „Það var ekki hlaupið að því að finna skyndibita eða raunar bara hráefni í vegan mat. Það hefur reyndar breyst alveg gríðarlega á mjög stuttum tíma, það er alltaf að bætast við eitthvað nýtt og betra og heilmikið úrval af öllu. Það er algjör lúxus að vera grænmetisæta eða vegan í dag.“

Sunna heldur úti Facebook-síðunni Reykjavegan þar sem hún deilir uppskriftum og ráðum með fólki. Vegan matseld er þó bara áhugamálið hennar en Sunna starfar sem samfélagsmiðlaráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni, auk þess að vera myndlistarmaður og plötusnúður. „Þetta er bara ástríða. Upprunalega langaði mig að skrifa um hvað væri í boði á veitingastöðum í Reykjavík, vegan, en þegar ég ætlaði að byrja að taka myndir á veitingastöðum komst ég að því að það væri alltaf dimmt inni á þeim og yfirlýstar myndir henta ekki á samfélagsmiðlum. Þannig að ég fór að prófa að gera uppskriftir og það fékk svona góð viðbrögð að ég hef bara orðið að halda áfram að prófa nýtt og birta nýjar uppskriftir.“

1. Trópíkal sjeik

1 dós kókosmjólk

1 veglegur banani

1 tsk. Pure Pea prótein frá Pulsin (örugglega hægt að nota annað óbragðbætt prótein, en ég er mjög hrifin af þessari vöru)

Ca lúka frosinn ananas

5–8 frosin jarðarber

Lítil kreista af vanillustevíu/vanilludropum (ég er svolítið að nota stevíu þessa dagana. Ég er nefnilega ekki hrifin af sykri en er með einhverja sætuþrá og stevían virkar vel á hana án þess að tjúlla blóðsykurinn).

Öllum þessum huggulegheitum er vippað í öflugan blender í nokkrar mínútur og svo er bara að njóta! Ísí písí og sjúklega frískandi!

2. Djúsí pasta með Oumph!

Ég mæli með þessum næringarríka og fljótlega rétti hvenær sem er, hentar vel þegar maður vill gæðin og bragðið en ekkert vesen. Þetta er matur sem er frábært að nýta í nesti. Ég elda hann stundum á kvöldin til þess að eiga sem nesti í vinnuna næstu daga, hann svíkur aldrei.

Sósan/kássan:

1 pakki Oumph! „The Chunk“

1 flaska Biona Passata með basil

1/2 ferna af Yosi matreiðslurjóma 

1/2+ poki af uppáhalds frosna grænmetinu þá stundina (ég notaði 50/50 blöndu af ítalskri blöndu frá Gestus með gulum baunum og papriku og klassísku brokkólí, blómkáls- og gulrótarblöndunni frá Gestus – gott hvort í sínu lagi, gebbað saman)

1/2 poki af spínati (alltaf gott að nýta spínat sem er farið að eldast í alla svona rétti)

Nokkrir fallegir sveppir

Krydd: þetta er réttur þar sem mér finnst kryddin skipta öllu máli, ég er rosalegur kryddisti og trúi staðfastlega á „more is more“-regluna. Ég mæli með að hver og einn prófi sig áfram með sín uppáhaldskrydd og verið ófeimin við að dæla vel ofan í af öllu nema kannski saltinu, sem er óæskilegt. Í þetta sinn notaði ég: svartan pipar, Herbamare, hvítlauk, cayenne og Sonnentor „All good Conrad Calm“ blönduna sem er frábær í rétti með ítölsku ívafi.

 Borið fram með:

Kolvetni að ykkar vali. Ég nota oftast gróft pasta eða kryddað kúskús. Sennilega ekki síðra að nota quinoa, bygg eða hrísgrjón. Í þetta sinn ristuðum við líka brauð og skvettum ólífuolíu, Herbamare salti og svörtum pipar yfir, nomms!

Fersku grænmeti. Mér finnst avókadó ómissandi með pasta og tómatssósu, veit ekki hvernig stendur á því, en auk þess vorum við með blandað salat með.

Aðferð:

Það er alltaf best að byrja á að sjóða vatn, það er svo lúmskt tímafrekt, og steikja það sem þarf mestan tíma, þetta frosna. Oumph-ið fer á pönnuna um leið og vatnið er farið að sjóða og pastað (eða hvað sem ykkur finnst best) fer ofan í pott. Þegar Oumph-ið er aðeins farið að brúnast er frosna grænmetinu bætt út í og því leyft að brúnast með.

Meðan það er í gangi þvæ ég sveppi og spínat vel og bæti þeim út í þegar frosna stöffið er um það bil hálfnað í eldun.

Svo hræri ég vel í kássunni og leyfi öllu að mýkjast og blandast saman áður en ég sturta kryddinu yfir og hræri vel. Því næst bæti ég Passata flöskunni út í, hræri öllu saman og bæti svo Yosi matreiðslurjómanum við og hræri enn meira. Þessu leyfi ég að malla í svona 5 mínútur áður en ég úrskurða matinn tilbúinn.

Þá er bara að njóta! 

3. Tofu quiche

Það besta við þetta quiche er að það er jafn gott heitt og kalt, svo það nýtist sem nesti í marga daga, mikið uppáhald hjá mér síðan ég var í háskóla fyrir hundrað árum og endalaust mikil snilld!

1 kubbur tofu 

250–300 g spelt eða hveiti (ég notaði gróft spelt)

250 ml þykk plöntumjólk (ég nota soja)

1 pakki sveppir

1 poki spínat

2 hvítlauksgeirar

Ólífuolía

Krydd – ég notaði blandaðar þurrkaðar ítalskar jurtir í botninn og salt, pipar, cayenne og Best á allt í blönduna.

Fyrst er botninn undirbúinn. Í hann fer:

250 g spelt/hveiti að eigin vali

1 tsk. salt (ég notaði Herbamare)

1 tsk. þurrkaðar jurtir (t.d. oregano, pitsukrydd)

Ólífuolía, ca 4 msk., meira ef deigið verður stíft

1/2 bolli kalt vatn

Byrja á að blanda þurru efnunum saman, svo eru olíu og vatni hrært út í. Nonstick spreyi súðað í hringlaga form áður en deigið er hnoðað á hreinu yfirborði með hveiti þangað til áferðin verður ákjósanleg, ekki of klístruð, ekki of þurr. Þegar deigið er tilbúið er því rúllað út með kefli svo það passi ca í formið og það svo lagt ofan í. Hér er gott að muna að búa til kant upp hliðarnar á forminu til þess að bakan verði í viðráðanlegum sneiðum. Þetta er svo bakað í 10–15 mín. á 180° hita. Svo er formið tekið út og því leyft að kólna meðan fyllingin er undirbúin.

Svo er að gera fyllinguna. Byrjað á að skera hvítlauksgeirana í litla bita, hita pönnu og hella á hana olíu, steikja hvítlaukinn aðeins upp úr olíunni og bæta svo tofuinu út á og leyfa að malla aðeins. Því næst eru sveppir skornir í þunnar sneiðar og þeim bætt við, eftir nokkrar mínútur má svo bæta spínatinu út í og leyfa öllu að mýkjast, brúnast og hitna saman. Þegar tofu er orðið brúnað og sveppir og spínat mjúkt er gott að krydda (ég notaði herbamare salt, pipar, cayenne og Best á allt blöndu), leyfa því að steikjast smám saman og bæta svo við 250 ml sojamjólk og 2 msk. af spelti/hveiti og hræra vel. Þá er blöndunni aðeins leyft að þykkjast meðan hrært er í henni á pönnunni og svo má hella henni ofan í bökuna og skella forminu aftur inn í ofn í 25–30 mínútur, eða þar til fyllingin er orðin brúnuð og falleg. Vippa út úr ofni og njóta!

4. Einfaldar hafrakökur

2 þroskaðir bananar

Hálf stór krukka hnetusmjör (ca 175 g)

10–15 mjúkar lífrænar döðlur (fer eftir stærð)

2 msk. hlynsýróp (ég nota lífrænt frá Biozentrale)

1 tsk. kókosolía (þessu var ég að bæta við, heldur kökum lengur mjúkum)

2 bollar haframjöl

2–3 msk. rúsínur

Dass himalaya salt

Kanill eftir smekk (ég setti mjög mikið)

Best er að byrja á að hita ofn á 180° á yfir- og undirhita.

Því næst eru bananar og hnetusmjör maukað saman í matvinnsluvél. Þegar það er orðið vel blandað bæti ég döðlum og sýrópi út í og mauka aftur vel. Síðan koma hafrar, rúsínur, salt og kanill sem ég hræri út í með höndunum (það er svo gott upp á áferð að hafa hafra og rúsínur í heilu lagi).

Kökunum er svo komið fyrir á bökunarpappír á ofnskúffu (ég nota fjölnota bökunarpappír því náttúran er næs) og bakaðar í ca 30–40 mínútur, eða þar til þær eru byrjaðar að brúnast fallega.

… Og svo er bara að standast freistinguna að borða þær allar í einu!

5. Bæjarins besta bananabrauð:

4–5 aldraðir bananar

3/4 bolli hrísmjólk

3/4 bolli fínmalað spelt

3/4 bolli fínmalaðir hafrar

2–3 msk. þurrkaður kókos

1 msk. mulin hörfræ (má sleppa)

1 tsk. vínsteinslyftiduft

1–2 msk. hnetusmjör (eftir smekk hér – en allir á mínu hemili eru hnetusmjörsfrík)

1–2 msk. söltuð sólblómafræ (má sleppa)

4 litlar döðlur

Vel af kanil, eða eftir smekk (ég elska kanil, set mikið)

Nokkrir vanilludropar

Rúsínur eftir smekk (aftur, ég set mikið en það má líka sleppa)

Á meðan öllu gumsinu er blandað saman forhita ég ofninn á 180°. Bananar og plöntumjólk fara fyrst í matvinnsluvélina (hún er ekki nauðsynleg, en áferðin verður alveg frábær!) og maukast saman í smá tíma, svo bætti ég þurrefnunum út í smám saman. Þegar deigið var orðið jafn þykkt og ég vildi spreyaði ég bökunarform með kókosolíu, skellti deiginu ofan í og í ofninn í dágóða stund, 25–30 mínútur ca, eða þar til hægt er að stinga hníf ofan í það og draga hann út án þess að hann komi út mjög klístraður.

Njótið vel!

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Líf mitt í fimm réttum

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár