Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Framkvæmdastjóri Örnu segir MS eiga greiðan aðgang að opinberum aðilum

Af­mæl­is­nefnd full­veld­is Ís­lands þver­tek­ur fyr­ir að at­höfn í Al­þing­is­hús­inu þar sem for­sæt­is­ráð­herra voru af­hent­ar mjólk­ur­fern­ur MS hafi ver­ið aug­lýs­ing. Sam­keppn­is­að­ili seg­ist ekki viss um að önn­ur einka­fyr­ir­tæki fengju sömu um­fjöll­un.

Framkvæmdastjóri Örnu segir MS eiga greiðan aðgang að opinberum aðilum
Katrín tekur við fernunum Framkvæmdastjóri Örnu segir athöfnina hafa verið kynningu á mjólkurvörum MS. Mynd: MS

Framkvæmdastjóri mjólkurframleiðslunnar Örnu segist hafa hlegið að frétt Stöðvar 2 á laugardag um atburð í anddyri Alþingis þar sem fulltrúar MS og afmælisnefndar fullveldis Íslands afhentu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra nýjar mjólkurfernur fyrirtækisins. Afmælisnefndin þvertekur fyrir að um auglýsingu hafi verið að ræða.

„Mér fannst þetta bara fyndið eins og líklega mörgum öðrum,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík. „Að þetta skyldi vera flokkað sem frétt og merkilegur atburður á Stöð 2. Þetta var bara kynning á mjólkurvörum MS, það geta allir séð það sem vilja.“

„Ég er ekki viss um að Coca Cola hefði getað gert þetta, þó þeir hefðu sett fullveldistexta á kókdós.“

Arna selur laktósafríar mjólkurvörur og er einn af fáum aðilum sem hafa farið í samkeppni við MS, langstærsta aðilann í framleiðslu á mjólkurafurðum. MS er 90,1% í eigu Auðhumlu, samvinnufélags kúabænda, og Kaupfélags Skagfirðinga, sem á 9,9% hlut. Fyrirtækið var dæmt til að greiða tæpan hálfan milljarð króna í sekt vegna samkeppnisbrota í héraðsdómi Reykjavíkur í maí.

„Þeir virðast eiga greiðan aðgang að opinberum aðilum,“ segir Hálfdán. „Ég er ekki viss um að Coca Cola hefði getað gert þetta, þó þeir hefðu sett fullveldistexta á kókdós.“

Athöfnin að frumkvæði nefndarinnar

Í samtali við Stundina segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri afmælisnefndar fullveldis Íslands, að athöfnin hafi verið að frumkvæði nefndarinnar og ekki í markaðsskyni fyrir MS. Í frétt Stöðvar 2 heimsótti Ragnheiður mjólkurbú MS á Selfossi, skálaði í mjólk og kynnti nýju fernurnar fyrir fréttamanni.

Ragnheiður Jóna IngimarsdóttirFramkvæmdastjóri afmælisnefndar var til viðtals í mjólkurbúi MS á Selfossi í fréttum Stöðvar 2.

„Mjólkursamsalan ákvað í samráði við afmælisnefnd að setja fræðslu og fróðleik um fullveldisárið 1918 á mjólkurfernur nú fyrir jólin,“ segir í tilkynningu frá Ragnheiði og Einari K. Guðfinnssyni, formanni nefndarinnar og fyrrverandi þingmanni. „Afmælisnefnd óskaði eftir því við forsætisráðherra að þiggja fyrstu fernurnar með fræðslutextum um fullveldið.  Í samráði við yfirstjórn Alþingis var ákveðið að afhendingin færi fram í anddyri Alþingishússins. Þess var gætt að hvergi kæmi fram kynningarefni frá fyrirtækinu og áhersla lögð á texta og myndefni sem tengjast fullveldisárinu. Fræðslutextar á fernunum eru unnir af Bryndísi Sverrisdóttur fyrir afmælisnefndina.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samkeppnismál

KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár