Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Alþingi leyfði forsætisráðherra að auglýsa MS mjólk í þinghúsinu

Skrif­stofu­stjóri Al­þing­is seg­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi ekki brot­ið regl­ur þeg­ar full­trú­ar MS af­hentu henni nýj­ar mjólk­ur­fern­ur í and­dyri þing­húss­ins. Ekki hafi ver­ið um vöru­aug­lýs­ingu að ræða, held­ur at­burð í tengsl­um við full­veldisaf­mæli Ís­lands.

Alþingi leyfði forsætisráðherra að auglýsa MS mjólk í þinghúsinu
Katrín Jakobsdóttir Fulltrúar afmælisnefndar og Mjólkursamsölunnar afhentu forsætisráðherra fyrstu fullveldismjólkurfernurnar. Mynd: MS

Skrifstofustjóri Alþingis segir forsætisráðherra ekki hafa brotið reglur þegar hún tók við nýjum mjólkurfernum Mjólkursamsölunnar (MS) í anddyri þinghússins. Athöfnin hafi verið með hans samþykki og í tengslum við fullveldisafmæli Íslands.

Á föstudag afhentu fulltrúar MS og afmælisnefndar fullveldis Íslands Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra nýjar mjólkurfernur fyrirtækisins, sem skreyttar eru með texta og myndum sem tengjast atburðum á fullveldisárinu 1918. Athöfnin fór fram í anddyri þinghússins og voru ljósmyndir teknar af Katrínu með mjólkurfernurnar fyrir framan málverk af Jóni Sigurðssyni forseta að mótmæla á þjóðfundinum 1851.

„Reglan er sú að húsið er ekki notað til kynningar á vörum og við teljum nú að það hafi ekki verið í þessu tilviki,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það var sérstaklega óskað eftir því að vera þarna, næstum því af hagkvæmnisástæðum, og við féllumst á það af því að þetta var tengt fullveldisafmælinu.“

„Við töldum að ekki væri um neina vörusýningu eða vöruauglýsingu að ræða.“

Athygli vakti í fyrra þegar Björt Ólafsdóttir, þá umhverfisráðherra, sat fyrir í þingsalnum í kjól frá fyrirtækinu Galvan í London, en listrænn stjórnandi þess, Sóla Káradóttir, er vinkona hennar til margra ára. Myndin birtist á samfélagsmiðlum Galvan, en Helgi sagði myndatökuna „óvenjulega“ þó að strangt til tekið hafi hún ekki verið brot á reglum. Í fyrstu grein siðareglna ráðherra er tekið skýrt fram að ráðherra skuli ekki notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðila sér nákomna.

„Það er engin stefnubreyting að þessu leyti,“ segir Helgi. „Þetta var þarna niðri í anddyri, með mínu samþykki, og við töldum að ekki væri um neina vörusýningu eða vöruauglýsingu að ræða, heldur fyrst og fremst atburð sem tengist hátíðardagskrá á hátíðarárinu.“

Forstjóri og markaðsfulltrúar MS afhentu fernurnar

Viðstödd athöfnina voru Ari Edwald, forstjóri MS, Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, og Ásgerður Höskuldsdóttir og Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúar MS. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri afmælisnefndarinnar, og nefndarmennirnir Sigrún Magnúsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir voru einnig viðstaddar. Afhentu þau Katrínu nýju fullveldisfernurnar.

Helgi segist ekki hafa verið sjálfur á staðnum, en hann hafi gefið leyfi eftir að beiðni barst frá afmælisnefndinni. Venjulega sé þó reynt að nota anddyri Skálans, viðbyggingarinnar við upprunalega húsið. „Þetta var reyndar anddyrið í þinghúsinu, en anddyrið í Skálanum er notað til margvíslegra viðburða eins og að afhenda undirskriftalista eða aðra hluti sem fólk eða samtök vilja afhenda þingmönnum. En slíkt mundi aldrei vera í þingsalnum,“ segir Helgi.

Fernurnar afhentarForsætisráðherra heldur á mjólkurfernum með fulltrúum MS og afmælisnefndarinnar.

Mjólkursamsalan er 90,1% í eigu Auðhumlu, samvinnufélags kúabænda, og Kaupfélags Skagfirðinga, sem á 9,9% hlut. Fyrirtækið er í samkeppni við aðra framleiðendur mjólkurafurða og var það dæmt til að greiða tæpan hálfan milljarð króna í sekt vegna samkeppnisbrota í héraðsdómi Reykjavíkur í maí.

Nýmjólk „bara best“

Eftir athöfnina var boðið upp á mjólk og rjómapönnukökur. Í frétt á Vísi með fyrirsögninni „Forsætisráðherra drekkur eingöngu nýmjólk“ var fjallað um atburðinn og viðtal tekið við Katrínu:

En er Katrín mikil mjólkurkona ?

„Nei, ég er það nú ekkert endilega, ég er meira fyrir aðrar mjólkurafurðir eins og osta, smjör og rjóma en mjólk með heitum kökum eða nýbökuðum pönnukökum er náttúrulega algjörlega frábær“.

En hvernig mjólk drekkur Katrín ?

„Nýmjólk“, segir hún ákveðin og þá var spurt hvort hún væri að reyna að fita sig? Katrín hló og svaraði, „það er mikilvægt að byggja upp ákveðið fitulag en mér finnst hún bara best“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár