Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hæsti styrkur Pírata frá HB Granda

Pírat­ar fengu að­eins styrki frá fjór­um lög­að­il­um í fyrra en fé­lags­menn styrktu flokk­inn um rúm­ar 8 millj­ón­ir. Flokk­ur­inn hagn­að­ist um 16 millj­ón­ir á ár­inu.

Hæsti styrkur Pírata frá HB Granda

Píratar högnuðust um 16 milljónir króna á árinu 2017 og eigið fé þeirra stóð í 46 milljónum í árslok. Aðeins fjórir lögaðilar styrktu flokkinn um samtals 560 þúsund, en útgerðarfélagið HB Grandi greiddi hæsta mögulega styrk, 400 þúsund krónur.

Þetta kemur fram í ársreikningi Pírata vegna 2017 sem Ríkisendurskoðun birti í dag. Fram kemur að tekjur flokksins í fyrra hafi numið 77 milljónum króna. Megnið af þeirri upphæð voru ríkisframlög, eða tæpar 67 milljónir, en félagsmenn flokksins styrktu hann um 8,4 milljónir. Enginn einstaklingur styrkti flokkinn um meira en 200 þúsund krónur og er því enginn nefndur á nafn í reikningnum.

Rekstur flokksins kostaði rúma 61 milljón króna í fyrra og hagnaðist því flokkurinn um tæpar 16 milljónir króna á árinu. Árið áður hafði hagnaðurinn numið 7 milljónum. Eigið fé flokksins var 46 milljónir króna í árslok og skuldir aðeins um eina milljón króna. Þá kemur fram í ársreikningnum að sala á Píratavarningi hafi skapað 60 þúsund krónur í tekjur á árinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár