Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ráðuneytið dró upp villandi mynd af fjárhagsvanda Íslandspósts

Fjár­mála­ráðu­neyt­ið rétt­lætti 500 millj­óna lán­veit­ingu með mis­vís­andi hætti og rakti fjár­hags­vanda Ís­land­s­pósts til bréfa­pósts og al­þjón­ustu þrátt fyr­ir að slík þjón­usta hafi skil­að um­tals­verð­um hagn­aði und­an­far­in ár.

Ráðuneytið dró upp villandi mynd af fjárhagsvanda Íslandspósts
Aðstoðarmaður í stjórn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði Svanhildi Hólm Valsdóttur aðstoðarkonu sína í stjórn Íslandspósts sem nú fær neyðarlán frá ríkinu. Dregin er upp villandi mynd af forsendum lánsins í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

Fjármálaráðuneytið dró upp villandi mynd af fjárhagsmálefnum Íslandspósts í tilkynningu sem birtist á vef stjórnarráðsins þann 14. september síðastliðinn.

Í tilkynningunni er lausafjárvandi fyrirtækisins rakinn til þess að tekjur af bréfasendingum vegna alþjónustu hafi dregist saman. Raunin er hins vegar sú að bréfasendingar innan einkaréttar hafa skilað Íslandspósti viðvarandi hagnaði undanfarin ár auk þess sem Póst- og fjarskiptastofnun staðfesti fyrr á árinu að rekstrarvandi Íslandspósts væri ekki tilkominn vegna alþjónustuskyldna. 

Tekjur af einkaréttarþjónustu póstsins jukust úr 2,8 milljörðum í 3,2 milljarða milli áranna 2015 og 2016 og námu 3,3 milljörðum í fyrra um leið og rekstrargjöld stóðu nokkurn veginn í stað.

Eins og Stundin fjallaði um í gær virðist Íslandspóstur hafa oftekið gjöld innan einkaréttarins upp á hundruð milljóna undanfarin tvö ár. Póst- og fjarskiptastofnun hefur áður gefið þau svör að sá viðsnúningur frá rekstrarárinu 2015 stafi meðal annars af tekjuaukningu umfram áætlun og hagræðingaraðgerðum.

Tilkynning fjármálaráðuneytisins birtist um miðjan september eftir að Stundin hafði greint frá því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlaði að veita Íslandspósti lán upp á 500 milljónir króna.

Aðstoðarmaður Bjarna, Svanhildur Hólm Valsdóttir, er varaformaður stjórnar Íslandspósts og hefur setið í stjórninni frá því í mars 2014. Stjórninni ber, samkvæmt samþykktum Íslandspósts, að hafa stöðugt og ítarlegt eftirlit með öllum rekstri félagsins og setja gjaldskrá í samræmi við ákvæði laga um póstþjónustu. Stjórnarformaður Íslandspósts er Bjarni Jónsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, og forstjóri er Ingimundur Sigurpálsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar sem einnig er stjórnarformaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Isavia. 

„Neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu“

„Tekjur af bréfasendingum vegna alþjónustu hafa dregist saman á sama tíma og dreifikerfið hefur stækkað með fjölgun íbúða og fyrirtækja, en auknar tekjur af pakkasendingum hafa ekki dugað til að vega upp á móti samdrætti í bréfasendingum,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. „Þessi þróun hefur haft neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu félagsins.“

Fullyrðingarnar ganga t.d. í berhögg við upplýsingar sem koma fram í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá 23. janúar síðastliðnum um fækkun dreifingardaga á pósti. Þar tekur stofnunin fram að Íslandspóstur hafi fengið magnminnkun innan einkaréttar að fullu bætta í gegnum gjaldskrárbreytingar undanfarin ár. Rekstrarafkoma einkaréttarins hafi verið „vel viðunandi“ og einkaréttinum sé ætlað að standa undir alþjónustuskyldunum sem hvíla á fyrirtækinu. „Að mati PFS eru því möguleg vandamál í tengslum við afkomu fyrirtækisins ekki tilkomin vegna þeirra skyldna sem hvílt hafa á fyrirtækinu vegna alþjónustu á undanförnum árum.“ 

Þá vekur athygli að í tilkynningu fjármálaráðuneytisins vegna lánveitingarinnar til Íslandspósts er einungis sagt frá þróun tekna án þess að samhliða sé gerð grein fyrir þróun gjalda. Í þessu tilviki hefur einmitt mismunur tekna og gjalda falið í sér verulegan hagnað undanfarin ár. Eru þannig upplýsingarnar misvísandi.

Lög gera ráð fyrir að gjaldskrár-
breytingar fyrirbyggi tap af alþjónustu

Samkvæmt 16. gr. laga um póstþjónustu eiga gjaldskrár fyrir alþjónustu Íslandspósts að taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Ef rétt væri að alþjónusta Íslandspósts væri að valda fyrirtækinu rekstrarvanda þá væri það til marks um að þróun gjaldskrár hefði ekki samræmst þessu lagaákvæði. Raunin er hins vegar sú að gjaldskrá fyrir bréfapóst í einkarétti hefur hækkað umtalsvert undanfarin ár, langt umfram þróun vísitölu neysluverðs.

Þegar Íslandspóstur skilaði Póst- og fjarskiptastofnun sundurliðuðum bóhalds- og fjármálaupplýsingum vegna rekstraráranna 2013, 2014 og 2015 staðfesti stofnunin að verðgrundvöllur einkaréttar væri í samræmi við 16. gr. laga um póstþjónustu. Í yfirliti Póst- og fjarskiptastofnunar vegna bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts árið 2016 var hins vegar brugðið frá venjunni og ekki vikið einu orði að því hvort verðgrundvöllur einkaréttarins og gjaldskrá Íslandspósts samræmist umræddu lagaákvæði. Það var þó ekki vegna slakrar afkomu, heldur vegna hundruða milljóna hagnaðar – og vart þarf að taka fram að mikill og viðvarandi hagnaður getur seint haft neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu fyrirtækis, slík áhrif má yfirleitt rekja til tapreksturs.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur fjármálaráðuneytinu þegar verið bent á að sú mynd sem dregin er upp í tilkynningunni stangist á við fyrirliggjandi upplýsingar um bókhald og rekstur Íslandspósts. Tilkynningin hefur engu að síður verið látin standa óbreytt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár