Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ráðuneytið dró upp villandi mynd af fjárhagsvanda Íslandspósts

Fjár­mála­ráðu­neyt­ið rétt­lætti 500 millj­óna lán­veit­ingu með mis­vís­andi hætti og rakti fjár­hags­vanda Ís­land­s­pósts til bréfa­pósts og al­þjón­ustu þrátt fyr­ir að slík þjón­usta hafi skil­að um­tals­verð­um hagn­aði und­an­far­in ár.

Ráðuneytið dró upp villandi mynd af fjárhagsvanda Íslandspósts
Aðstoðarmaður í stjórn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði Svanhildi Hólm Valsdóttur aðstoðarkonu sína í stjórn Íslandspósts sem nú fær neyðarlán frá ríkinu. Dregin er upp villandi mynd af forsendum lánsins í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

Fjármálaráðuneytið dró upp villandi mynd af fjárhagsmálefnum Íslandspósts í tilkynningu sem birtist á vef stjórnarráðsins þann 14. september síðastliðinn.

Í tilkynningunni er lausafjárvandi fyrirtækisins rakinn til þess að tekjur af bréfasendingum vegna alþjónustu hafi dregist saman. Raunin er hins vegar sú að bréfasendingar innan einkaréttar hafa skilað Íslandspósti viðvarandi hagnaði undanfarin ár auk þess sem Póst- og fjarskiptastofnun staðfesti fyrr á árinu að rekstrarvandi Íslandspósts væri ekki tilkominn vegna alþjónustuskyldna. 

Tekjur af einkaréttarþjónustu póstsins jukust úr 2,8 milljörðum í 3,2 milljarða milli áranna 2015 og 2016 og námu 3,3 milljörðum í fyrra um leið og rekstrargjöld stóðu nokkurn veginn í stað.

Eins og Stundin fjallaði um í gær virðist Íslandspóstur hafa oftekið gjöld innan einkaréttarins upp á hundruð milljóna undanfarin tvö ár. Póst- og fjarskiptastofnun hefur áður gefið þau svör að sá viðsnúningur frá rekstrarárinu 2015 stafi meðal annars af tekjuaukningu umfram áætlun og hagræðingaraðgerðum.

Tilkynning fjármálaráðuneytisins birtist um miðjan september eftir að Stundin hafði greint frá því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlaði að veita Íslandspósti lán upp á 500 milljónir króna.

Aðstoðarmaður Bjarna, Svanhildur Hólm Valsdóttir, er varaformaður stjórnar Íslandspósts og hefur setið í stjórninni frá því í mars 2014. Stjórninni ber, samkvæmt samþykktum Íslandspósts, að hafa stöðugt og ítarlegt eftirlit með öllum rekstri félagsins og setja gjaldskrá í samræmi við ákvæði laga um póstþjónustu. Stjórnarformaður Íslandspósts er Bjarni Jónsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, og forstjóri er Ingimundur Sigurpálsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar sem einnig er stjórnarformaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Isavia. 

„Neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu“

„Tekjur af bréfasendingum vegna alþjónustu hafa dregist saman á sama tíma og dreifikerfið hefur stækkað með fjölgun íbúða og fyrirtækja, en auknar tekjur af pakkasendingum hafa ekki dugað til að vega upp á móti samdrætti í bréfasendingum,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. „Þessi þróun hefur haft neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu félagsins.“

Fullyrðingarnar ganga t.d. í berhögg við upplýsingar sem koma fram í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá 23. janúar síðastliðnum um fækkun dreifingardaga á pósti. Þar tekur stofnunin fram að Íslandspóstur hafi fengið magnminnkun innan einkaréttar að fullu bætta í gegnum gjaldskrárbreytingar undanfarin ár. Rekstrarafkoma einkaréttarins hafi verið „vel viðunandi“ og einkaréttinum sé ætlað að standa undir alþjónustuskyldunum sem hvíla á fyrirtækinu. „Að mati PFS eru því möguleg vandamál í tengslum við afkomu fyrirtækisins ekki tilkomin vegna þeirra skyldna sem hvílt hafa á fyrirtækinu vegna alþjónustu á undanförnum árum.“ 

Þá vekur athygli að í tilkynningu fjármálaráðuneytisins vegna lánveitingarinnar til Íslandspósts er einungis sagt frá þróun tekna án þess að samhliða sé gerð grein fyrir þróun gjalda. Í þessu tilviki hefur einmitt mismunur tekna og gjalda falið í sér verulegan hagnað undanfarin ár. Eru þannig upplýsingarnar misvísandi.

Lög gera ráð fyrir að gjaldskrár-
breytingar fyrirbyggi tap af alþjónustu

Samkvæmt 16. gr. laga um póstþjónustu eiga gjaldskrár fyrir alþjónustu Íslandspósts að taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Ef rétt væri að alþjónusta Íslandspósts væri að valda fyrirtækinu rekstrarvanda þá væri það til marks um að þróun gjaldskrár hefði ekki samræmst þessu lagaákvæði. Raunin er hins vegar sú að gjaldskrá fyrir bréfapóst í einkarétti hefur hækkað umtalsvert undanfarin ár, langt umfram þróun vísitölu neysluverðs.

Þegar Íslandspóstur skilaði Póst- og fjarskiptastofnun sundurliðuðum bóhalds- og fjármálaupplýsingum vegna rekstraráranna 2013, 2014 og 2015 staðfesti stofnunin að verðgrundvöllur einkaréttar væri í samræmi við 16. gr. laga um póstþjónustu. Í yfirliti Póst- og fjarskiptastofnunar vegna bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts árið 2016 var hins vegar brugðið frá venjunni og ekki vikið einu orði að því hvort verðgrundvöllur einkaréttarins og gjaldskrá Íslandspósts samræmist umræddu lagaákvæði. Það var þó ekki vegna slakrar afkomu, heldur vegna hundruða milljóna hagnaðar – og vart þarf að taka fram að mikill og viðvarandi hagnaður getur seint haft neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu fyrirtækis, slík áhrif má yfirleitt rekja til tapreksturs.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur fjármálaráðuneytinu þegar verið bent á að sú mynd sem dregin er upp í tilkynningunni stangist á við fyrirliggjandi upplýsingar um bókhald og rekstur Íslandspósts. Tilkynningin hefur engu að síður verið látin standa óbreytt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár