Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Bragi hættir í Gettu betur

Stíg­ur til hlið­ar úr spyr­ils­hlut­verk­inu og seg­ist með því vilja axla ábyrgð á því að hafa áreitt 17 ára stúlku kyn­ferð­is­lega.

Björn Bragi hættir í Gettu betur
Stígur til hliðar Björn Bragi er hættur sem spyrill í Gettu betur.

B

jörn Bragi Arnarsson hefur ákveðið að hætta sem spyrill í spurningakeppninni Gettu betur. Björn Bragi viðurkenndi að hafa áreitt 17 ára stúlku kynferðislega um helgina. Hann segir að með því að stíga til hliðar sem spyrill vilji hann axla ábyrgð sína.

Björn Bragi játaði í færslu á Facebook að hafa snert 17 ára stúlku „á ósæmilegan hátt“ og baðst afsökunar í nótt. Myndband sem sýnir atvikið fór á dreifingu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Brot Björns Braga gætu varðað við allt að tveggja ára frangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum.

Björn Bragi hefur síðustu fimm ár verið spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskóla, í Ríkissjónvarpinu. Dagskrárstjóri sjónvarps, Skarphéðinn Guðmundsson, sagði í tölvupósti til Stundarinnar í morgun að ekki væri búið að taka ákvarðanir um stöðu Björns Braga hjá Ríkisútvarpinu. Björn Bragi hefur nú sjálfur lýst því að hann sé hættur. Færslu hans má lesa hér að neðan.

 „Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki.

Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður.

Ég hef átt fimm góð ár í hlutverki spyrils. Þátturinn mun halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem vinnur að þættinum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár