Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Björn Bragi hættir í Gettu betur

Stíg­ur til hlið­ar úr spyr­ils­hlut­verk­inu og seg­ist með því vilja axla ábyrgð á því að hafa áreitt 17 ára stúlku kyn­ferð­is­lega.

Björn Bragi hættir í Gettu betur
Stígur til hliðar Björn Bragi er hættur sem spyrill í Gettu betur.

B

jörn Bragi Arnarsson hefur ákveðið að hætta sem spyrill í spurningakeppninni Gettu betur. Björn Bragi viðurkenndi að hafa áreitt 17 ára stúlku kynferðislega um helgina. Hann segir að með því að stíga til hliðar sem spyrill vilji hann axla ábyrgð sína.

Björn Bragi játaði í færslu á Facebook að hafa snert 17 ára stúlku „á ósæmilegan hátt“ og baðst afsökunar í nótt. Myndband sem sýnir atvikið fór á dreifingu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Brot Björns Braga gætu varðað við allt að tveggja ára frangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum.

Björn Bragi hefur síðustu fimm ár verið spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskóla, í Ríkissjónvarpinu. Dagskrárstjóri sjónvarps, Skarphéðinn Guðmundsson, sagði í tölvupósti til Stundarinnar í morgun að ekki væri búið að taka ákvarðanir um stöðu Björns Braga hjá Ríkisútvarpinu. Björn Bragi hefur nú sjálfur lýst því að hann sé hættur. Færslu hans má lesa hér að neðan.

 „Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki.

Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður.

Ég hef átt fimm góð ár í hlutverki spyrils. Þátturinn mun halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem vinnur að þættinum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu