Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Bragi hættir í Gettu betur

Stíg­ur til hlið­ar úr spyr­ils­hlut­verk­inu og seg­ist með því vilja axla ábyrgð á því að hafa áreitt 17 ára stúlku kyn­ferð­is­lega.

Björn Bragi hættir í Gettu betur
Stígur til hliðar Björn Bragi er hættur sem spyrill í Gettu betur.

B

jörn Bragi Arnarsson hefur ákveðið að hætta sem spyrill í spurningakeppninni Gettu betur. Björn Bragi viðurkenndi að hafa áreitt 17 ára stúlku kynferðislega um helgina. Hann segir að með því að stíga til hliðar sem spyrill vilji hann axla ábyrgð sína.

Björn Bragi játaði í færslu á Facebook að hafa snert 17 ára stúlku „á ósæmilegan hátt“ og baðst afsökunar í nótt. Myndband sem sýnir atvikið fór á dreifingu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Brot Björns Braga gætu varðað við allt að tveggja ára frangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum.

Björn Bragi hefur síðustu fimm ár verið spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskóla, í Ríkissjónvarpinu. Dagskrárstjóri sjónvarps, Skarphéðinn Guðmundsson, sagði í tölvupósti til Stundarinnar í morgun að ekki væri búið að taka ákvarðanir um stöðu Björns Braga hjá Ríkisútvarpinu. Björn Bragi hefur nú sjálfur lýst því að hann sé hættur. Færslu hans má lesa hér að neðan.

 „Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki.

Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður.

Ég hef átt fimm góð ár í hlutverki spyrils. Þátturinn mun halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem vinnur að þættinum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár