Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Þegar maður er í leyfi frá einhverju starfi þá hefur maður engar skyldur þar“

Dav­íð Þór Björg­vins­son seg­ist hafa ver­ið í góðri trú þeg­ar hann veitti rík­is­lög­manni ráð­gjöf, í ljósi þess að hann hafi ver­ið í leyfi frá dóm­ara­störf­um. Sinnti ráð­gjöf­inni án þess að sam­ið væri um greiðsl­ur

„Þegar maður er í leyfi frá einhverju starfi þá hefur maður engar skyldur þar“
Ekki rætt um greiðslur Davíð Þór segist telja að það hafi verið sameiginlegur skilningur sinn og lögmanns ríkisins að greiðslur hafi átt að koma til vegna ráðgjafar Davíðs Þórs. Það hafi þó ekki verið rætt. Mynd: Af Facebook-síðu Lögfræðingafélagsins

Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, segist ekki hafa litið svo á að hann væri að sinna aukastarfi þegar hann ráðlagði embætti ríkislögmanns varðandi mál sem rekið er fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og snýr að samdómurum Davíðs Þórs við Landsrétt. Ekki hafi verið gengið frá því að hann fengi greiðslur fyrir þó hann hafi reiknað með að sameiginlegur skilningur væri um slíkt. Hann hafi ekki enn þegið greiðslur fyrir og ef það samrýmist ekki reglum muni hann ekki þiggja þær. 

Davíð Þór var skipaður dómari við Landsrétt um mitt ár 2017 en rétturinn tók til starfa í upphafi þessa árs, 2018. Davíð var hins vegar veitt leyfi til frá dómarastörfum til að gegn embætti setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Hann kom til starfa við Landsdóm 1. október síðastliðinn. Davíð Þór var því í leyfi frá störfum þegar hann veitti embætti lögmanns ríkisins ráðgjöf í máli ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Davíð Þór var dómari við Mannréttindadómstólinn um níu ára skeið.

Stundin hafði samband við Davíð Þór við vinnslu fréttar um að verulegur vafi leiki á að honum hafi verið heimilt að inna af hendi ráðgjöf til embættis lögmanns ríkisins. Stundin innti Davíð Þór eftir því hvort hann teldi að með svari nefndar um dómarastörf, 24. október, hefði staða hans með einhverjum hætti breyst frá því sem var þegar hann lýsti því í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að hann hefði komið að ráðgjöfinni . Davíð Þór sagðist ekki hafa séð umrætt svar nefndarinnar, þrátt fyrir að fram komi að honum hafi verið sent afrit af því. Þar af leiðandi vildi hann ekki tjá sig um málið að svo komnu máli.

Davíð Þór hafði svo aftur samband við Stundina þegar hann hafði lesið umrætt bréf nefndar um dómarastörf. Hann sagði að hann liti enn svo á að hann hefði ekki verið að sinna aukastarfi sem dómari, þar eð hann hefði verið í leyfi.

Segir að um lögfræðilega ráðgjöf hafi verið að ræða

„Þessi grein [45. grein laga um dómstóla] fjallar um aukastarf dómara, með dómarastörfum. Það var mitt mat á sínum tíma, þegar farið var þess á leit við mig að ég veitti ráðgjöf með því að spjalla við ríkislögmann um þetta erindi frá Mannréttindadómstólnum, að það væri ekki aukastarf með dómarastarfi. Ég leit ekki svo á. Ég hafði aldrei tekið við þessu dómarastarfi. Mér finnst ekki augljóst að þetta verði skilið þannig. Þegar maður er í leyfi frá einhverju starfi þá hefur maður engar skyldur þar. Og það er ekkert í þessu bréfi nefndar um dómarastörf sem tekur á því.“

„Reyndar hef ég ekki fengið neitt borgað fyrir þetta þannig að það mætti kannski hafa það í huga.“

Davíð Þór viðurkennir þó að auðvitað hafi það verið lögfræðileg ráðgjöf sem hann veitti ríkislögmanni. „Jú, að sjálfsögðu var þetta lögfræðileg ráðgjöf.“

Þegar blaðamaður bendir Davíð Þór á niðurlagið í bréfi nefndarinnar, þar sem segir „að almennt verði að telja að lögfræðileg ráðgjöf gegn endurgjaldi sé ekki heimil dómara“ og að það sé álit nefndarinnar það eigi við frá þeim tíma sem dómari hefur verið skipaður í embætti svarar Davíð Þór því til að hann hafi ekki fengið greitt fyrir ráðgjöfina. „Reyndar hef ég ekki fengið neitt borgað fyrir þetta þannig að það mætti kannski hafa það í huga.“

Spurður þá hvort ekki standi til að hann fái greitt fyrir þá vinnu sem hann innti af hendi svarar Davíð Þór: „Það var, ég reikna með að það hafi verið sameiginlegur skilningur en það hefur ekki verið farið fram á það ennþá og það er alveg óvíst að það verði gert ef ég er með því að brjóta einhverjar reglur. Ég verð bara að kanna það.“

Störf Davíðs Þórs tiltekin í svari forsætisráðherra 

Rétt er að geta þess að í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrispurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, frá 16. október, þar sem Sigmundur spurði hvort réðherran hefði fengið utanaðkomandi aðila til ráðgjafar frá því núverandi ríkisstjórn tók til starfa, er nafn Davíðs Þór að finna. Í svarinu segir að Davíð Þór hafi innt af hendi „Ráðgjöf vegna ritunar greinargerðar af hálfu ríkislögmanns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.“

„Þetta bara var ekkert rætt“

Spurður frekar út í þessa hlið málsins, hvort það hafi hafi þá verið sameiginlegur skilningu af hálfu embættis ríkislögmanns og Davíðs Þórs að hann ætti að fá greiðslu fyrir ráðgjöf sína svarar Davíð Þór:

„Veistu það, ég get ekki einu sinni sagt að það hafi verið þannig. Þetta bara var ekkert rætt.“

-Þannig að þú féllst á að veita ríkislögmanni lögfræðilega ráðgjöf í umræddu máli án þess að það væri um það samið að þú fengir fyrir það neinar greiðslur?

„Ja, það hefur ekki verið samið um neinar greiðslur, það hefur ekki verið gert ennþá. Og ef að af því verður þá mun ég skoða það sko, ég mun hafa samband við nefndina og athuga hvort það sé eitthvað því til fyrirstöðu. Að sjálfsögðu gerist það ekki ef það er mat nefndarinnar, sem ég reyndar veit ekki hvort hún mun fjalla um, hvort það sé mat nefndarinnar hvort það sé brot á þessu ákvæði 45. greinar [dómstólalaga], ég bara veit það ekki.“

-En nú hefur þú innt þessa ráðgjöf af hendi hvort eð er og í það minnsta hálfpartinn gert ráð fyrir að fá greitt fyrir?

„Já, ég svona gerði ráð fyrir því vegna þess að ég taldi þetta ekki vera eitthvað sem væri aukastarf. Ég ræddi bara við ríkislögmann um hvaða taktík myndi koma best að gagni, það var nú ekkert meira en það. Ég hef aldrei reynt að leyna því nokkurs staðar. Ég gerði þetta bara í góðri trú, það var bara þannig.“

Davíð Þór svaraði því ekki efnislega í samtali sínu við Stundina hvort hann hefði haft samband við nefnd um dómarastörf og tilkynnt nefndinni fyrirfram um að hann hyggðist taka að sér aukastarf í formi ráðgjafar fyrir embætti ríkislögmanns. Af svörum Davíðs Þórs má hins vegar skilja að hann hafi ekki talið ástæðu til að upplýsa nefndina um það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár