Gabriela Motola, sem starfaði í verktöku fyrir RGB, systurfélag kvikmyndaframleiðandans Pegasus, hefur unnið dómsmál gegn fyrirtækinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gabriela fór í mál við RGB eftir að starfslokasamningi hennar var rift einhliða af aðaleiganda RGB og Pegasus. Var RGB dæmt til að greiða henni það sem eftir var af starfslokasamningi hennar.
Gabriela er margverðlaunaður ljósmyndari frá Bandaríkjunum og vann sem litaleiðréttari (e. „colourist“) hjá RGB, en skyldur hennar sneru að myndvinnslu og litajöfnun á myndum og myndböndum. Hún var ráðin sem verktaki til að leysa af Eggert Baldvinsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins og aðal litaleiðréttara þess, sem var að fara í sumarfrí og barneignarleyfi.
Stundin fjallaði um málið í ágúst 2017, en þá kom fram að heilsu Gabrielu hefði farið hrakandi og taldi hún orsökina vera slæm loftgæði í byggingunni. Gabriela fékk vottorð frá sérfræðingi í ofnæmislækningum sem sagði einkenni hennar „afar sennilega tengjast …
Athugasemdir