Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hrakin af vinnustað vegna myglusvepps

Gabriela var rek­in án frek­ari greiðslna af RGB mynd­vinnslu, systra­fé­lagi Pega­sus kvik­mynda­gerð, þrátt fyr­ir skrif­legt sam­komu­lag um þriggja mán­aða starfs­lok. Eig­andi seg­ir ekk­ert óeðli­legt við starfs­lok­in þar sem hún var verktaki. Starfs­greina­sam­band­ið kall­ar þetta gervi­verk­töku.

Gabriela Motola er margverðlaunaður ljósmyndari frá Bandaríkjunum sem starfaði í verktöku fyrir RGB, systurfélag kvikmyndaframleiðandans Pegasus. Þar kvartaði hún undan slæmum loftskilyrðum á skrifstofunni og afhenti yfirmönnum sínum læknisvottorð sem gaf til kynna að veikindi hennar tengdust sennilega heilsuspillandi húsnæði á vinnustaðnum. Að lokum var starfssamningi við hana rift. Það gerði aðaleigandi beggja fyrirtækjanna, Snorri Þórisson, þann 22. júní, eftir að yfirmaður hennar hafði samið við hana um þriggja mánaða starfslokasamning. 

„Þegar það kemur að því að skilja við verktaka þá hefur hann ekki sömu réttindi og starfsmaður,“ sagði Snorri í tölvupósti til Gabrielu.

Gabriela er 41 árs, fædd og uppalin í New Jersey í Bandaríkjunum, þaðan sem hún flutti til Bretlands þar sem hún bjó til margra ára áður en hún kom til Íslands. Hún út ljósmyndabókina An Equal Difference árið 2015 um jafnréttismál á Íslandi og þær fyrirmyndir sem fyrirfinnast hér.

Í desember 2016 hóf hún störf fyrir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu