Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

FA kvartar í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar: „Skýrt og skjalfest brot á sáttinni“

ePóst­ur, dótt­ur­fé­lag Ís­land­s­pósts, reið­ir sig enn á vaxta­laust lán frá móð­ur­fé­lag­inu þrátt fyr­ir að Ís­land­s­póst­ur hafi skuld­bund­ið sig með sátt við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið til að hverfa frá slík­um við­skipta­hátt­um. Fé­lag at­vinnu­rek­enda ætl­ast til þess að sam­keppn­is­yf­ir­völd taki hart á þessu.

FA kvartar í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar: „Skýrt og skjalfest brot á sáttinni“

Félag atvinnurekenda hefur kvartað til eftirlitsnefndar um framkvæmd sáttar Íslandspóst við Samkeppniseftirlitið í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um ePóst, dótturfélag Íslandspósts. 

Stundin greindi frá því 25. september síðastliðinn að ePóstur ehf. reiddi sig enn á vaxtalaust lán frá móðurfélaginu samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2017, þrátt fyrir að Íslandspóstur hafi skuldbundið sig með sátt við Samkeppniseftirlitið til að hverfa frá slíkum viðskiptaháttum. 

Fram kom í frétt Stundarinnar að skuld ePósts við móðurfélagið næmi 284 milljónum samkvæmt ársreikningi en vaxtagjöld ePósts væru aðeins 5.547 krónur, augljóslega langt undir markaðskjörum þrátt fyrir að Íslandspóstur hefði skuldbundið sig samkvæmt sáttinni við Samkeppniseftirlitið til að tryggja að ábyrgð ríkisfyrirtækisins gagnvart dótturfélögum takmarkaðist við eiginfjárframlag og að stofnfjármögnun dótturfélaga væri á kjörum sem eru ekki undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.

Ólafur Stephensenframkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

„Í tilviki ePósts er um að ræða skýrt og skjalfest brot á sáttinni, sem samkeppnisyfirvöld hljóta að taka hart á,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í tilkynningu sem birtist á vef félagsins í gær. Hefur Félag atvinnurekenda farið fram á að málið verði skoðað auk þess sem rýnt verði í lán Íslandspósts til annarra dótturfélaga og metið hvort um sé að ræða brot á sáttinni. 

Félag atvinnurekenda bendir á að ekki aðeins séu vaxtagjöld ePósts „í hrópandi ósamræmi við þá vexti sem sambærileg fyrirtæki greiða á lánsfjármarkaði“ heldur megi einnig draga í efa að rétt lánsfjárhæð sé færð í ársreikning ePósts. „Á bls. 65 í sáttinni segir að LRAIC-kostnaðarlíkanið innifeli sértækan fastan kostnað sem fallið hafi til við starfrækslu viðkomandi samkeppnisþáttar, þótt hann hafi fallið til í fortíðinni,“ segir í bréfinu, sem Guðný Hjaltadóttir lögfræðingur ritar fyrir hönd samtakanna. „Að réttu ætti því að reikna vexti vegna ársins 2017 af mun hærri fjárhæð en 283 milljónum, þar sem bæta hefði átt uppsöfnuðum vöxtum við höfuðstólinn.“ 

Stundin sendi Íslandspósti fyrirspurn um málið þann 24. september og óskaði eftir svörum frá Ingimundi Sigurpálssyni forstjóra. Engin svör hafa borist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár