Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

FA kvartar í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar: „Skýrt og skjalfest brot á sáttinni“

ePóst­ur, dótt­ur­fé­lag Ís­land­s­pósts, reið­ir sig enn á vaxta­laust lán frá móð­ur­fé­lag­inu þrátt fyr­ir að Ís­land­s­póst­ur hafi skuld­bund­ið sig með sátt við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið til að hverfa frá slík­um við­skipta­hátt­um. Fé­lag at­vinnu­rek­enda ætl­ast til þess að sam­keppn­is­yf­ir­völd taki hart á þessu.

FA kvartar í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar: „Skýrt og skjalfest brot á sáttinni“

Félag atvinnurekenda hefur kvartað til eftirlitsnefndar um framkvæmd sáttar Íslandspóst við Samkeppniseftirlitið í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um ePóst, dótturfélag Íslandspósts. 

Stundin greindi frá því 25. september síðastliðinn að ePóstur ehf. reiddi sig enn á vaxtalaust lán frá móðurfélaginu samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2017, þrátt fyrir að Íslandspóstur hafi skuldbundið sig með sátt við Samkeppniseftirlitið til að hverfa frá slíkum viðskiptaháttum. 

Fram kom í frétt Stundarinnar að skuld ePósts við móðurfélagið næmi 284 milljónum samkvæmt ársreikningi en vaxtagjöld ePósts væru aðeins 5.547 krónur, augljóslega langt undir markaðskjörum þrátt fyrir að Íslandspóstur hefði skuldbundið sig samkvæmt sáttinni við Samkeppniseftirlitið til að tryggja að ábyrgð ríkisfyrirtækisins gagnvart dótturfélögum takmarkaðist við eiginfjárframlag og að stofnfjármögnun dótturfélaga væri á kjörum sem eru ekki undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.

Ólafur Stephensenframkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

„Í tilviki ePósts er um að ræða skýrt og skjalfest brot á sáttinni, sem samkeppnisyfirvöld hljóta að taka hart á,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í tilkynningu sem birtist á vef félagsins í gær. Hefur Félag atvinnurekenda farið fram á að málið verði skoðað auk þess sem rýnt verði í lán Íslandspósts til annarra dótturfélaga og metið hvort um sé að ræða brot á sáttinni. 

Félag atvinnurekenda bendir á að ekki aðeins séu vaxtagjöld ePósts „í hrópandi ósamræmi við þá vexti sem sambærileg fyrirtæki greiða á lánsfjármarkaði“ heldur megi einnig draga í efa að rétt lánsfjárhæð sé færð í ársreikning ePósts. „Á bls. 65 í sáttinni segir að LRAIC-kostnaðarlíkanið innifeli sértækan fastan kostnað sem fallið hafi til við starfrækslu viðkomandi samkeppnisþáttar, þótt hann hafi fallið til í fortíðinni,“ segir í bréfinu, sem Guðný Hjaltadóttir lögfræðingur ritar fyrir hönd samtakanna. „Að réttu ætti því að reikna vexti vegna ársins 2017 af mun hærri fjárhæð en 283 milljónum, þar sem bæta hefði átt uppsöfnuðum vöxtum við höfuðstólinn.“ 

Stundin sendi Íslandspósti fyrirspurn um málið þann 24. september og óskaði eftir svörum frá Ingimundi Sigurpálssyni forstjóra. Engin svör hafa borist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár