Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

FA kvartar í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar: „Skýrt og skjalfest brot á sáttinni“

ePóst­ur, dótt­ur­fé­lag Ís­land­s­pósts, reið­ir sig enn á vaxta­laust lán frá móð­ur­fé­lag­inu þrátt fyr­ir að Ís­land­s­póst­ur hafi skuld­bund­ið sig með sátt við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið til að hverfa frá slík­um við­skipta­hátt­um. Fé­lag at­vinnu­rek­enda ætl­ast til þess að sam­keppn­is­yf­ir­völd taki hart á þessu.

FA kvartar í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar: „Skýrt og skjalfest brot á sáttinni“

Félag atvinnurekenda hefur kvartað til eftirlitsnefndar um framkvæmd sáttar Íslandspóst við Samkeppniseftirlitið í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um ePóst, dótturfélag Íslandspósts. 

Stundin greindi frá því 25. september síðastliðinn að ePóstur ehf. reiddi sig enn á vaxtalaust lán frá móðurfélaginu samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2017, þrátt fyrir að Íslandspóstur hafi skuldbundið sig með sátt við Samkeppniseftirlitið til að hverfa frá slíkum viðskiptaháttum. 

Fram kom í frétt Stundarinnar að skuld ePósts við móðurfélagið næmi 284 milljónum samkvæmt ársreikningi en vaxtagjöld ePósts væru aðeins 5.547 krónur, augljóslega langt undir markaðskjörum þrátt fyrir að Íslandspóstur hefði skuldbundið sig samkvæmt sáttinni við Samkeppniseftirlitið til að tryggja að ábyrgð ríkisfyrirtækisins gagnvart dótturfélögum takmarkaðist við eiginfjárframlag og að stofnfjármögnun dótturfélaga væri á kjörum sem eru ekki undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.

Ólafur Stephensenframkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

„Í tilviki ePósts er um að ræða skýrt og skjalfest brot á sáttinni, sem samkeppnisyfirvöld hljóta að taka hart á,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í tilkynningu sem birtist á vef félagsins í gær. Hefur Félag atvinnurekenda farið fram á að málið verði skoðað auk þess sem rýnt verði í lán Íslandspósts til annarra dótturfélaga og metið hvort um sé að ræða brot á sáttinni. 

Félag atvinnurekenda bendir á að ekki aðeins séu vaxtagjöld ePósts „í hrópandi ósamræmi við þá vexti sem sambærileg fyrirtæki greiða á lánsfjármarkaði“ heldur megi einnig draga í efa að rétt lánsfjárhæð sé færð í ársreikning ePósts. „Á bls. 65 í sáttinni segir að LRAIC-kostnaðarlíkanið innifeli sértækan fastan kostnað sem fallið hafi til við starfrækslu viðkomandi samkeppnisþáttar, þótt hann hafi fallið til í fortíðinni,“ segir í bréfinu, sem Guðný Hjaltadóttir lögfræðingur ritar fyrir hönd samtakanna. „Að réttu ætti því að reikna vexti vegna ársins 2017 af mun hærri fjárhæð en 283 milljónum, þar sem bæta hefði átt uppsöfnuðum vöxtum við höfuðstólinn.“ 

Stundin sendi Íslandspósti fyrirspurn um málið þann 24. september og óskaði eftir svörum frá Ingimundi Sigurpálssyni forstjóra. Engin svör hafa borist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu