Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fylgi Samfylkingar dalar í borginni

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærst­ur í Reykja­vík í könn­un Frétta­blaðs­ins, en meiri­hlut­inn held­ur velli. Flest­ir eru á því að borg­ar­stjóri beri ábyrgð­ina í „bragga­mál­inu“.

Fylgi Samfylkingar dalar í borginni

Meirihlutinn í borginni héldi velli ef gengið yrði til kosninga nú. Samfylkingin mundi missa töluvert fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn yrði langstærsti flokkurinn í borginni. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæplega 30% atkvæða samkvæmt könnuninni, sem framkvæmd var 12.-15. október. Samfylkingin mundi tapa tveimur mönnum í borgarstjórn, en meirihlutinn héldi velli þar sem Vinstri græn og Píratar bættu við sig einum manni hvor.

Þá var spurt um afstöðu fólks til „braggamálsins“ svokallaða, framúrkeyrslu á kostnaði við endurbætur viðbyggingar braggans í Nauthólsvík. Þriðjungur svarenda taldi ábyrgðina liggja hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Rúmlega fjórðungur sagði að ábyrgði lægi hjá meirihlutanum og álíka margir töldu að embættismenn ættu að axla ábyrgð.

Könnunin var síma- og netkönnun með tvískiptu úrtaki 18 ára eldri úr könnunarhópi Zenter og tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur eru íbúar í Reykjavík og voru gögnin vigtuð eftir kyni og aldri. Úrtakið var 1.450 og var svarhlutfallið 54 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár