Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fylgi Samfylkingar dalar í borginni

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærst­ur í Reykja­vík í könn­un Frétta­blaðs­ins, en meiri­hlut­inn held­ur velli. Flest­ir eru á því að borg­ar­stjóri beri ábyrgð­ina í „bragga­mál­inu“.

Fylgi Samfylkingar dalar í borginni

Meirihlutinn í borginni héldi velli ef gengið yrði til kosninga nú. Samfylkingin mundi missa töluvert fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn yrði langstærsti flokkurinn í borginni. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæplega 30% atkvæða samkvæmt könnuninni, sem framkvæmd var 12.-15. október. Samfylkingin mundi tapa tveimur mönnum í borgarstjórn, en meirihlutinn héldi velli þar sem Vinstri græn og Píratar bættu við sig einum manni hvor.

Þá var spurt um afstöðu fólks til „braggamálsins“ svokallaða, framúrkeyrslu á kostnaði við endurbætur viðbyggingar braggans í Nauthólsvík. Þriðjungur svarenda taldi ábyrgðina liggja hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Rúmlega fjórðungur sagði að ábyrgði lægi hjá meirihlutanum og álíka margir töldu að embættismenn ættu að axla ábyrgð.

Könnunin var síma- og netkönnun með tvískiptu úrtaki 18 ára eldri úr könnunarhópi Zenter og tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur eru íbúar í Reykjavík og voru gögnin vigtuð eftir kyni og aldri. Úrtakið var 1.450 og var svarhlutfallið 54 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár