Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni Benediktsson vill „eyða óvissu“ um rekstur laxeldisfyrirtækis vinar síns

Fjarðalax, ann­að af fyr­ir­tækj­un­um sem missti ný­lega starfs­leyfi sitt í lax­eldi, er að hluta í eigu Ein­ars Arn­ar Ólafs­son­ar, vin­ar og stuðn­ings­manns Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra. Bjarni seg­ir að „bregð­ast þurfi hratt við“ og bæta úr ágöll­um í ferli máls­ins.

Bjarni Benediktsson vill „eyða óvissu“ um rekstur laxeldisfyrirtækis vinar síns
Einar Örn Ólafsson og Bjarni Benediktsson Stuðningsmannafélag Bjarna var til heimilis hjá Einari Erni árið 2007. Myndin er samsett.

Bjarni Bendiktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að „bregðast hratt við“ til að eyða óvissu um rekstur tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum sem misst hafa starfsleyfi sín. Annað fyrirtækið er að hluta í eigu Einars Arnar Ólafssonar, vinar Bjarna sem kom að stuðningsmannafélagi hans fyrir kosningar 2007, og Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, sem Bjarni skipaði sem formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins árið 2013. Bæði hafa réttarstöðu sakbornings í Skeljungsmálinu svokallaða.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi á fimmtudag úr gildi starfsleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja, Arctic Sea Farm og Fjarðalax, sem bæði eru í meirihlutaeigu norskra aðila. Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðiréttarhafar höfðu kært áform fyrirtækjanna um sjókvíaeldi. Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar tekur gildi strax, þrátt fyrir að fyrirtækin hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum.

Bjarni Benediktsson tjáði sig um málið á Facebook á laugardag og sagði verða að „bregðast hratt við og svara því með hvaða hætti þeim sem í hlut eiga verði tryggður réttur til að láta reyna á stöðu sína gagnvart stjórnvöldum.“

Bjarni sagði að óvissuástandið á Vestfjörðum vegna þessa sé óviðunandi. „Í því efni eru ekki eingöngu hagsmunir einstaka rekstraraðila undir heldur alls samfélagsins fyrir vestan,“ skrifaði Bjarni. Segir hann að tryggja þurfi að sanngjarnar reglur gildi um rétt til að bæta úr ágöllum í leyfisumsóknarferli „í þessu máli og til frambúðar.“

Högnuðust um 1,4 milljarða við sameiningu laxeldis

Fjarðalax er alfarið í eigu Arnarlax hf., sem aftur er í eigu Arnarlax SA í Noregi. Næststærsti hluthafi Arnarlax SA, með 8,42% hlut, er félagið Fiskisund ehf., sem er í eigu eignarhaldsfélaga Einars Arnar Ólafssonar, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur og Kára Þórs Guðjónssonar. Félagið var stofnað utan um fjárfestingu í Fjarðalaxi sem sameinaðist Arnarlaxi árið 2016 og hagnaðist Fiskisund um 1,4 milljarða króna. Einar Örn situr einnig í stjórn Arnarlax hf.

Einar Örn er vinur Bjarna til margra ára og var stuðningsmannafélag Bjarna fyrir þingkosningarnar 2007 skráð á heimili Einars Arnar við Einimel í Reykjavík. Þá skipaði Bjarni Höllu sem formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins eftir myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins árið 2013.

Einar Örn, Halla og Kári eru þrjú af þeim fimm sem hafa réttarstöðu sakborninga í Skeljungsmálinu svokallaða. Varðar málið söluna á Skeljungi árið 2008, sem Íslandsbanki kærði til lögreglu árið 2016. Skeljungur og færeyska olíufélagið P/F Magn voru seld úr eigu Glitnis til félags í meirihlutaeigu hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, og Birgis Bieltvedts. Einar Örn hélt utan um söluna og varð síðar forstjóri Skeljungs. Störfuðu Einar, Halla og Kári öll í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis þegar salan fór fram.

Ekki var vitað að þau hefðu eignast eitthvað í umræddum fyrirtækjum fyrr en í október 2014 þegar Morgunblaðið greindi frá því að þremenningarnir hefðu hagnast um rúmlega 800 milljónir króna hvert árið 2013 þegar íslenskir lífeyrissjóðir keyptu Skeljung og P/F Magn af þáverandi hluthöfum olíufélaganna. Halla hætti sem formaður stjórnar FME eftir að greint var frá hagnaði hennar af viðskiptum með hlutabréf Skeljungs.

Voru í samskiptum 6. október 2008

Nafn Einars Arnar kemur einnig fyrir í fréttaflutningi Stundarinnar af viðskiptum Bjarna Benediktssonar fyrir rúmlega 50 milljónir króna í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október árið 2008. Bjargaði Bjarni þannig sjálfum sér frá því að tapa peningum í bankahruninu dagana á eftir. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður, aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis vegna þátttöku sinnar á fundum um slæma stöðu bankans og fjármálakerfisins í heild.

Tölvupóstur Einars Arnar, þá starfsmanns Glitnis, til aðstoðarmanns bankastjóra kl. 14:15 þann 6. október 2008 gefur til kynna að Bjarni hafi miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins til Einars Arnar. „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Með Jónasi vísaði Einar Örn til Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra FME

Ekki kemur fram um hvað nákvæmlega Einar Örn er að tala í tölvupóstinum. Þennan dag var Fjármálaeftirlitið hins vegar að taka ákvörðun um hver framtíð Glitnis yrði og hvort raunhæft væri fyrir ríkið að efna hlutafjárloforðið frá 29. september eða ekki.

Aðspurður um samtalið við Einar Örn sagði Bjarni: „Ég hafði enga vitneskju um neyðarlögin. Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Það getur verið að ég hafi hringt í hann en ég man ekki eftir því. En, og það sem er mikilvægast, þá hafði ég engar trúnaðarupplýsingar fram að færa á þessum tíma.“

Þrotabú Glitnis banka, Glitnir HoldCo, krafðist þess 16. október árið 2017 að Sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar um viðskipti Bjarna Bendiktssonar, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og fjölskyldu hans. Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning upp úr gögnunum.

Ráðherrar með ýmsar leiðir til skoðunar

Í kjölfar færslu Bjarna tjáðu hinir tveir formenn stjórnarflokkanna sig um málið á Facebook. Funduðu ráðherrarnir þrír með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarhrepps um málið á laugardag. „Það er mikilvægt að allir átti sig á raunstöðunni og mikilvægi þess að atvinna sé til staðar,“ skrifaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Facebook í gær. Segir hann 300 störf vera í hættu vegna úrskurðarins.

„Við upplýstum þau um að sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra hafa verið með til skoðunar hvaða leiðir eru færar til þess að gæta meðalhófs í þessu máli og öðrum, þannig að fyrirtæki geti almennt fengið sanngjarnan frest til að bæta úr þeim annmörkum sem koma fram í kæruferli og faglega sé staðið að öllum málum. Það er von mín að farsæl lausn finnist á þessu máli sem allra fyrst,“ skrifaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Facebook.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í viðtali við RÚV á föstudag að greinilegir annmarkar hefðu verið á umhverfismati. Mikilvægt sé að bæta úr því. „Nú er komið í ljós að úrskurðarnefndin mun ekki fresta réttaráhrifum þannig að það er verkefni stofnananna og fyrirtækjanna að finna út úr því með hvaða hætti má bæta úr þessum annmörkum,“ sagði Guðmundur.

Náttúruverndarsamtök vara stjórnvöld við

Nokkur styr hefur staðið um laxeldi í sjókvíum. Segja náttúruverndarsamtök eldislax vera ógn við lífríki villts lax í ám landsins. Kærendur í máli fyrirtækjanna tveggja byggja málflutning sinn á byggða- og umhverfissjónarmiðum og segja 1200 ársstörf tengjast veiði á villtum laxi. „Við vörum ráðamenn þjóðarinnar við að reyna að ganga gegn uppkveðnum úrskurðum óháðrar og sjálfstæðrar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Við teljum enga undanþágu verða að lögum veitta til fiskeldisfyrirtækja til starfa án gildra starfsleyfa,“ segja kærendur í yfirlýsingu í gær.

Ekki liggur fyrir hvernig stjórnvöld munu bregðast við úrskurðinum, en Umhverfisstofnun mun fara yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Stofnunin hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verða til meðferðar hjá dómstólum. Telur stofnunin að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár