Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni Benediktsson vill „eyða óvissu“ um rekstur laxeldisfyrirtækis vinar síns

Fjarðalax, ann­að af fyr­ir­tækj­un­um sem missti ný­lega starfs­leyfi sitt í lax­eldi, er að hluta í eigu Ein­ars Arn­ar Ólafs­son­ar, vin­ar og stuðn­ings­manns Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra. Bjarni seg­ir að „bregð­ast þurfi hratt við“ og bæta úr ágöll­um í ferli máls­ins.

Bjarni Benediktsson vill „eyða óvissu“ um rekstur laxeldisfyrirtækis vinar síns
Einar Örn Ólafsson og Bjarni Benediktsson Stuðningsmannafélag Bjarna var til heimilis hjá Einari Erni árið 2007. Myndin er samsett.

Bjarni Bendiktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að „bregðast hratt við“ til að eyða óvissu um rekstur tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum sem misst hafa starfsleyfi sín. Annað fyrirtækið er að hluta í eigu Einars Arnar Ólafssonar, vinar Bjarna sem kom að stuðningsmannafélagi hans fyrir kosningar 2007, og Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, sem Bjarni skipaði sem formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins árið 2013. Bæði hafa réttarstöðu sakbornings í Skeljungsmálinu svokallaða.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi á fimmtudag úr gildi starfsleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja, Arctic Sea Farm og Fjarðalax, sem bæði eru í meirihlutaeigu norskra aðila. Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðiréttarhafar höfðu kært áform fyrirtækjanna um sjókvíaeldi. Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar tekur gildi strax, þrátt fyrir að fyrirtækin hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum.

Bjarni Benediktsson tjáði sig um málið á Facebook á laugardag og sagði verða að „bregðast hratt við og svara því með hvaða hætti þeim sem í hlut eiga verði tryggður réttur til að láta reyna á stöðu sína gagnvart stjórnvöldum.“

Bjarni sagði að óvissuástandið á Vestfjörðum vegna þessa sé óviðunandi. „Í því efni eru ekki eingöngu hagsmunir einstaka rekstraraðila undir heldur alls samfélagsins fyrir vestan,“ skrifaði Bjarni. Segir hann að tryggja þurfi að sanngjarnar reglur gildi um rétt til að bæta úr ágöllum í leyfisumsóknarferli „í þessu máli og til frambúðar.“

Högnuðust um 1,4 milljarða við sameiningu laxeldis

Fjarðalax er alfarið í eigu Arnarlax hf., sem aftur er í eigu Arnarlax SA í Noregi. Næststærsti hluthafi Arnarlax SA, með 8,42% hlut, er félagið Fiskisund ehf., sem er í eigu eignarhaldsfélaga Einars Arnar Ólafssonar, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur og Kára Þórs Guðjónssonar. Félagið var stofnað utan um fjárfestingu í Fjarðalaxi sem sameinaðist Arnarlaxi árið 2016 og hagnaðist Fiskisund um 1,4 milljarða króna. Einar Örn situr einnig í stjórn Arnarlax hf.

Einar Örn er vinur Bjarna til margra ára og var stuðningsmannafélag Bjarna fyrir þingkosningarnar 2007 skráð á heimili Einars Arnar við Einimel í Reykjavík. Þá skipaði Bjarni Höllu sem formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins eftir myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins árið 2013.

Einar Örn, Halla og Kári eru þrjú af þeim fimm sem hafa réttarstöðu sakborninga í Skeljungsmálinu svokallaða. Varðar málið söluna á Skeljungi árið 2008, sem Íslandsbanki kærði til lögreglu árið 2016. Skeljungur og færeyska olíufélagið P/F Magn voru seld úr eigu Glitnis til félags í meirihlutaeigu hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, og Birgis Bieltvedts. Einar Örn hélt utan um söluna og varð síðar forstjóri Skeljungs. Störfuðu Einar, Halla og Kári öll í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis þegar salan fór fram.

Ekki var vitað að þau hefðu eignast eitthvað í umræddum fyrirtækjum fyrr en í október 2014 þegar Morgunblaðið greindi frá því að þremenningarnir hefðu hagnast um rúmlega 800 milljónir króna hvert árið 2013 þegar íslenskir lífeyrissjóðir keyptu Skeljung og P/F Magn af þáverandi hluthöfum olíufélaganna. Halla hætti sem formaður stjórnar FME eftir að greint var frá hagnaði hennar af viðskiptum með hlutabréf Skeljungs.

Voru í samskiptum 6. október 2008

Nafn Einars Arnar kemur einnig fyrir í fréttaflutningi Stundarinnar af viðskiptum Bjarna Benediktssonar fyrir rúmlega 50 milljónir króna í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október árið 2008. Bjargaði Bjarni þannig sjálfum sér frá því að tapa peningum í bankahruninu dagana á eftir. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður, aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis vegna þátttöku sinnar á fundum um slæma stöðu bankans og fjármálakerfisins í heild.

Tölvupóstur Einars Arnar, þá starfsmanns Glitnis, til aðstoðarmanns bankastjóra kl. 14:15 þann 6. október 2008 gefur til kynna að Bjarni hafi miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins til Einars Arnar. „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Með Jónasi vísaði Einar Örn til Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra FME

Ekki kemur fram um hvað nákvæmlega Einar Örn er að tala í tölvupóstinum. Þennan dag var Fjármálaeftirlitið hins vegar að taka ákvörðun um hver framtíð Glitnis yrði og hvort raunhæft væri fyrir ríkið að efna hlutafjárloforðið frá 29. september eða ekki.

Aðspurður um samtalið við Einar Örn sagði Bjarni: „Ég hafði enga vitneskju um neyðarlögin. Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Það getur verið að ég hafi hringt í hann en ég man ekki eftir því. En, og það sem er mikilvægast, þá hafði ég engar trúnaðarupplýsingar fram að færa á þessum tíma.“

Þrotabú Glitnis banka, Glitnir HoldCo, krafðist þess 16. október árið 2017 að Sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar um viðskipti Bjarna Bendiktssonar, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og fjölskyldu hans. Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning upp úr gögnunum.

Ráðherrar með ýmsar leiðir til skoðunar

Í kjölfar færslu Bjarna tjáðu hinir tveir formenn stjórnarflokkanna sig um málið á Facebook. Funduðu ráðherrarnir þrír með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarhrepps um málið á laugardag. „Það er mikilvægt að allir átti sig á raunstöðunni og mikilvægi þess að atvinna sé til staðar,“ skrifaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Facebook í gær. Segir hann 300 störf vera í hættu vegna úrskurðarins.

„Við upplýstum þau um að sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra hafa verið með til skoðunar hvaða leiðir eru færar til þess að gæta meðalhófs í þessu máli og öðrum, þannig að fyrirtæki geti almennt fengið sanngjarnan frest til að bæta úr þeim annmörkum sem koma fram í kæruferli og faglega sé staðið að öllum málum. Það er von mín að farsæl lausn finnist á þessu máli sem allra fyrst,“ skrifaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Facebook.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í viðtali við RÚV á föstudag að greinilegir annmarkar hefðu verið á umhverfismati. Mikilvægt sé að bæta úr því. „Nú er komið í ljós að úrskurðarnefndin mun ekki fresta réttaráhrifum þannig að það er verkefni stofnananna og fyrirtækjanna að finna út úr því með hvaða hætti má bæta úr þessum annmörkum,“ sagði Guðmundur.

Náttúruverndarsamtök vara stjórnvöld við

Nokkur styr hefur staðið um laxeldi í sjókvíum. Segja náttúruverndarsamtök eldislax vera ógn við lífríki villts lax í ám landsins. Kærendur í máli fyrirtækjanna tveggja byggja málflutning sinn á byggða- og umhverfissjónarmiðum og segja 1200 ársstörf tengjast veiði á villtum laxi. „Við vörum ráðamenn þjóðarinnar við að reyna að ganga gegn uppkveðnum úrskurðum óháðrar og sjálfstæðrar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Við teljum enga undanþágu verða að lögum veitta til fiskeldisfyrirtækja til starfa án gildra starfsleyfa,“ segja kærendur í yfirlýsingu í gær.

Ekki liggur fyrir hvernig stjórnvöld munu bregðast við úrskurðinum, en Umhverfisstofnun mun fara yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Stofnunin hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verða til meðferðar hjá dómstólum. Telur stofnunin að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár