Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samkomulag um sextán ára bann við fiskveiðum í Norður-Íshafi

Jó­hann Sig­ur­jóns­son frá ut­an­rík­is­ráðu­neyti leiddi samn­inga­við­ræð­urn­ar af hálfu Ís­lands. Um tíma­móta­samn­ing er að ræða seg­ir hann, en samn­ing­ur­inn trygg­ir að eng­ar veið­ar í gróðra­skini hefj­ist fyrr en vís­inda­leg­ar rann­sókn­ir rök­styðji að það sé hægt.

Samkomulag um sextán ára bann við fiskveiðum í Norður-Íshafi
Norðurslóðir Íslaus svæði hafa nú þegar náð spám sem vísindamenn um aldamótin töldu að yrðu að veruleika uppúr 2030.

Samningur um sextán ára bann á veiðum innan Norður-Íshafins var samþykktur  miðvikudaginn 3. október. Níu þjóðir, ásamt fulltrúum Evrópusambandsins, undirrituðu samþykktina á Grænlandi, þar á meðal Ísland. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 

Jóhann Sigurjónsson, sérlegur erindreki málefna hafsins í utanríkisráðuneytinu leiddi samningaviðræðurnar af hálfu Íslands. „Óhætt er að tala hér um tímamótasamning“ segir Jóhann í skriflegu svari til Stundarinnar, en svæðið sem um ræðir er 2,8 milljón ferkílómetrar. 

„Ég held, líkt og oftast er um góða samninga, að hér hafi tekist að sætta tvö meginsjónarmiðin, langtímasjónarmið um nýtingu annars vegar og vernd hins vegar.“

Jóhann vísar hér til annars af höfuðákvæðum samningsins, að þjóðirnar skuldbinda sig til þess að koma í gang vísindalegum rannsóknum og eftirliti á svæðinu til að meta hvort eða hvernig hægt er að hefja sjálfbærar fiskveiðar. „Í öllum megin atriðum tókst okkur að halda til streitu stefnu Íslands um ábyrga, sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna á grundvelli þekkingar og nauðsynlegrar varúðar.“

„Það er alls óvíst hvernig aðstæður þróast og hvort komi til stórtækra fiskveiða í atvinnuskyni á þessum slóðum í náinni framtíð.“ Jóhann segir, að þar spili margir þættir inn í eins og hafstraumar, mikið dýpi og ferskvatnsáhrif í sjónum vegna bráðnunar íss. Ís á svæðinu hefur hopað mikið en íslaus svæði hafa nú þegar náð þeim spám sem vísindamenn töldu að yrðu að veruleika árið 2030. 

„Það er sannarlega mikilvægt fyrir Ísland að taka nú fullan þátt í samstarfi þjóða og samningum, sem munu hafa áhrif á þróun mála og koma í veg fyrir stjórnlausar fiskveiðar í Norður Íshafi ef ísinn hopar enn frekar og möguleikar til arðbærra fiskveiða skapast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
FréttirFiskveiðar

Fé­lag í eigu Sam­herja og sam­starfs­að­ila skuld­ar rík­is­sjóði Namib­íu jafn­virði 1600 millj­óna króna

Fjöl­mið­ill­inn Con­fidén­te grein­ir frá því að ArcticNam Fis­hing, út­gerð sem Sam­herji á hlut í gegn­um Esju Fis­hing, standi í skatta­skuld upp á 200 millj­ón­ir namib­íudoll­ara. Enn deila hlut­haf­ar um skatt­greiðsl­ur en rík­is­skatt­stjóri Namib­íu rann­sak­ar bók­halds­brell­ur fjól­þjóða­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár