Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mikil sókn í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga

Greiðsl­ur úr sjúkra­sjóð­um VR hafa hækk­að um 43% mið­að við síð­asta ár. „Við vilj­um vita af hverju fólk­ið okk­ar er að gef­ast upp,“ seg­ir formað­ur VR.

Mikil sókn í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga
Ragnar Þór Ingólfsson Mynd: Heiða Helgadóttir

Greiðslur sjúkra- og dagpeninga hafa aukist verulega hjá verkalýðsfélögunum VR og Eflingu það sem af er ári. Hækkunin hjá VR nemur 43% á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Ragnar  Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að iðgjöld í sjúkrasjóð hafi numið 1,8 milljörðum króna í fyrra og verði hærri í ár. Útgreiðsluhlutfallið sé hins vegar komið í 80% og ef fram fer sem horfir muni að lokum þurfa að grípa til skerðinga.

„Við viljum vita af hverju fólkið okkar er að gefast upp,“ segir Ragnar. „Hvað er það í okkar samfélagi sem veldur því að við erum að missa fólk í þetta miklum mæli í veikindi, í streitutengda sjúkdóma, og út af vinnumarkaði?“

Síðbúin áhrif frá hruninu

Dagpeningagreiðslur Eflingar til félagsmanna hafa aukist um 39% milli ára, en hækkunin skýrist að hluta af hærri launum og fjölgun félagsmanna. „Þó er ljóst að veikum hefur fjölgað, þeir voru lengur veikir og fengu hærri upphæðir,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjúkrasjóðs hjá Eflingu, við Morgunblaðið.

Ragnar segir að nú sé starfandi rannsóknarhópur á vegum VIRK þar sem ástandið sé greint. Hann nefnir að mögulega sé um að ræða síðbúin áhrif frá bankahruninu. „Það eina sem við vitum er að þessi þróun getur ekki haldið áfram endalaust,“ segir Ragnar. „Samfélagið þarf að stíga inn í og spyrja spurninga. Annars mun þetta leggjast af þunga á almannatryggingakerfið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hrunið

Orð Geithner á skjön við hrunskýrslu Hannesar
FréttirHrunið

Orð Geit­hner á skjön við hrun­skýrslu Hann­es­ar

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ir ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands aldrei hafa ver­ið rædda þeg­ar hug­mynd­um um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008 var hafn­að. Í skýrslu Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar sagði hann ástæð­una vera að Ís­land hefði ekki leng­ur ver­ið hern­að­ar­lega mik­il­vægt í aug­um Banda­ríkj­anna.
Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“
FréttirHrunið

Timot­hy Geit­hner um hrun­ið á Ís­landi: „Skakkt núm­er, hringdu í Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn“

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki minn­ast um­ræðu um ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands vegna um­sókn­ar um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008. Ís­land var ekki kerf­is­lega mik­il­vægt sam­kvæmt við­töl­um í bók Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár