Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vigdís uggandi yfir gratíníbúðum í Reykjavík

Ekki í fyrsta sinn sem mynd­ræn mis­mæli Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur vekja kátínu.

Vigdís uggandi yfir gratíníbúðum í Reykjavík

„Rándýrar íbúðir eru að rísa í miðborg Reykjavíkur þar sem gratín og marmari leika aðalhlutverk.“ Þannig kemst Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, að orði í bókun sem hún lagði fram á borgarstjórnarfundi í gær. Gagnrýndi hún borgarstjórnarmeirihlutann harðlega vegna hinna rándýru endurbóta á göml­um bragga við Naut­hóls­vík í Reykja­vík og benti á að útlit væri fyrir 350 milljóna framúrkeyrslu. „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð og enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkur.“

Ummæli Vigdísar um gratíníbúðir vöktu nokkra kátínu, en hún notaði orðið gratín tvívegis í umræðum á borgarstjórnarfundinum. Verður að ætla að þar hafi hún verið að vísa til steintegundarinnar graníts fremur en til kartöflu- eða brokkolígratíns. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem orðaval Vigdísar vekur athygli, en frægt varð þegar hún gagnrýndi þáverandi fjármálaráðherra fyrir að „stinga höfðinu í steininn“ árið 2011 og sagði: „Það mega sumir kasta grjóti úr steinhúsi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu