Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vigdís uggandi yfir gratíníbúðum í Reykjavík

Ekki í fyrsta sinn sem mynd­ræn mis­mæli Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur vekja kátínu.

Vigdís uggandi yfir gratíníbúðum í Reykjavík

„Rándýrar íbúðir eru að rísa í miðborg Reykjavíkur þar sem gratín og marmari leika aðalhlutverk.“ Þannig kemst Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, að orði í bókun sem hún lagði fram á borgarstjórnarfundi í gær. Gagnrýndi hún borgarstjórnarmeirihlutann harðlega vegna hinna rándýru endurbóta á göml­um bragga við Naut­hóls­vík í Reykja­vík og benti á að útlit væri fyrir 350 milljóna framúrkeyrslu. „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð og enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkur.“

Ummæli Vigdísar um gratíníbúðir vöktu nokkra kátínu, en hún notaði orðið gratín tvívegis í umræðum á borgarstjórnarfundinum. Verður að ætla að þar hafi hún verið að vísa til steintegundarinnar graníts fremur en til kartöflu- eða brokkolígratíns. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem orðaval Vigdísar vekur athygli, en frægt varð þegar hún gagnrýndi þáverandi fjármálaráðherra fyrir að „stinga höfðinu í steininn“ árið 2011 og sagði: „Það mega sumir kasta grjóti úr steinhúsi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár