Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vigdís uggandi yfir gratíníbúðum í Reykjavík

Ekki í fyrsta sinn sem mynd­ræn mis­mæli Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur vekja kátínu.

Vigdís uggandi yfir gratíníbúðum í Reykjavík

„Rándýrar íbúðir eru að rísa í miðborg Reykjavíkur þar sem gratín og marmari leika aðalhlutverk.“ Þannig kemst Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, að orði í bókun sem hún lagði fram á borgarstjórnarfundi í gær. Gagnrýndi hún borgarstjórnarmeirihlutann harðlega vegna hinna rándýru endurbóta á göml­um bragga við Naut­hóls­vík í Reykja­vík og benti á að útlit væri fyrir 350 milljóna framúrkeyrslu. „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð og enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkur.“

Ummæli Vigdísar um gratíníbúðir vöktu nokkra kátínu, en hún notaði orðið gratín tvívegis í umræðum á borgarstjórnarfundinum. Verður að ætla að þar hafi hún verið að vísa til steintegundarinnar graníts fremur en til kartöflu- eða brokkolígratíns. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem orðaval Vigdísar vekur athygli, en frægt varð þegar hún gagnrýndi þáverandi fjármálaráðherra fyrir að „stinga höfðinu í steininn“ árið 2011 og sagði: „Það mega sumir kasta grjóti úr steinhúsi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár