Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Efling segir eftirlitsstofnanir fjársveltar – Ásmundur bindur vonir við ný lög

„Við krefj­umst þess að yf­ir­völd hætti að snúa blinda aug­anu að þeim stór­kost­lega vanda sem rík­ir þeg­ar kem­ur að að­bún­aði og af­komu er­lends verka­fólks,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi.

Efling segir eftirlitsstofnanir fjársveltar – Ásmundur bindur vonir við ný lög
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Ásmundur Einar Daðason er félagsmálaráðherra.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, vonar að ný lög sem auka heimildir Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar við eftirlit á vinnustöðum muni torvelda brotastarfsemi á vinnumarkaði. Háttsemi af því tagi sem lýst var í fréttaskýringaþættinum Kveiki í gær verði að stöðva og draga þá sem brotin fremja til ábyrgðar. 

Stundin fjallaði ítarlega um brot gegn útlendingum á íslenskum vinnumarkaði í fyrra.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem birtist á vef ráðuneytisins í dag, en þar er vísað til breytinga á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og fleiri lögum sem samþykkt voru á Alþingi í júní síðastliðnum og tóku gildi þann 1. ágúst. Yfirlýst markmið laganna er að tryggja að laun og önnur starfskjör starfsmanna sem erlend fyrirtæki senda tímabundið til landsins séu í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga og einnig að bæta yfirsýn stjórnvalda yfir eðli og umfang þessara mála. 

„Ásmundur Einar bendir á að þar sem stutt sé liðið frá gildistöku laganna eigi virkni þeirra eftir að koma að fullu í ljós,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. „Reynslan sýni að brot á vinnumarkaði snúist oft um mun fleiri þætti en kjarasamninga eina og sér og varði gjarna löggjöf á ýmsum sviðum. Því skipti miklu máli að eftirlitsaðilar geti miðlað upplýsingum sín á milli til að eftirlitið skili fullnægjandi árangri.“ 

DV greindi frá því árið 2016 að verkamaður hefði verið hlunnfarinn á kúabúi föður Ásmundar Einars þar sem Ásmundur og eiginkona hans, Sunna Birna Helgadóttir, áttu þá lögheimili. Sunna var stjórnarmaður og prókúruhafi Þverholtabúsins ehf. sem hélt utan um rekstur kúabúsins þegar brotin áttu sér stað en íslenskur verkamaður sem sinnti bústörfum á stórbýlinu þurfti að leita til Stéttarfélags Vesturlands til að fá greidd lágmarkslaun. Í ljós kom að vinnuveitandinn hafði ekki greitt dagvinnulaun í samræmi við kjarasamning allt árið 2015. „Hluti af því sem stráknum var greitt í hverjum mánuði voru dagpeningar til að lyfta laununum upp. Það eru skattsvik. Það er ekki greidd staðgreiðsla af dagpeningum eða greitt orlof eða í lífeyrissjóð. En dagpeningarnir komu honum heldur ekki yfir lágmarkslaunin,“ sagði Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands, í viðtali við DV þegar fjallað var um málið

Fjallað var um slæma stöðu útlendinga á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær. Í viðtölum við útlendinga kom fram að margir hefðu verið hlunnfarnir og búið við ömurlegar aðstæður, verið fengnir til landsins á fölskum forsendum og þurft að vinna fyrir lægri laun en Íslendingar í sama starfi.

Eins og Stundin greindi frá í mars síðastliðnum er afar algengt að atvinnurekendur brjóti á erlendum starfsmönnum íslenskra starfsmannaleiga, fólki sem er jaðarsett í samfélaginu, greiðir meira fyrir leigu en gengur og gerist og leigir gjarnan húsnæði af vinnuveitanda sínum. 60 prósent þeirra mála sem lentu á borði Eflingar stéttafélags vegna launamála og réttinda starfsmanna árið 2017 sneru að launafólki af erlendum uppruna.

„Núverandi ástand er óásættanlegt og ekki boðlegt að eftirlitsstofnanir séu fjársveltar eða að stjórnmálamenn láti eins og vandamálin séu ekki til staðar eða leysist af sjálfu sér,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Eflingar. „Efling-stéttarfélag krefst þess að erlent verkafólk sem hingað kemur til að starfa njóti fullra lög- og samningsbundinna réttinda. Við krefjumst þess að yfirvöld hætti að snúa blinda auganu að þeim stórkostlega vanda sem ríkir þegar kemur að aðbúnaði og afkomu erlends verkafólks.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vinnumál

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu