Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son lög­mað­ur hef­ur gef­ið út stefnu á hend­ur fjór­um ein­stak­ling­um fyr­ir um­mæli í tengsl­um við svo­kall­að Hlíða­mál. Hann krefst ómerk­ingu um­mæla og millj­óna í miska­bæt­ur.

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu
Stefnir vegna Hlíðamálsins Vilhjálmur hefur sent stefnur á fjóra einstaklinga vegna ummæla sem þeir viðhöfðu í tengslum við Hlíðamálið svokallaða. Farið er fram á ómerkingu ummæla og milljónir í miskabætur.

Gefnar hafa verið út stefnur á hendur fjórum einstaklingum vegna ummæla sem þeir viðhöfðu í tengslum við svokallað Hlíðamál. Í umræddu máli var greint frá því á forsíðu Fréttablaðsins að lögregla hefði til rannsóknar tvær aðskildar nauðganir í íbúð í Hlíðunum árið 2015. Sérstaka athygli vakti að í fyrirsögn fréttarinnar var íbúðin sem um ræðir sögð útbúin til nauðgana. Gerðar eru kröfur um ómerkingu fjölda ummæla á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum í tengslum við málið. Þá eru einnig gerðar kröfur um greiðslu miskabóta, frá 1,5 til 3 milljóna króna á hendur þeim sem stefnt hefur verið.

Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður tveggja manna sem sakaðir voru um að hafa brotið gegn tveimur konum í umræddri íbúð. Vilhjálmur vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Stundin ræddi við hann þar eð hann hafði ekki vitneskju um hvort búið væri að birta allar stefnurnar. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar er svo ekki, í það minnsta einn þeirra einstaklinga sem um ræðir er búsettur erlendis og mun viðkomandi verða birt stefna með lögbirtingu. Áður hafði Vilhjálmur, fyrir hönd umbjóðenda sinna, stefnt Sigmundi Erni Rúnarssyni sem fréttastjóra á Hringbraut fyrir ómerkt skrif á vef fjölmiðilsins. Það mál hefur verið þingfest.

Íbúðin sögð útbúin til nauðgana

Lögreglan rannsakaði meintar nauðganir sem báðar áttu að hafa átt sér stað í október árið 2015. Fyrrnefnd frétt Fréttablaðsins vakti mikla reiði í þjóðfélaginu og hún ásamt frekari fréttum af málinu leiddu meðal annars til mótmæla utan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Einkum vakti það reiði að mennirnir tveir skyldu ekki hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þá sköpuðust gríðarlega heitar umræður í þjóðfélaginu, sem leiddu meðal annars til þess að þau ummæli sem nú er stefnt fyrir féllu. Sama dag og fyrsta frétt Fréttablaðsins birtist voru mennirnir nafngreindir og birtar af þeim myndir á samfélagsmiðlum og var þeim deilt í á þriðja þúsund tilvika.

Málið vatt upp á sig þegar Vilhjálmur kærði konurnar tvær sem um ræddi fyrir rangar sakargiftir á hendur umbjóðendum sínum, og aðra þeirra einnig fyrir nauðgun. Þær kærur allar voru felldar niður af hálfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember 2015.

Allar kærur felldar niður

Kærur kvennana á hendur mönnunum tveimur voru síðan felldar niður í febrúar 2016 af hálfu héraðssaksóknara og staðfesti ríkissaksóknari á niðurstöðu í júní sama ár. Vorið 2016 sendi Vilhjálmur síðan bréf á 22 einstaklinga þar sem þeim var boðið að draga ummæli sín í tengslum við málið til baka, biðjast afsökunar og greiða skaðabætur. Að minnsta kosti einhverjir þeirra einstaklinga sem nú hefur verið gefin út stefna á hendur voru í þeim hópi, ef ekki allir.

Blaðamenn 365 dæmdir

Vilhjálmur höfðaði fyrir hendur umbjóðenda sinna mál á hendur 365 miðlum og fjórum blaðamönnum Fréttablaðsins, Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 þar sem farið var fram á að ýmis ummæli í fréttaflutningi fjölmiðlanna yrðu dæmd dauð og ómerk. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu 26. október 2017 þar sem hluti ummæla voru dæmd dauð og ómerk og fréttamönnunum öllum gert að greiða mönnunum miskabætur. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn 26. júní síðastliðinn. Munu stefnurnar á hendur einstaklingunum fjórum vera sendar í framhaldi af staðfestingu Hæstaréttar.

Ekki fyrsta málið

Þetta er fjarri því að vera í fyrsta skipti sem Vilhjálmur stefnir einstaklingum fyrir ummæli tengd málum af viðlíka tagi. Þannig stefndi Vilhjálmur meðal annarra Sunnu Ben Guðrúnardóttur og Inga Kristjáni Sigurmarssyni fyrir ummæli sem þau létu falla í umræðum í tengslum við nauðgunarkæru á hendur Agli Einarssyni, oft kölluðum Gillzenegger, árið 2011. Ummæli Sunnu voru dæmd dauð og ómerk án þess að henni væri gerð refsing. Ingi Kristján, sem skrifaði „Fuck you rapist bastard“ við mynd að Agli á Instagram, var sýknaður í meiðyrðamálinu. Í nóvember á síðasta ári komst Mannréttindadómstóll Evrópu hins vegar að því að dómur Hæstaréttar í máli Egils gegn Inga Kristjáni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs.

Þá má nefna að Vilhjálmur sendi kröfubréf vegna ummæla sem féllu í fjölmiðlum vegna máls sem kennt hefur verið við Hornvík og upp kom árið 2016. Þá sendi Vilhjálmur, fyrir hönd Sveins Andra Sveinssonar, DV kröfu um 10 milljónir króna greiðslu vegna umfjöllunar um þann síðarnefnda í blaðinu árið 2014. Ekkert varð úr því máli.

Stundin náði tali af tveimur þeirra sem Vilhjálmur hefur stefnt vegna Hlíðamálsins. Báðir aðilar báðust undan því að tjá sig um málið að sinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu