Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

Íbúð Haf­þórs Júlí­us­ar Björns­son­ar fór á nauð­ung­ar­sölu að beiðni fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu hans sem sak­aði hann um of­beldi. Ekk­ert varð úr meið­yrða­máli sem Haf­þór hót­aði gagn­vart þrem­ur kon­um sem lýstu of­beldi af hálfu hans.

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
Hafþór Júlíus Björnsson Þrjár konur lýstu andlegu og líkamlegu ofbeldi Hafþórs í viðtölum við Fréttablaðið. Mynd: Paula R. Lively

Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður, einnig þekktur sem Fjallið, keypti á miðvikudag eigin íbúð í Kópavogi á uppboði. Eignin fór á nauðungarsölu að beiðni fyrrverandi sambýliskonu hans, sem kærði hann í fyrra fyrir frelsissviptingu. Sambýliskonan fyrrverandi átti 20 prósenta hlut í íbúðinni samkvæmt afsali. Hafþór hefur skráð eignina sem séreign í kaupmála vegna brúðkaups síns og kanadískrar konu.

Hafþór bauð 66,7 milljónir króna í eignina eftir samkeppni við nokkra fjárfesta. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er gefinn frestur til 14. nóvember til að gera athugasemd við ráðstöfun söluandvirðisins.

Konan og Hafþór eignuðust fasteignina saman 27. september 2016, en Hafþór átti 80 prósenta hlut í henni og konan 20 prósenta hlut, samkvæmt afsali. Fasteignin er 150 fermetra parhús í Kópavogi og er fasteignamat þess 65,9 milljónir króna fyrir árið 2019.

Þrjár konur lýstu ofbeldi Hafþórs

Samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins sumarið 2017 lagði konan fram kæru á hendur Hafþóri vegna frelsissviptingar á heimili þeirra. Lögreglan hafði í þrígang verið kölluð að heimili þeirra. Fréttablaðið ræddi alls við þrjár konur sem átt höfðu í ástarsamböndum við Hafþór og lýstu þær líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi hans. Barnsmóðir hans steig fram í viðtali og lýsti ofbeldi á meðan samband þeirra stóð. Í tengslum við umfjöllunina sagði Hafþór að fréttaflutningur af málinu yrði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“

Lögmaður Hafþórs, Kjartan Ragnars, staðfestir að ekki hafi verið kært fyrir meiðyrði eftir umfjöllunina. „Þetta er fjárhagslegt uppgjör þar sem fólk hefur ekki eða vill ekki tala saman og þá fer þetta á uppboð,“ segir Kjartan. „Ég vil sem allra minnst um þetta segja.“

Ver ímynd sína fjárhagslega fyrir brúðkaup

Hafþór og kanadísk kona, Kelsey Morgan Henson, gerðu 12. ágúst síðastliðinn með sér kaupmála vegna fyrirhugaðs brúðkaups þeirra. Í kaupmálanum kemur fram að allar eignir Hafþórs sem hann á nú, bæði fastar og lausar, skuli vera séreign hans. Þar er parhúsið úr nauðungarsölunni nefnt, en einnig tvær aðrar fasteignir í Kópavogi, innbú, bifreið og hlutir í félögunum Fjallið Hafþór ehf., Icelandic Mountain Spirits ehf., Thor's Power ehf. og Thor's Power Gym sf. Þá eru sérstaklega nefnd „öll hugverkaréttindi, sem tengjast ímynd og persónu Hafþórs og íþróttaiðkun Hafþórs“. Hafa þau bæði undirritað kaupmálann og hann verið þinglýstur.

Hafþór og Kelsey hafa verið í sambandi síðan í fyrra, en þau hittust í fyrsta sinn í september 2017 samkvæmt Instagram-síðu hennar. Hún er mikill áhugamaður um líkamsrækt eins og Hafþór.

Hafþór sem Colonel SandersFjöldi frægra leikara hefur tekið að sér hlutverk talsmanns KFC.

Hafþór vann keppnina Sterkasti maður heims í ár og hefur einnig fengist við leiklist. Frægastur er hann fyrir hlutverk sitt sem Gregor Clegane, eða The Mountain, í þáttunum Game of Thrones. Nýverið lék Hafþór í auglýsingu fyrir skyndibitakeðjuna KFC. Tók hann að sér hlutverk talsmanns keðjunnar, Colonel Sanders.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heimilisofbeldi

Segir heimilisofbeldi á Íslandi ekki jafn ýkt og í myndbandinu: „Við erum bara að grínast“
FréttirHeimilisofbeldi

Seg­ir heim­il­isof­beldi á Ís­landi ekki jafn ýkt og í mynd­band­inu: „Við er­um bara að grín­ast“

Mynd­band þar sem gróft heim­il­isof­beldi er svið­sett og sprell­að með að of­beld­ið geti hjálp­að konu að grenn­ast hef­ur ver­ið fjar­lægt af Face­book. „Ég vann í lög­regl­unni í mörg ár. Ekki man ég eft­ir ein­hverju svona heim­il­isof­beldi, þar sem and­lit­inu henn­ar er skellt í elda­vél­ina og svo gólf­ið,“ seg­ir Jón Við­ar Arn­þórs­son í sam­tali við Stund­ina. „Það er ekki ver­ið að gera grín að heim­il­isof­beldi.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár