Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,3% stuðning, mest allra flokka, samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 7.-12. september. Samfylkingin er rétt á hæla hans með 19,8% fylgi og hefur hækkað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun.
Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með 13,2% fylgi, samkvæmt könnuninni, nær óbreytt frá síðustu mælingu. Vinstri græn mælast með 11,1% nú og hafa hækkað úr 8,8% í síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 10,8%, Framsóknarflokkurinn með 8,1%, Viðreisn með 7,9% og Flokkur fólksins með 5,3%. Lækkar Flokkur fólksins um 2,5 prósentustig frá síðustu könnun.
Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi en 41,1% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 41,7% í síðustu mælingu. Könnunin var framkvæmd 7.-12. september 2018 og var heildarfjöldi svarenda 953 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Athugasemdir