Fjögur af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins veittu Vinstri grænum hámarksstyrk í aðdraganda síðustu þingkosninga. Þetta eru fyrirtækin HB Grandi, Brim, Vísir og Síldarvinnslan, en öll styrktu flokkinn um 400 þúsund krónur. Aðeins þrír aðrir lögaðilar styrktu flokkinn um hámarksupphæð: MATA hf., Síminn og Kvika banki.
Skinney Þinganes styrkti flokkinn um 200 þúsund krónur og Rammi hf. um 100 þúsund krónur. Þannig fékk flokkurinn tæpar tvær milljónir frá þeim útgerðarfélögum sem eru í hópi tíu kvótahæstu fyrirtækja á Íslandi.
VG birti ársreikning á vef sínum í dag þar sem greint er frá framlögum einstaklinga og lögaðila.
Athygli vekur að flokkurinn tók við peningum frá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi hf. sem er umdeilt meðal umhverfisverndarsinna og hefur ratað í fréttir vegna vegna slysasleppingar og laxadauða.
Þá þáði flokkurinn 200 þúsund krónur frá skyndibitakeðjunni …
Athugasemdir