Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu

Stjórn Ör­yrkja­banda­lags­ins hef­ur fal­ið lög­manni sín­um að hefja inn­heimtu­að­gerð­ir vegna „krónu á móti krónu“ skerð­inga. Telja skerð­ing­arn­ar fela í sér ólög­mæta mis­mun­um og brjóta gegn jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár.

Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu

Stjórn Öryrkjabandalagasins hefur falið lögmanni sínum að hefja innheimtuaðgerðir gegn Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkinu vegna svokallaðra „krónu á móti krónu“ skerðinga. Er lögmanni bandalagsins heimilt að beita þeim innheimtuaðgerðum sem þörf er á, þar með talið að höfða mál gegn dómstólum ef þörf krefur.

Forsaga málsins er að haustið 2008 setti þáverandi félagsmálaráðherra reglugerð um nýjan bótaflokk, sérstaka framfærsluuppbót, og var hann lögfestur á Alþingi árið 2009. Sérstök framfærsluuppbót náði í upphafi til bæði örorkulífeyrisþega og ellilífeyrisþega og skertist uppbótin um krónu á móti hverri krónu sem lífeyrisþegi vann sér inn sem tekjur.

Árið 2017 var umræddur bótaflokkur felldur niður hjá ellilífeyrisþegum og sú upphæð sem áður hafði verið greidd út sem sérstök framfærsluuppbót var færð inn í bótaflokkinn ellilífeyri. Með því var krónu á móti krónu skerðingin afnumin. Viðlíka breyting hefur ekki verið gerð þegar kemur að öryrkjum.

Öryrkjabandalagið bendir á að um sjö þúsund einstaklingar í hópi öryrkja fái skertar greiðslur vegna krónu á móti krónu skerðingarinnar, vegna atvinnutekna, fjármagnstekna eða lífeyrissjóðstekna. Það er mat bandalagsins að ríkissjóður taki með umræddum skerðingum til sín um fjóra milljarða króna á ári sem að öðrum kosti myndu lenda í vösum öryrkja.

Öryrkjabandalagið fól Málflutningsstofu Reykjavíkur að vinna álitsgerð um mismunum í reglum þessum þegar kemur að ákvörðunum um bætur almannatrygginga. Niðurstaða Málflutningsstofu Reykjavíkur er sú að krónu á móti krónu skerðing á greiðslum til öryrkja, en ekki til ellilífeyrisþega, kunni að fela í sér ólögmæta mismunun og brjóta gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, auk alþjóðlegra mannréttindareglna.

Stjórn Öryrkjabandalagsins skorar á Alþingi að færa sérstöku framfærsluuppbótina inn í bótaflokkinn tekjutryggingu og leiðrétta þá mismunun sem örorkulífeyrisþegar hafi orðið fyrir frá 1. janúar 2017 með því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár