Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu

Stjórn Ör­yrkja­banda­lags­ins hef­ur fal­ið lög­manni sín­um að hefja inn­heimtu­að­gerð­ir vegna „krónu á móti krónu“ skerð­inga. Telja skerð­ing­arn­ar fela í sér ólög­mæta mis­mun­um og brjóta gegn jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár.

Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu

Stjórn Öryrkjabandalagasins hefur falið lögmanni sínum að hefja innheimtuaðgerðir gegn Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkinu vegna svokallaðra „krónu á móti krónu“ skerðinga. Er lögmanni bandalagsins heimilt að beita þeim innheimtuaðgerðum sem þörf er á, þar með talið að höfða mál gegn dómstólum ef þörf krefur.

Forsaga málsins er að haustið 2008 setti þáverandi félagsmálaráðherra reglugerð um nýjan bótaflokk, sérstaka framfærsluuppbót, og var hann lögfestur á Alþingi árið 2009. Sérstök framfærsluuppbót náði í upphafi til bæði örorkulífeyrisþega og ellilífeyrisþega og skertist uppbótin um krónu á móti hverri krónu sem lífeyrisþegi vann sér inn sem tekjur.

Árið 2017 var umræddur bótaflokkur felldur niður hjá ellilífeyrisþegum og sú upphæð sem áður hafði verið greidd út sem sérstök framfærsluuppbót var færð inn í bótaflokkinn ellilífeyri. Með því var krónu á móti krónu skerðingin afnumin. Viðlíka breyting hefur ekki verið gerð þegar kemur að öryrkjum.

Öryrkjabandalagið bendir á að um sjö þúsund einstaklingar í hópi öryrkja fái skertar greiðslur vegna krónu á móti krónu skerðingarinnar, vegna atvinnutekna, fjármagnstekna eða lífeyrissjóðstekna. Það er mat bandalagsins að ríkissjóður taki með umræddum skerðingum til sín um fjóra milljarða króna á ári sem að öðrum kosti myndu lenda í vösum öryrkja.

Öryrkjabandalagið fól Málflutningsstofu Reykjavíkur að vinna álitsgerð um mismunum í reglum þessum þegar kemur að ákvörðunum um bætur almannatrygginga. Niðurstaða Málflutningsstofu Reykjavíkur er sú að krónu á móti krónu skerðing á greiðslum til öryrkja, en ekki til ellilífeyrisþega, kunni að fela í sér ólögmæta mismunun og brjóta gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, auk alþjóðlegra mannréttindareglna.

Stjórn Öryrkjabandalagsins skorar á Alþingi að færa sérstöku framfærsluuppbótina inn í bótaflokkinn tekjutryggingu og leiðrétta þá mismunun sem örorkulífeyrisþegar hafi orðið fyrir frá 1. janúar 2017 með því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár