Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dóttir Kjartans segir dóminn of vægan: „Hann sverti mig líka til að láta sjálfan sig líta betur út“

Anna Kjart­ans­dótt­ir, dótt­ir manns sem hlaut fjög­urra ára dóm fyr­ir kyn­ferð­isaf­brot gegn sér og syst­ur sinni, seg­ir dóm­inn ekki nógu lang­an. Fað­ir henn­ar hafi reynt að sverta mann­orð henn­ar fyr­ir dóm­stól­um.

Dóttir Kjartans segir dóminn of vægan: „Hann sverti mig líka til að láta sjálfan sig líta betur út“
Anna Kjartansdóttir Anna segir föður sinn hafa dregið upp ranga mynd af sér fyrir héraðsdómi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég fékk sjokk þegar ég frétti fyrst af því að dómurinn væri svona vægur,“ segir Anna Gílaphon Kjartansdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem nýlega dæmdi föður hennar í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot á nálgunarbanni. Í viðtali við Stundina í janúar lýsti hún misþyrmingunum sem hún mátti þola í æsku, bæði af hendi föður síns og ofbeldisfullrar stjúpu.

„Ég var mjög sár og fannst eins og mér væri ekki trúað,“ segir Anna um niðurstöðu héraðsdóms. „Mér fannst að hann ætti að fá miklu þyngri dóm en hann fékk. Ég vissi að hann mundi neita sök, en hann sverti mig líka til að láta sjálfan sig líta betur út.“

Kjartan Adolfsson var ákærður í sjö liðum og sýknaður af þremur þeirra. Sakarefni voru ítrekuð brot gegn dætrum hans þegar þær voru barnungar auk þess að virða ekki nálgunarbann gagnvart annarri þeirra. 

Kjartan var í dómnum sagður hafa sýnt af sér einbeittan brotavilja og var gert að greiða dætrum sínum miskabætur vegna verulegrar tilfinningaröskunar og andlegra þjáninga, þar með talið áfallastreituröskun. Önnu greiðir hann 1,5 milljónir króna, en þeirri yngri greiðir hann 3 milljónir króna.

Varð sár yfir orðum Kjartans fyrir dómi

Anna er nítján ára í dag, býr með yngri systur sinni og segir sambúðina ganga vel. Hún segir gott að vita til þess að faðir hennar hafi fengið dóm, en hún sé þó ósátt með sjálfa niðurstöðuna og hvað faðir hennar sagði fyrir dómi. Þar kvaðst Kjartan ekki eiga skýringu á ásökunum Önnu og sagði hana „hafa breyst í allri hegðun og staðhæfði að hún hefði m.a. farið að lifa óheilbrigðu líferni eftir að hún hóf nám í framhaldsskóla, þá 15 ára.“ Þessum annarlegu hvötum bak við ásakanirnar neitaði Anna fyrir dómi.

„Hann sagði að ég hefði verið að ljúga upp á sig“

„Ég las yfir dóminn og hann sagði að ég hefði verið að ljúga upp á sig af því að ég var byrjuð að lifa óheilbrigðu lífi, byrja að drekka og reykja,“ segir Anna. „Hann sagði að ég hefði viljað flýja frá honum til að vera dópisti. En að sjá mig í dag, ég er ekki sú sem hann segir. Ég er miklu betri manneskja en ég var. Og ég varð mjög sár þegar ég sá þetta.“

Hlaut áður dóm og konan hans einnig

Áður var Kjartan dæmdur í tíu mánaða fangelsi árið 1991 fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn elstu dóttur sinni, Guðrúnu Kjartansdóttur, sem árangurslaust reyndi að vernda yngri systur sínar fyrir föður sínum. Dætur hans voru allar á aldrinum fimm til sjö ára þegar þær segja föður sinn hafa byrjað að brjóta gegn sér.

Þá var stjúpmóðir Önnu og yngri systur hennar, Tipvipa Arunvongwan, sem fædd er árið 1980, ákærð fyrir að hafa „í refsingarskyni, margendurtekið og á alvarlegan hátt, veist að og ógnað heilsu og velferð“ dóttur sinnar og stjúpdætra, með ofbeldi „sem var til þess fallið að ógna, misþyrma og misbjóða börnunum andlega og líkamlega“.

Dómur féll í héraði í mars 2016 þar sem hún var dæmd í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánaða skilorðsbundið, fyrir líkamlegar refsingar og misþyrmingar gagnvart börnunum, auk þess sem framkoma hennar þótti vanvirðandi og ógna heilsu þeirra og velferð. Þó var talið að yngsta stelpan, dóttir hennar, hefði fengið betri meðferð en stjúpdæturnar. Sjálf sagðist hún í skýrslutöku hjá lögreglu hafa slegið dóttur sína til málamynda, eða til að gæta jafnræðis gagnvart börnunum og sýna stjúpdætrunum að hún elskaði börnin jafnt. Anna lýsti því í viðtali við Stundina að hún hefði verið neydd, af stjúpmóður sinni, til að borða skemmdan mat

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Brot Kjartans Adolfssonar

Bera ör barnæskunnar ævilangt: „Við vorum með sár úti um allt“
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

Bera ör barnæsk­unn­ar ævi­langt: „Við vor­um með sár úti um allt“

Linda ólst upp á heim­ili með dæmd­um barn­aníð­ingi og konu sem var síð­ar dæmd fyr­ir mis­þyrm­ing­ar gagn­vart börn­un­um. Frá því að al­syst­ir henn­ar leit­aði til lög­reglu leið eitt og hálft ár þar til Linda komst í fóst­ur. Á þeim tíma versn­uðu að­stæð­ur á heim­il­inu. Enn lengri tími leið þar til yngri systkini þeirra voru fjar­lægð það­an.
Anna segir frá ólýsanlegu ofbeldi pabba síns og stjúpmóður
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

Anna seg­ir frá ólýs­an­legu of­beldi pabba síns og stjúp­móð­ur

Anna Kjart­ans­dótt­ir ólst upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og of­beld­is­fullri stjúpu, með­al ann­ars á Höfn í Horna­firði. Fað­ir henn­ar sit­ur nú í gæslu­varð­haldi vegna gruns um að hafa brot­ið gegn þriðju dótt­ur sinni og stjúpa henn­ar var dæmd fyr­ir of­beld­ið. Eng­in heim­ild er í lög­um til að grípa til fyr­ir­byggj­andi að­gerða til að vernda börn í þess­um að­stæð­um. Anna seg­ir frá mis­þyrm­ing­um sem hún mátti þola á heim­il­inu.
„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verðskuldar“
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verð­skuld­ar“

Guð­rún Kjart­ans­dótt­ir var barn að aldri þeg­ar fað­ir henn­ar mis­not­aði hana. Ný­lega var hann færð­ur í gæslu­varð­hald vegna gruns um að hafa brot­ið gegn þriðju dótt­ur sinni. Guð­rún hef­ur alltaf haft áhyggj­ur af systkin­um sín­um, reynt að fylgj­ast með og höfða til sam­visku föð­ur síns, en furð­ar sig á því af hverju dæmd­ir barn­aníð­ing­ar fái að halda heim­ili með börn­um. Hún stíg­ur fram með móð­ur sinni, Katrínu Magnús­dótt­ur, í von um að stjórn­völd end­ur­skoði mis­bresti í kerf­inu svo bet­ur sé hægt að vernda börn.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár